Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 89

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 89
staðreyndir og settu þær í allt annað og hneykslanlegt samhengi. Þetta mun vera rétt og lítið sem ekkert mun vera hæft í því sem birtist í þessum blöðum. Að mati út- gefenda mun salan þó réttlæta fyrirhöfnina við að skálda og prenta ruglið. En þessar milljónir lesenda? Hvað telja þær sig vera að lesa? Ekki er endilega öruggt að lesendur trúi hverju einasta orði, en samt má ætla að þeir geti margir hverjir vel hugsað sér að allt hafi þetta gerst nokkurn veginn eins og því er lýst. Og hvers vegna ekki? Að hvaða leyti eru fréttir þessara blaða svo sem frábrugðnar fréttum sem birtast í „virtari" fjölmiðlum? Enginn eðlismunur er að minnsta kosti á tíðindum þessara blaða og annarra af hetjum samtímans í Bandaríkjunum, skemmtikröftum og leikurum. Um daginn birti virt vikurit langt mál um að leikkonan undurfagra Julia Roberts hefði ekki sést opinberlega um nokkra hríð. Nú fylgir National Examiner á eftir með frásögn um að hún sé ekki sjón að sjá og þoli ekki að hitta fólk vegna þess að hún ráði ekki við athygli fjölmiðla og hafi klúðrað ástarlífinu. Af hverju ætti það ekki að vera satt og rétt? Julia Roberts er til, alveg eins og annað frægt og fínt fólk sem sagt er frá, til að mynda Dolly Parton (sem fór í mis- heppnaða andlitslyftingu) og Jack Nicholson (sem neitar pabba sínum um að hitta sonarsoninn). Þetta er raunverulegt fólk og áberandi í fjölmiðlum fyrir. Allir þekkja til þess og vilja endilega vita meira. Skiptir einhverju máli hvað það er ef það er skemmtilegt og krassandi? Aðrar sögur þessara blaða eru urn sögulegar persónur og ættu þess vegna ekkert endilega að vera fráleitar. Þetta fólk var til. Þannig fullyrðir Weekly World News að brunnið lík Hitlers hafi fundist í Argentínu nýverið, sem þýðir að líkið sem fannst ásamt líki Evu Braun í Berlín á sínum tíma var lík einhvers annars manns. Til sönnunar gerðist það að vaxmynd af Hitler á safni í Póllandi, sem grátið hafði raunverulegum tárum undanfarin þrjú ár, hætti því um leið og líkið fannst. Svona dæmi eru þó fremur sjaldgæf og fyrir utan sögur af frægu fólki er algengast að fluttar séu fréttir af furðulegum og ofboðslegum atburðum úti í hinum stóra heimi eða frá afskekktari héruðum Bandaríkjanna. I Osló (svo það mætti kanna) komu tveir ungir menn að manni sem lá meðvitundar- laus eftir bílslys og drógu úr honum sex gulltennur. í norðausturhluta Alabama skáru geimverur nautpening á háls og svolgruðu í sig blóðið. Ólétt kúbversk kona datt í sjóinn og varð léttari með aðstoð höfrunga. Mannætur í Brasilíu fengu alnæmi eftir að þær átu franskan homma sem átti leið hjá. Barn einhvers staðar fæddist grænt. í syðsta bæ veraldar, Punta de Arenas í Chile, gerðust allskyns hlutir vegna eyðingar ósonlagsins. Kýr urðu blindar, kindur og laxar ærðust, villi- kanínur urðu gæfar og fólk fékk brunasár af því að vera hálftíma utan dyra. Þremur dögum síðar linnti ósköpunum. Þannig er augljóslega lognum sögum komið fyrir á raunverulegum stöðum. Oft eru þær settar í samhengi við hluti sem mikið er talað um á opinberum vettvangi, svo sem eyðingu ósonlagsins. Þær eru því engan veginn ótrúverðugar, bara ótrúlegar. Uppsetning er heldur ekki ósvipuð því sem tíðkast í „alvöru“ fréttaritum, svo sem Newsweek eða Time. Blaðamaður er á vettvangi (einn reyndar bæði í Kólombíu og Kína í sama tölublaði Weekly World News), talað er við sjónarvotta og leitað til nafngreindra sérfræðinga ef þess gerist þörf (og sumir þeirra eru til í raun og veru þótt ekki sé víst að þeir hafi verið spurðir). Veigameiri fréttum fylgja myndir af mönnum sem talað er við og jafnvel af vettvangi. Fréttinni frá Alabama fylgir til að mynda systur sinni og homaboltakylfu? Það hefði vel getað gerst hvar sem er í Bandaríkjun- um að minnsta kosti og „sannar“ sögur í dagblöðum eru margar mjög svipaðar ef ekki enn furðulegri. Hvers vegna ætti þá ekki að vera að marka frétt um að átta lögregluþjónar í smábæ í Kanada hafi rakað af sér allt hárið til stuðnings við þann níunda sem missti hárið vegna krabba- meinsmeðferðar? Oft er líka vísað til atburða sem eru daglega í sjónvarpsfréttum, til dæmis í grein National Examiner um fimm hættulegustu sértrúarhópa Bandaríkjanna í tilefni af umsátrinu í Waco, Texas. Þar hefur hópur vistir til margra mánaða og vopn upp á milljónir króna. Sögumar sem umsátrið gefur blaðinu tilefni til að segja eru þó einum of finnst manni, því séu þær sannar eru margir ámóta hópar vígbúnir og á kafi í samsærum um að drepa og limlesta börn og heiðvirða borgara. Eða er þetta kannski nokkuð sem gæti gerst? Sama má segja um melluna sem Weekly WorldNews segir að hafi smitað þúsundir karla með alnæmi. Það er þó kannski ekki svo fjarri lagi miðað við umræður undanfarið, þótt þetta einstaka dæmi sé áreiðanlega logið, Ólétt kúbversk kona datt í sjóinn og varð léttari með aðstoð höfrunga. Mannætur í Brasilíu fengu alnæmi eftir að þær ótu franskan homma sem ótti leið hjó. óhugnanleg mynd af liggjandi kálfi sem er skorinn á háls og hefur greinileg göt um allan skrokkinn. Ekkert blóð er sjáanlegt, enda drukku geimverurnar það allt. Eins eru sögupersónur oftast nær ákaf- lega mögulegt fólk, í þeim skilningi að það gæti allt eins búið í næsta húsi eða næsta bæ. Eini munurinn er að fjarstæðukenndir hlutir koma fyrir það. (En hver hefur ekki heyrt um slíkt hjá fólki sem hægt er að treysta eða séð eitthvað sambærilegt sjálfur?) Weekly World News segir frá stúlku í Kólombíu sem fór út með kærastanum sínum að borða í hádeginu og hann gaf henni rós sem bjargaði lífi hennar vegna þess að þegar þau gengu út lentu þau í miðjum skotbardaga tveggja óaldar- flokka. Kúla hæfði hana, en stöðvaðist í rósinni og datt máttvana á gangstéttina. Það spillti örlítið fyrir að blaðið birti mynd af rós með brunagat á meðan stúlkunni segist svo frá í viðtali að rósin hafi splundrast, en það skiptir ekki öllu máli. Og hvað um drenginn sem skipti á litlu 89 því heilu sjónvarpsþættirnir hafa farið í að ræða við fólk sem smitaðist við samræði við fólk sem vissi að það var með veiruna, jafnvel að dauða komið, en stóð á sama og sagði aldrei neitt. Sagan er því trúverðug sem möguleiki á atburði, nær því að vera sönn en skálduð. Blaðið bætir reyndar um betur og fer yfir strikið með frétt af glæ- nýjum „sjúkdómi ástarinnar“ sem fólk deyr úr á skömmum tíma en hefur aðrar smitleiðir: kossa, handabönd og fleira. Nú þegar hafa 250 látið lífið og milljónir gætu dáið. Þriðja frétt blaðsins um alnæmi varð röð 110 söfnunarkorta (sem annars eru mjög vinsæl í Bandaríkjunum, einkum af íþróttamönnum og leikurum) með mynd- um af fólki sem hefur fengið alnæmi, lífs og liðið (Rock Hudson og fleiri). Tólf korta pakki kostar dollara og útgefendur ætla röðinni að upplýsa almenning um veikina, auk þess (því ekkert er heilagt) sem þeir ætla að þau verði afar verðmæt og eftirsótt meðal safnara innan skamms. (framhald á hls. 97) HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.