Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 18
Um framkvæmd skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar
Könnun þessi var framkværnd á tímabilinu 1.-19. apríl og var hluti af stærri könnun sem gerð var meðal
1.500 einstaklinga á aldrinum 12-80 ára. Svarhlutfall í könnuninni í heild var um 71% og var það svipað í
Reykjavík og annars staðar. Þar sem þessar spurningar voru eingöngu lagðar fyrir Reykvíkinga á aldrinum
18-80 ára var fjöldi svarenda 362.
Spurt var hvað menn myndu kjósa í borgarstjómarkosningum nú. I öðru lagi var spurt hvem fólk vildi fá
sem næsta borgarstjóra í Reykjavík og fékk núverandi borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, langflest
atkvæði eða um 48,6% þeirra sem svara. í þriðja lagi var fólk innt álits á því hvort Markús Öm Antonsson
hefði staðið sig vel, sæmilega eða illa sem borgarstjóri. Hlutfall þeirra sem svaraði sæmilega var 58,5%. Vel
sögðu 36,1 prósent og illa sögðu 5,5%.
Rétt er að taka fram að svarendahópurinn var fremur lítill og skekkjumörk á niðurstöðum því stór.
Skekkjumörk fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þannig +/-5%. Með 95% öryggi er hægt að draga þá ályktun að
fylgi flokksins sé á bilinu 41,4% til 51,6%. Þetta þýðir að ekki er hægt að fullyrða með vissu á grundvelli
könnunarinnar að flokkurinn nái ekki meirihluta, þó meðaltalið sé undir 50% markinu. Skipting
borgarfulltrúa eftir þessum tölum er því mikilli óvissu háð, því að mjög fá atkvæði geta ráðið þeirri skiptingu
þegar svarendahópurinn er ekki stærri.
andstæðingar Davíðs blandað sér í
baráttuna og farið fram í nafni Sjálfstæðis-
flokksins á forsendum lýðræðis. Því er
ljóst að hvor leiðin sem yrði valin, prófkjör
eða ekki prófkjör, gæti leitt til sundrungar
og klofningsframboða. Markús Örn
Antonsson segist ekki óttast Albert
Guðmundsson í þessu sambandi. „Það er
engin hætta á að hann kljúfi Sjálfstæðis-
flokkinn í næstu borgarstjómarkosningum
og færi hann í framboð gerist það ekki með
sama hætti og þegar hann stofnaði
Borgaraflokkinn.“
Engu að síður er mörgum enn í fersku
minni hvernig Albert tókst á örskömmum
tíma í þingkosningunum 1987 að undirbúa
framboð og ná inn sjö þingmönnum. í
Reykjavík fékk hann um 16% fylgi.
Albert Guðmundsson er nú í sumarfríi
frá sendiherrastarfinu í París en hann lætur
af því embætti í október næstkomandi
þegar hann verður sjötugur. Hann er í fríi
þangað til hann hættir. Albert sagði í
samtali við HEIMSMYND að hann hefði
ekki ætlað sér aftur út í pólitík. „Ég er hins
vegar kominn í svolítil vandræði þar eð
fólk er byrjað að þrýsta á mig. Mér heyrist
á öllu að það sé að skapast mjög furðulegt
ástand á íslandi. Fólk virðist áhyggjufullt
og óvissa er ríkjandi um framtíðina. Ég vil
fara varlega í að tjá mig en mér heyrist á
öllu að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að
vera sem slíkur og eftir standi lítil
kosningamaskína, einhver flokkskjarni og
klíka frjálshyggjuliðs. Það er mikilvægt að
flokkurinn geti endurunnið það traust sem
hann hefur aflað sér í áratugi en til þess
þarf nýja forystu sem stjómar fyrir fólkið
en ekki gegn því og fólkið finnur velvild
frá.“
STJORNARANDSTAÐAN
Að sjálfsögðu mun miklu valda um
árangur Sjálfstæðisflokksins hvort stjóm-
arandstöðuflokkarnir geta komið fram
sterkari frambjóðendum en þeir hafa núna.
í sjónmáli er enginn af núverandi full-
trúum líklegur til að vinna traust kjósenda
sem borgarstjóri, hvorki fulltrúar gömlu
flokkanna Framsóknarflokks né Alþýðu-
bandalags, þau Sigrún Magnúsdóttir og
Sigurjón Pétursson, né fulltrúar hinna nýju
afla Nýs vettvangs og Kvennalista, þær
Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Ólafsdóttir
og Guðrún Ögmundsdóttir sem fáir þekkja
vegna útskiptareglu Kvennalistans en
Guðrún tók við af Elínu Ólafsdóttur.
I skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar fyrir HEIMSMYND fengu
Sigrún Magnúsdóttir og Sigurjón Péturs-
son mest fylgi af fulltrúum stjórnar-
andstöðu í stól borgarstjóra, 2,1%. Kristín
Ólafsdóttir fékk 1,4% og Ólína Þorvarðar-
dóttir 0,7%. Sagt er að minnihlutinn leiti
nú að leynivopni fyrir næstu kosningar.
Sigrún Magnúsdóttir sagði við HEIMS-
MYND að ýmis nöfn hefðu verið nefnd,
bæði utan og innan borgarstjómar, en öll
18
sú umræða væri á byrjunarstigi.
Fylgi við Nýjan vettvang mælist vart í
þessari skoðanakönnun og kann þetta afl
að líða fyrir þátttöku Alþýðuflokks í
ríkisstjórninni sem og að forsendur fyrir
upphaflegu framboði þess sem einhvers
afls á vinstri vængnum brustu daginn sem
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
mynduðu ríkisstjóm. Þá eru jafnframt uppi
háværar raddir innan Alþýðuflokks um
framboð á vegum flokksins en engu að
síður er tap hans verulegt í þessari
skoðanakönnun. Kvennalistinn eykur hins
vegar fylgi sitt í skoðanakönnuninni en
það fylgi virðist tengjast persónu
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fremur en
þakka megi fulltrúum listans í borgar-
stjórn, sem hafa verið tveir á þessu
kjörtímabili.
Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvís-
indastofnunar tilgreindu 2,1% einhvern
kvenmann ónafngreindan sem næsta
borgarstjóra. Þessi óþekkta kona fékk fleiri
atkvæði en flestir sem komust á blað sem
segir meira en mörg orð um það óþol sem
kjósendur finna almennt til gagnvart
kjörnum fulltrúum hvar í flokki sem þeir
standa. Þessi óþekkta kona er tákn and-
svars við flokkapólitíkina hvaða nafni sem
hún nefnist. Óþekkta konan kann því að
vera sú óþekkt stærð sem mestu gæti breytt
í úrslitum kosninga komi hún holdi klædd
fram á sjónarsviðið þannig að hún falli
kjósendum í geð. ■
HEIMS
MYND