Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Síða 14
Þórbergur Þórðarson
okkar og þrjóturinn orðið að skila þýfinu. Og í Ungverjalandi hefði
ferðaskrifstofan þar látið okkur hafa ódýrari vistarveru en við urðum að
sæta á Hótel Gellért, ef við hefðum hringt til hennar. Af þessu mættum
við læra hve mikið illt getur hlotist af einni ónákvæmni.
Við stóðum nú þarna uppi húsnæðislaus á gangstéttinni fýrir utan
hótel Kasína. Þá segir esperantopilturinn að hann muni geta útvegað
okkur herbergi á stúdentaheimili og miklu ódýrara en á hótelinu. Þessu
tókum við með fögnuði. Svo fór hann en við biðum langalengi á einni
matstofu uns pilturinn kom og sagði herbergið fengið, en við yrðum að
taka það til sex daga, og það gerðum við, lengdum þar með dvöl okkar í
Beógrað um þrjá daga og afréðum að verða samferða ráðstefnu-esper-
antistunum til þingsins í Soffíu. En svo mikil bið og snúninga og vafn-
inga tók þetta, að klukkan var orðin níu þegar við komum í herbergið á
stúdentaheimilinu. Þetta var geysimikið hús, en slóðaskapur og sóða-
skapur með þvílíkum endemum að ég fæ ekki innlátið mig það að
beskrifa. Þó voru herbergin þokkaleg en ekkert innanstokks utan tvö
rúm, tvö borð fremur lítil, tveir stólar og einn klæðaskápur. Sóðaskapur-
inn jókst stórum eftir að fjöldi jarðskjálftafólks frá Skopje var fluttur á
heimilið til vistar. Öll salerni flóðu í vatni og máski hlandi í bland og sum
voru stoppuð og gangar aðeins sópaðir þurrasópi. Lærdómsríkt var að
sjá þetta fólk og athuga stillingu þess og sálarjafnvægi, og munu þó
margir í þeim skara hafa misst alla sína veraldlegu muni.
Okkur fannst Beógrað mjög viðfelldin borg. Við gengum þar víða um
og ókum. Mikið er þar af gömlum og hrörlegum húsum. Nýbyggingar
sáust ekki margar. Hvergi sáum við stórar vélar að verki. Menn unnu
með svipuðum tækjum og tíðkuðust á íslandi fyrir heimsstyrjöldina fyrri
en fóru sér hægar við vinnuna en íslendingar gerðu þá, áður en breski
herinn kenndi þeim hangsið. Þessu var öfugt farið í Búdapest og Soffíu.
í þeim borgum var auðséð á fólklífmu að þar fer fram hröð uppbygging
og þar stendur gjaldeyrir hátt og þess vegna dýrt að lifa fyrir útlendinga
með ruslpeninga, en Júgoslavía er eitt ódýrasta land Evrópu, og það segir
nokkuð um ástandið.
I Beógrað var öllu svalara en í Búdapest, þó að sólargeislarnir féllu hér
minna skáhallt á vorn kropp. Einn mikinn sólskinsdag gengum við eftir
löngu stræti og athuguðum forfallin hús og vinnubrögð. Þar kom dálítill
vindgustur á móti okkur. Þá kvað höfundur þessa bréfs:
Hér andar blíður blær
blessandi á móti oss.
Mér er hann mjög svo kær,
mitt er hann dýrsta hnoss,
12
TMM 2004 • 4
J