Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Síða 58
Silja Aðalsteinsdöttir En hverfðrar moldar eimur angansterkur frá ökrum landnámsmanns og starfsins lúi í herðum, höndum, fótum, þau hefja mikinn seið að vitund hans ... Það er hin sterka angan frá hverfðri mold sem þarna er nýstárleg og verður í fjórða erindi „næturþungur eimur plægðra akra“. 1 „Þokuridd- aranum“ í sömu bók kembir háslétt heiðin svo hvíta, mjúka ull að hver laut fyllist „af léttri galdra lyppu“ - líking þokunnar við ullina er full- komin og þarfnast engrar skýringar. í „Lyngheiðin rauð“, enn í sömu bók, vefst „lifandi feldur“ lyngsins um fætur skáldsins, við heyrum „hol- bakkans dapra gjálp“ í „Dauðsmannskvísl“, enn í Álfum kvöldsins, sem sígur, „úrig og dulrömm yfir seigan leirinn, andandi fúlum dauni“, „Straumlaus og litljót, silaleg og seyrin“ - og er ástæða til að minna á hvað íslensk náttúra er ótrúlega fjölbreytt í ljóðum Guðmundar, svo gróin og góð, svo hrikaleg og fögur - og svo lágkúruleg, ljót og ill. Ljót- ust er hún auðvitað í „Krosslág“ í Minn guð og þinn, á „stað hinna kyn- legu slysa“ þar sem fótgatan hlykkjar sig eftir skriðunum og „Hver berg- vætla er svört eins og blasi við opin gröf / og blautur hinn skríðandi sandur.“ Hvergi er myrkrið svartara en þar, vei þeim sem þá er á ferli: Og stormsvipir æða um einstigin grýtt og tæp og æpa að hrundum vörðum og öskra sig hása af hlátri að myrkursins glæp í hamranna geilum og skörðum, og biksvartar íjallsgnípur bergmála á ýmsa lund þá bölvun sem fer yfir staðinn, svo þagnar og kyrrist, - og þá er hættunnar stund, og þögnin er skelfingu hlaðin. „Tvídægruvísur“ í Kristalnum í hylnum eru auðvitað samfellt dæmi um glöggt auga Guðmundar fyrir landinu og makalausan hæftleika hans til að láta okkur sjá það nákvæmlega fyrir okkur með því að velja hárrétt orð og skapandi: Vatnið þeytir gruggugu löðrinu upp á bakkann, vindbáran grefur þverskorinn jarðveginn, í rofinu hanga hvítar rætur og „ryðgaður hnígur dreyrinn úr svartri und“ landsins. Samt er þetta „Ættlandsins góða, máttuga brjóst“ og vekur ómunadjúpa úð með skáldinu. Sömuleiðis lýsir hann af ástúð og hryggð afleiðingum skriðufalla í „Bréfi til bróður míns“ í Minn guð og þinn: „þar sem skriðan féll úr fjalli, / fletti burt af urð og stalli / rótum lífgra lauka og breytti / landsins gleði í örvænting, / lambaskjóli í leðjubing.“ Við getum heyrt fýrir okkur hvernig hann myndi yrkja núna um raskið við Kárahnjúka ef hans nyti enn við. 56 TMM 2004 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.