Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Page 14
Þórbergur Þórðarson okkar og þrjóturinn orðið að skila þýfinu. Og í Ungverjalandi hefði ferðaskrifstofan þar látið okkur hafa ódýrari vistarveru en við urðum að sæta á Hótel Gellért, ef við hefðum hringt til hennar. Af þessu mættum við læra hve mikið illt getur hlotist af einni ónákvæmni. Við stóðum nú þarna uppi húsnæðislaus á gangstéttinni fýrir utan hótel Kasína. Þá segir esperantopilturinn að hann muni geta útvegað okkur herbergi á stúdentaheimili og miklu ódýrara en á hótelinu. Þessu tókum við með fögnuði. Svo fór hann en við biðum langalengi á einni matstofu uns pilturinn kom og sagði herbergið fengið, en við yrðum að taka það til sex daga, og það gerðum við, lengdum þar með dvöl okkar í Beógrað um þrjá daga og afréðum að verða samferða ráðstefnu-esper- antistunum til þingsins í Soffíu. En svo mikil bið og snúninga og vafn- inga tók þetta, að klukkan var orðin níu þegar við komum í herbergið á stúdentaheimilinu. Þetta var geysimikið hús, en slóðaskapur og sóða- skapur með þvílíkum endemum að ég fæ ekki innlátið mig það að beskrifa. Þó voru herbergin þokkaleg en ekkert innanstokks utan tvö rúm, tvö borð fremur lítil, tveir stólar og einn klæðaskápur. Sóðaskapur- inn jókst stórum eftir að fjöldi jarðskjálftafólks frá Skopje var fluttur á heimilið til vistar. Öll salerni flóðu í vatni og máski hlandi í bland og sum voru stoppuð og gangar aðeins sópaðir þurrasópi. Lærdómsríkt var að sjá þetta fólk og athuga stillingu þess og sálarjafnvægi, og munu þó margir í þeim skara hafa misst alla sína veraldlegu muni. Okkur fannst Beógrað mjög viðfelldin borg. Við gengum þar víða um og ókum. Mikið er þar af gömlum og hrörlegum húsum. Nýbyggingar sáust ekki margar. Hvergi sáum við stórar vélar að verki. Menn unnu með svipuðum tækjum og tíðkuðust á íslandi fyrir heimsstyrjöldina fyrri en fóru sér hægar við vinnuna en íslendingar gerðu þá, áður en breski herinn kenndi þeim hangsið. Þessu var öfugt farið í Búdapest og Soffíu. í þeim borgum var auðséð á fólklífmu að þar fer fram hröð uppbygging og þar stendur gjaldeyrir hátt og þess vegna dýrt að lifa fyrir útlendinga með ruslpeninga, en Júgoslavía er eitt ódýrasta land Evrópu, og það segir nokkuð um ástandið. I Beógrað var öllu svalara en í Búdapest, þó að sólargeislarnir féllu hér minna skáhallt á vorn kropp. Einn mikinn sólskinsdag gengum við eftir löngu stræti og athuguðum forfallin hús og vinnubrögð. Þar kom dálítill vindgustur á móti okkur. Þá kvað höfundur þessa bréfs: Hér andar blíður blær blessandi á móti oss. Mér er hann mjög svo kær, mitt er hann dýrsta hnoss, 12 TMM 2004 • 4 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.