Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 83

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 83
Byggðakjarni gyðinga í nágrenni við Ramallah á Vesturbakkanum. Stefna ísraeiskra stjórnvalda er að afmá arabísk áhrif. afmá arabísk áhrif. Fjölskyldur hermanna flytjast nú í auknum mæli með þeim á Gazasvæðið og Vesturbakkann, svo mynd- ast hafa byggðakjarnar gyðinga þar. í Nágrannakonum segir ung kona, sem ný- flutt er með manni sínum inn á hernumda svæðið Ofra, ekkert því til fyrirstöðu að búa með aröbum, ef þeir skilja hverjir ráða ríkjum í samfélaginu. Er þetta rfkjandi viðhorf Israelsmanna gagnvait Palestínumönnum? „Fjöldi samtaka og hreyfinga í Israel beitir sér fyrir friði og hjálp við Palestínu- búa. Ahangendur friðarhreyfingarinnar Schalom Achschaw eru sannfærðir um að það sé einungis tímaspursmál hvenær Palestínuríki verði stofnað á hernumdu svæðunum og æ fleiri Israelsmenn aðhyll- ast þá skoðun að stöðva verði átökin til að finna lausn mála. í viku hverri safnast hóp- ur svartklæddra ísraelskra kvenna saman við vegamót í Tel Aviv og Jerúsalem með mótmælaspjöld og andmæla hernáminu. En því miður virðist það vera algeng skoðun Israelsmanna að bjóða Palestínu- aröbum byrginn.“ Nágrannakonur hefur verið sýnd víða um Israel og einnig á herteknu svæðunum. Michal segir viðbrögð Palestínuaraba og Israela við myndinni hafa verið misjöfn. „Ég verð að játa að fólk hefur komið til mín eftir frumsýningu og lýst andúð sinni á myndinni. Margir Israelar telja hana hlið- holla Palestínubúum og hið gagnstæða. Nákvæmlega helmingur kvikmyndarinnar er tileinkaður hvoru þjóðerni fyrir sig.“ Hafa ísraelsk stjómvöld eitthvað reynt að grípa í taumana til að stöðva sýningu á myndinni? „Fimrn milljónir Israelsmanna búa við virkt lýðræði í landinu, en ekki hin eina og hálfa milljón Palestínuaraba. Israelsk stjórnvöld hafa ekkert aðhafst og undir formerkjum lýðræðisins geta þau lítið gert til að stöðva kvikmyndasýningar hvar sem er í heiminum. Hinsvegar veit ég að ísraelska sjónvarpið tæki aldrei mynd mína til sýningar.“ Þú hefur þá ekki þurft að ritskoða nein atriði til að verða ekki fyrir pólitísku aðkasti? „Nei, enda er ég ein af þeim fimm milljónum íbúa sem búa við lýðræði. En ég er alveg viss um að ég hef eignast nokkra hatursmenn. Ég vil þó taka fram að ég er síður en svo brautryðjandi í að fjalla um átök Palestínumanna og Israelsmanna í kvikmynd. Fjöldinn allur af kvikmynda- gerðarmönnum í ísrael, fræðimenn og listamenn, hafa háð harða baráttu gegn hernáminu með því að skrifa bækur, gera kvikmyndir og halda listsýningar. Bifreið Michal og aðstoðarkvenna hennar var í sífellu stöðvuð við landamæri hernumdu svæðanna svo og innan þeirra og þeim skipað að slökkva á kvikmynda- tökuvélinni. Ferðalagið einkenndist af endalausu „sikk-sakki“ fram og til baka, hvergi voru þær velkomnar. Voruð þið þá aldrei hræddar um að verða handteknar og þáVsérstaklega palestínski aðstoðarleik- stjórinn? „Við ferðuðumst á bifreið sem var merkt ísraelskri númeraplötu og áttum því jafnvel von á að verða fyrir grjótkasti á hernumdu svæðunum, en ekkert slíkt gerðist. Auðvitað urðum við að fara varlega, því við ókurn í sífellu framhjá vegartálmum þar sem haft er eftirlit. Palestínski aðstoðarleikstjórinn var á varðbergi gagnvart ísraelskum her- mönnum, því þeir gátu auðveldlega hrifsað vegabréf og önnur skilríki af henni. Hún þurfti jafnframt að fullvissa sitt eigið fólk urn að hún væri ekki að vinna að kvikmynd fyrir gyðinga. Ég og ísraelska kvik- myndatökukonan fórum varlega í sakirnar og gættum þess að Palestínuarabar mistúlkuðu ekki fyrirætlanir okkar. í landi þar sem svo mikið ofbeldi ríkir verða mannslífin ódýr.“ Það er ekki ætlun Michal Aviad að koma af stað friðarviðræðum kvenna þessara tveggja þjóða. Hún fylgist með og hlustar. Hlutverk hennar er að raða sarnan andlitum og frásögnum, þannig að við fáum raunsæja mynd og tilfinningu fyrir því sem konurnar hafa að segja. Þó að þær séu af ólíku bergi brotnar, skynjum við að þær eiga sér sameiginlega ósk og hún er sú að átökunum linni. Með þetta í huga og örlitla von í brjósti beini ég lokaspurningunni að Michal: Eygir þú framtíðarvon eða eitthvað jákvætt sem kynsystur þínar gætu komið áleiðis í þessurn hatrömmu deilum? „Ég vildi óska að ég gæti sagt að konur gætu bjargað heiminum, en því miður eru surnar konur í vitorði með karlmönnum og þá meina ég vitorðsmenn ofbeldis. Það er til leið, væri vilji fyrir hendi, þar sem hægt er að finna lausn mála á hálftíma. Hún er sú að fólk komi saman og skilji að eina lausnin fyrir báða aðila er sú að búa saman í þessu landi og deila því saman eða skipta.“ Við Michal göngum út í frosthörkur Berlínarborgar. Þegar ég er sest upp á hjólið mitt og hún komin hálfa leið inn í leigubíl hrekkur af vörurn mér: „En var ekkert erfitt að fá leyfi fyrir töku myndarinnar?“ „Ég bað engan um leyfi,“ svarar hún um hæl, skellir aftur bflhurðinni, veifar mér í gegnum rúðuna og er rokin af stað. ■ HEIMS 83 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.