Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Síða 104
Dans lega í myrkrinu frekar en á ákveðnum flötum. Textinn var auðlesinn en mynd- irnar óskýrar eins og negatívur eða óskýr útsending. I fjarska mátti heyra skot- hríð, fýrst eitt og eitt skot og síðan eins og í gjammandi hríðskotabyssum, og til að kóróna óhugnaðinn heyrðist gnýr í herþyrlum. Þessi upphafssena verksins var mjög grípandi og óhugnanleg. Gráleit lýsingin og myndbandið sköpuðu kalt og óþægilegt andrúmsloft og hljóðmyndin var ágeng og ærandi. Hvítklædda konan varð aumkunarverð í þessu andrúmslofti, fegurð hennar og mýkt mátti sín lítils gegn stríðsátökunum. í þessum inngangi að verkinu kynnir höfundurinn grunnþema verksins. Friðurinn í formi hvítrar friðardúfu hverfur í skuggann þegar ófriðareldur kviknar og magnast. Hér er farið af stað með einfaldar andstæður sem grípa strax athygli áhorfandans. Hvellur kveður við, næfurþunnt tjald sem hulið hefur allt sviðið fellur frá og dansverkið hefst fyrir alvöru. Fimm dansarar sem höfðu komið sér fyrir á rúm- unum íklæddir einföldum, hvítum undirfötum hófu kraftmikinn dans hvert á sínu rúmi undir dynjandi rokktónlist. Hreyfingarnar höfðu taktfastan undirtón en fólust einnig í því að sveigja sig og beygja og henda sér til á rúmunum. Kraft- urinn var gengdarlaus, en ekki síður mýktin. Mikils var krafist af dönsurunum líkamlega. í kaflanum var undurljúfur dúett milli tveggja karldansara þar sem tónlistin breyttist og fylgdi mýktinni og blíðunni í dansinum. Dúfukonan birt- ist aftur á sviðinu á meðan á dansinum stóð og með hægum hreyfmgum, ósnortin af krafti dansaranna, rakti hún út hvítan dregil þvert yfir sviðið. Á eftir þessum kafla kom dúett kven- og karldansara, ofbeldisfyllri en sá fýrri en áfram byggður upp af mjúkum, kröftugum og flæðandi hreyfingum. Hér var lýsingin gulleit og tær svo dansinn sást vel. Einfaldir og hreinir búningarnir nutu sín vel og undirstrikuðu mannslíkamann í sinni saklausustu mynd. Næstu klukkustundina skiptust á kaflar þar sem myndir, stríðshljóð og ágeng hljóðmynd réðu ríkjum og kaflar þar sem dansinn ríkti, ýmist hópsenur þar sem dansararnir dönsuðu á eða í kringum rúmin eða dúettar. í dansatriðunum var lýsingin gulleit og skýr og venjulega engum myndum varpað upp, tónlistin gat verið ýmiskonar, glaðleg, hugljúf, taktföst eða rokkuð. Þegar tæknin réð ríkjum var stemningin á sviðinu fyrst og fremst ágeng og óþægileg, bæði hljóðmynd og myndræn uppsetning. Sömu stefin komu aftur og aftur þó aðeins í breyttri mynd. Endurtekningin heimska eða hugrekki Við fyrstu sýn virtist verkið einsleitt og langdregið. Meðal áhorfenda heyrðust líka þær raddir að sýningin segði þeim lítið og hefði að skaðlausu mátt vera styttri. Dansinn væri samt rosalega flottur og dansararnir stæðu sig frábærlega. Þegar betur er að gáð var það samt „einsleitnin" sem gerði verkið eins áhrifa- mikið og það var. Þetta stöðuga áreiti og endurtekningar orkuðu sterkast á áhorfandann. Og það er hér sem frelsi áhorfandans til túlkunar og upplifunar fær að njóta sín. Táknin í verkinu beina huganum að baráttu góðs og ills. Á milli þess sem 102 TMM 2004 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.