Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 98

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 98
Ótrúlegt en satt? Um bandarísk furðufréttarit (framhald afbls. 89) Loks líkjast vikuritin öðrum blöðum (eða dulbúast?) með því að birta allskyns greinar um matarkúra (sem reyndar ráðleggja fólki hvernig það getur borðað á uppáhalds skyndibitastaðnum sínum á hverjum degi og samt grennst), heilsufar (asperín gegn magakrabba og fleiru), hárlit (ljóshærðar vinsælli) og uppeldi (fjölskyldan borði kvöldmat saman), nokkurn veginn jafngildar sambærilegum greinum annars staðar (og oft fyndnari), jafnframt lesendabréf, til dæmis frá konu sem átti svo ljótan kærasta að hún gat ekki látið sjá sig með honum, en elskaði hann samt, eða annarri sem grunaði kærasta sinn um græsku af því hann kom oft og tíðum heim eftir miðnætti með dularfullar rákir yfir axlir og hnakka. Að ógleymdri ráðgjöf um mataræði (konur borði epli og banana) eða aðferðir sem konur geta beitt til að komast hjá því að vera rænt á ferð í bíl (sem er mjög á döfinni, því í Trenton hér í New Jersey var einmitt verið að dæma tvo karla sem ruddust inn í bíl konu sem spurði til vegar, létu hana keyra á afvikinn stað og nauðg- uðu henni). Hvað er þá svona fjarri lagi við þetta allt saman? Með þessum og öðrum ráðum byggja blöðin upp sannleiksígildi eða sannleikslíki frétta sinna. Formlega eru þau heldur ekki frábrugðin öðrum blöðum og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að með ákveðnu hugarfari sé hægt að trúa þeim frá upphafi til enda. Almennt séð, jafnt í daglegu lífi sem í stjómmálum og jafnvel fræðilegri umfjöll- un, er örðugt að segja hvað er satt og hvað ekki. Auðvitað er hægt að segja að eitt sé óvéfengjan- lega satt og annað ekki. Hvað gerir sögu sanna? Býr sannleikur í því sem talað er um eða í því sem er sagt eða ef til vill í þeim sem hlusta og lesa? í þessu tilviki er hóflegast að miða við það sem fólk, það er að segja lesendur, vill hafa fyrir satt og þykir rétt að sé satt. Blaðamaður við eitt þessara vikurita sagði fyrir nokkm (skulum við segja) að vissulega leyfðu þau sér ýmislegt, en það væri Krabbamein í kerfinu (framhald afbls. 66) mundi ekki leysa neinn vanda að borga þeim laun sem em langt undir því sem þeir gætu fengið annars staðar. Það er nú hin grimma staðreynd hins ífjálsa markaðar. Til hlið- sjónar þá eru viðsemjendur okkar hjá Vinnu- veitendasambandinu með miklu hærri tekjur. Ég er ekki á kafi í verkalýðsmálum vegna þess að það gefi svo mikið af sér í aðra hönd heldur vegna þess að ég hef mikinn áhuga.“ En yfirborganir á launataxta hafa ekki skilað sér til kvenna sem í langflestum tilfellum sitja eftir á taxtakaupinu? „Það er rétt og launamunur karla og kvenna hefur sáralítið breyst og konur hafa fyrir fullt starf um sextíu prósent af heildarárstekjum karla og þó var kynjamismunun í launatöxtum bönnuð með lögum árið 1967. En við búum þó að sjálfsögðu við það að vinnumarkaðurinn er mjög kynjaskiptur. Tekjur karla eru mun hærri þó svo að munurinn á tímakaupi sé ekki endilega mikill í þessum greinum. Þar koma aðrir hlutir til sem mun erfiðara er að leiðrétta. Það er málið hvaða áhrif Verkalýðs- hreyfingin getur haft á yfirborganir í einstökum starfsgreinum. Ein leiðin væri sú að fara fram á að þeir hópar sem vitað er um að fá ekki slíkar yfirborganir fengju hlutfallslega meiri launahækkanir en um það hefur verið mjög erfitt að ná samstöðu innan hreyfingarinnar. Það er líkt og ríki þar eitthvert ógnarjafnvægi um hvar hver hópur á að staðsetjast í þessari goggunarröð. Þær kröfur um að koma hvers kyns yfirborgunum inn í taxta hafa verið til staðar mjög lengi en það ber að athuga að Alþýðusambandið er sjötíu þúsund manna samtök og ef við erum að tala um stærsta stéttarfélagið innan okkar vébanda sem er Verkamannasambandið þá erum við að tala um félag sem er helmingi stærra en BSRB. Þegar við erum að tala um kröfur um að fá allar tekjur upp á borðið þá erum við að tala um kröfur innan einstakra fagfélaga líkt og Verslunarmanna- félagsins, en þar hefur þetta verið mjög sterk krafa. Þetta hefur einnig verið mjög sterk krafa hjá Málm og skip og þeir hafa fengið vissa leiðréttingu hvað þetta varðar. Þær kröfur sem eru uppi á borði hjá okkur fyrir heildina eru svo kröfur sem snerta þetta á einn eða annan hátt, leiðréttingar fyrir alla heildina og láglaunabætur fyrir þá sem hafa tekjur undir áttatíu þúsund krónum á mánuði. Þessar launabætur ganga fyrst og fremst til þessara stóru kvennahópa sem sitja á lægstu laununum. Vanmatið á störfum kvenna er rótgrónara en svo að það sé hægt að bylta því á einum degi. Við getum tekið sem dæmi afgreiðslufólk en það er gríðarlegur launamunur á körlum og konum sem starfa við afgreiðslu. Þar njóta karlamir hlunninda vegna sérþekkingar sinnar ef þeir starfa til að mynda í varahluta- eða byggingavöruverslunum en konur njóta þessara hlunninda ekki þar sem þeirra sérþekkingar nýtur við lfkt og í álnavöru- verslunum. Þetta vanmat birtist með ótrúlegasta hætti og það var dálítið sláandi þegar við vorum að vinna þingtíðindi fyrir síðasta Alþýðusambandsþing. Þá þurftum við myndir af konum í ræðustól en slíkar myndir fundust ekki. Það var ekki vegna þess að konur héldu ekki ræður heldur vegna þess að ljósmyndararnir virtust frekar smella af þegar karlmaður var í pontunni en annars. Það er eins og væntingamar séu meiri til þeirra." Ef þú setur þig í spor launþega sem vinnur úti og hefur í Iaun sjötíu til áttatíu þúsund krónur og þarf af því að greiða bamagæslu og reka heimili. Sérðu fyrir þér raunhæfa útkomu úr því reiknings- dæmi? „Ég get auðveldlega sett mig í þessi spor með því að rifja upp mína eigin bemsku. Ég ólst upp hjá mömmu minni og fjórum systkinum í leigu- húsnæði og hún þurfti að vinna hörðum höndum við skúringar til að sjá heimilinu farborða. Ég fór sjálf að bera út blöð þegar ég var átta ára gömul til þess að geta keypt mér liti til að nota í skólanum og hafa einhvern vasapening. Þetta bjargaðist ein- hvern veginn fyrir horn en ég sit eftir með vitneskju um hvað það er að vera skuldugur og 98 ekki vegna þess að starfsmenn væru beinlínis óheiðarlegir, heldur vegna þess að væntanlegir kaupendur væm fólk sem einmitt vildi að svona hlutir gerðust og væru til. Hugarfar kaupenda væri það sem réði efni blaðanna. Hvert er það hugarfar? Það má líklega sjá af auglýsingum sem blöðin birta (nema þær séu uppspuni líka). Mjög mikið er af auglýsingum um töfrasteina sem gera fólk auðugt, hamingjusamt og líf þeirra árangursríkt, eins frá sjáendum sem leysa öll vandamál, heima fyrir jafnt sem í starfi, og segja hvað framtíðin ber í skauti sér, loks um allskyns tækifæri til að græða peninga og bæta heilsuna með einföldum hætti eða yngjast til muna í útliti (sem kann að útskýra mjög tíðar og heldur kunnugar auglýsingar um hárkollur kvenna). Utgefendur og auglýsendur gera því ráð fyrir ansi trúgjörnum hópi lesenda - og nú mætti halda langa ræðu um menningarleysi og menntunar- skort, en gerist þess þörf? Hver hefur sinn djöful að draga. Listafólk trúir á gildi fegurðar, fræðingar á nauðsyn þekkingar, en fjöldinn allur vill að sér sé skemmt. ■ eiga ekki aur. Það er þess vegna sem ég er í þessu starfi, mér svíður það að fólk þurfi að búa við þessi kjör. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í þessum samningaviðræðum sem standa yfir núna eru til dæmis þær að fá skatta á fjármagnstekjur og aukna skatta á hátekjufólk til þess að geta létt af þeim sem lægstar tekjumar hafa. Það em þær leiðir sem við viljum fara. Við ætlumst líka til þess að þegar þrengir að, þá gangi atvinnurekendur á undan með góðu fordæmi og skapi nauðsynlegum aðgerðum jákvæða ímynd en það em óskaplega fá dæmi þar um. Sighvatur Bjarnason í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum er einn slíkur en hann hafði frumkvæði að því að lækka sitt eigið kaup og annarra háttsettra manna í fyrirtækinu. Það er ósannfærandi og hjáróma þegar forystumenn atvinnurekenda eru að koma fram í sjónvarpi og gráta framan í launafólk um að láta af kröfum sínum, þegar maður veit að þessir sömu menn mundu ekki gefa þumlung eftir af sínum tekjum og forréttindum sem em þó allmiklar.“ ■ HÖNNUN, UMBROT Tímaritið HEIMSMYND óskar eftir hönnuði sem getur brotið um á QuarkXpress. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofutíma í síma 62 20 20 hjá Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.