Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 85

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 85
Gullöldin í Hollywood. Fred Astaire (til & vinstri) var glœsilegur en líka B afslappaöur í jakkafötum og Erol Flynn klœddist sínum fötum á Hg karlmannlegan hátt. Kvikmyndastjörnur ” Hollywood höfðu mikil áhrifá tískuna áfjórða og fimmta áratugnum. Clark Gahle (til vinstri) og Cary Grant (að ofan), jafnvel Maurice Chevalier (til hliðar), voru fyrirmyndir fjöldans. jakkaföt voru vinsæl meðal skemmtikrafta í Bandaríkjunum, síður jakki við víðar buxur og sniðin voru yfirleitt frjálsleg, eðlileg axlabreidd og mjög víðar skálmar á buxunum. Þegar fjórði áratugurinn gekk í garð blómstraði karlmannatískan sem aldrei fyrr og sá maður sem hafði mest áhrif í tískuheiminum var prinsinn af Wales sem afsalaði sér svo eftirminnilega krúnunni 1936. Játvarður þessi var ágætur kunningi Coco Chanel en hún var undir sterkum áhrifum af klæðnaði enskra aðalsmanna í hönnun sinni. A þessum árum eru tweedefnin hafin til vegs og virðingar. Hinn afslappaði stíll píputottandi aðalsmanna á enskum herrasetrum fær að njóta sín og jakkafötin eru vel sniðin en augljóslega einnig þægileg. London verður á þessum tíma tískuborg karlmannanna með klæðskerana í Saville Row í fararbroddi. Jakkafötin voru með ákveðnu sniði og sem sveipuð eftir karlmanns- líkamanum. Þessi snið fóru hvorum tveggja jafn vel, hinum grannvaxna dansara Fred Astaire sem og hinum karlmannlega kvikmyndaleikara Erol Flynn. Með þessum jakkafötum náðist hinn fullkomlega hversdagslegi glæsileiki með öllum sínum hrukkum og brotum en jafnframt skörpum útlínum. Hápunktur þessarar þróunar í karlmannafatnaðinum var sportfatnað- urinn, hið afslappaða útlit samfara glæsi- mennskunni. Á fjórða áratugnum og allt fram á stríðsárin einkenndi þessi glæsileiki og munaður karlmannatískuna og margir minnast hans enn með eftirsjá. Aftur setti heimsstyrjöld strik í reikning- inn og munaður tískunnar heyrði sögunni til. Tvíhnepptir kvöldjakkar, vesti, erma- líningar, efnismiklar síðbuxur og fellingar settu ekki lengur svip á karlmannafatnað- inn. I lok stríðsins, þegar munaður var aftur leyfilegur, var mun léttari svipur yfir jakkafötunum. Axlapúðar voru notaðir til að leggja áherslu á breiðar herðar og boðungarnir voru einnig breiðari. Þessi stíll vék fljótt fyrir íhaldssömum fatnaði kalda stríðsins og kommúnistahræðslunnar í Bandaríkjunum. Nú var karlmönnum ekki lengur leyft að berast á í klæðaburði. Fötin áttu að vera einföld og lítið áberandi. Kolgrátt varð vinsæll litur og sniðin voru bein og flest með sama móti. Með blómabyltingu og tísku hins alræmda sjöunda áratugar varð gerbreyting á afstöðunni til klæðnaðar karlmanna en þeir sem voru í gráum flannelsfötum þóttu líkjast gömlum geirfuglum. Karnabæjar- tískan hafði tekið völdin. Þetta nýtti hátískuhönnuðurinn Pierre Cardin sér til að hafa áhrif á klæðnað þeirra betur settu. Hann hannaði kragalausa jakka í anda Nehrus sem höfðu mikil áhrif í tískunni og afar þröngsniðin jakka- föt. Áttundi áratug- urinn er almennt nefndur stíllausi áratugurinn þótt ýmsir séu að rembast við að innleiða ýmis áhrif þaðan inn í tísku nútímans. Jakkaföt þessa tíma voru iðulega úr gerviefnum. Polyester var til dæmis afar vinsælt efni en á þessum tíma komu einnig fram hönnuðir sem áttu eftir að hafa afdrifarík áhrif á karlmannatískuna. Bandaríski hönnuðurinn Ralph Lauren er einn þeirra og hann leit aftur til þess tíma þegar prinsinn af Wales (Játvarður, sá sem fyrr er getið) setti sem mestan svip á tískuna. Klæðnaður breskra aðalsmanna varð fyrirmynd Ralphs Laurens, það er að segja sá klæðnaður sem breski aðallinn notar til að slappa af á sveitasetrum sínum. Lauren notaði tweedefni, smáköflótt efni,- reiðfatnað, tvíhneppta jakka með breiðari boðungum en áður og fellingar. Hann innleiddi alveg nýjan vinkil í tískuna, sambland af ensku aðalsmannsútliti og bandarískum sportfatnaði. Italinn Giorgio Armani heillaðist af þessari sömu hugmynd og endurvakti glæsimennsku millistríðsáranna með ítölsku yfirbragði. Armani kom með laussniðin jakkaföt, síðar, laussniðnar buxur og allt í einu voru þægindi og glæsimennska komin saman í einum jakkafötum og almennri afstöðu karlmanna til eigin útlits gerbreytt. Armani tekur mið af þeim breytingum sem verða í samfélaginu og hann er alltaf skrefi á undan ríkjandi sveiflum. Þegar upparnir settu svip sinn á tískuna með Hertoginn af Edinborg (með Wallis Simpson 1939) hafði meiri áhrifá tísku karlmanna en nokkur annar á þessum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.