Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 16

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 16
arstjórn segja ágreining innan borgar- stjómarmeirihlutans mjög áberandi og það sé af sem áður var þegar Davíð Oddsson var þar einráður. Þegar Davíð Oddsson yfirgaf borgarstjórastólinn eftir að hann varð forsætisráðherra núverandi ríkis- stjómar í júní 1991 voru uppi miklar deilur um arftaka hans. Að minnsta kosti þrír borgarfulltrúar í efstu sætum sóttust eftir embættinu, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Katrín Fjeldsted og Árni Sigfússon, en forseti borgarstjómar, Magnús L. Sveins- son, næsti maður í valdastiganum við Davíð, sýndi því ekki áhuga. Það segir sína sögu að ekki náðist samstaða um nokkurt þessara heldur var nýi borgarstjórinn sóttur út fyrir raðir borgarstjórnarhópsins. Markús Örn Antonsson skipaður borgar- stjóri kann því að gjalda þess nú í sínum flokki að hafa ekki verið lýðræðislega kjörinn til starfans. Á þessum tveimur árum sem liðin eru hefur Markúsi ekki tekist að sameina hópinn undir sinni forystu og raunar í ýmsum málum orðið að lúta í lægra haldi með ýmis áhugamál sín eins og glögglega kom í ljós við afgreiðsl- una á Aflvakanum við síðustu fjárhags- áætlun. Alls óvíst verður að telja að Markús Öm fái ótvírætt umboð í prófkjöri til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til nýrra kosninga að ári. I skoðanakönnuninni hér var spurt að því hvemig Markús Öm Antonsson hefði staðið sig sem borgarstjóri. Niðurstaðan var sú að einungis 5,5% töldu að hann hefði staðið sig illa en 58,5% að hann hefði staðið sig sæmilega og 36,1% að hann hefði staðið sig vel. Engu að síður fékk Markús Öm Antonsson flestar tilnefningar þegar fólk var spurt hvem það vildi helst fá sem næsta borgarstjóra eða 48,6%, en næsti maður á eftir, Davíð Oddsson, fékk 16,7% og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 4,9%. Af öðrum borgarfulltrúum fékk Ámi Sigfússon 4,2% en aðrir fengu miklu minna. Davíð Oddsson kom sér hjá því að hafa prófkjör fyrir síðustu kosningar og ólfklegt verður að telja að flokkurinn komist upp með það næst að efna ekki til prófkjörs né að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjóm sætti sig við að láta embættis- manninn Markús Örn leiða flokkinn án lýðræðislegs umboðs Verði prófkjör gæti Markús mögulega beðið ósigur eða fengið ófullnægjandi umboð. Verði hins vegar ekki af prófkjöri gæti flokkurinn klofnað og önnur framboð á hans vegum komið fram. Ljóst er að þrjá fulltrúa núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta dreymir enn um stólinn. Júlíus Hafstein, Katrín Fjeldsted og Árni Sigfússon eru sögð sækjast eftir embættinu en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mun ekki fara í slaginn af ýmsum ástæðum. Markús Örn Antonsson borgarstjóri neitar því að borgarstjórnarflokkurinn sé ósamstilltur. „Eg kom inn í júní 1991 og 16 Albert Guðmundsson, hið gamla enfant terrible Sjálfstœðisfiokksins, gegnir nú stöðu sendiherra Islands í París en hann lcetur afþví embœtti í október næstkomandi. Albert er nefndur til skjalanna sem mögulegur fleygur í raðir borgarstjórnarflokksins. Hann er nú í sumarfríi frá sendiherrastarfinu og verður sjötugur í haust. Albert sagði í samtali við HEIMSMYND aðfólk vœri byrjað að þrýsta á sig aðfara aftur út í pólitík. Davíð Oddsson hafði tjáð mér að það væri full sátt um skipan mína í embætti borgarstjóra. Ég leit strax á mig sem pólitískan leiðtoga þessa hóps sem formaður borgarstjómarflokks og formað- ur í borgarráði. Það kom mér því mest á óvart að það skyldi vera opinber ágrein- ingur um mig innan flokksins eins og sumir borgarfulltrúanna lýstu yfir. Og ég get svo sem sett mig í þeirra spor og skilið þau að þessu leyti. En hópurinn er afar samstilltur nú.“ Þessi fullyrðing Markúsar stangast á við það sem fulltrúar minnihlutans segja en þau halda því fram að menn eins og Júlíus Hafstein njóti þess að etja kappi við Markús Öm og reyna að setja hann niður. Markús Öm segist hins vegar ekki óttast samkeppni við næstu kosningar, hvorki af hálfu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn né annarra. „Það verður að vera prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Ég tel prófkjör sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt og er hvergi smeykur,“ segir Markús Öm í samtali við HEIMSMYND. STÓRA SPURNINGIN Hið gamla enfant terrible Sjálfstæðis- flokksins, Albert Guðmundsson, núver- andi sendiherra og pólitískur útlagi í París, er þegar nefndur til skjalanna sem mögulegur fleygur í raðir borgarstjórnar- flokksins. Án prófkjörs gætu hins vegar margir aðrir mikils metnir flokksmenn og HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.