Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 8
NOREGUR Ný ríkisstjórn í Noregi
ætlar að koma á frístundastyrkjum
fyrir börn á bilinu sex til átján ára
sem hægt er að nýta til þess að
niðurgreiða tómstundir barna. Að
því er kemur fram í stjórnarsátt
mála hinnar nýju stjórnar er þetta
gert að íslenskri fyrirmynd. Stjórnin
áformar að sveitarfélög geti svo
aðlagað hið nýja kerfi að sínum
þörfum.
Erna Solberg forsætisráðherra
komst á fimmtudag að samkomu
lagi við Kristilega þjóðarflokkinn
um að ganga til liðs við ríkisstjórn
ina. Þannig mynda Kristilegi þjóðar
flokkurinn, Hægriflokkur Solberg,
Framfaraflokkurinn og Venstre
nú fyrstu meirihlutastjórn norsku
borgaraflokkanna frá árinu 1985.
Til þess að fá Kristilega þjóðar
flokkinn að borðinu þurftu hinir
flokkarnir þrír hins vegar að gefa
eftir er varðar stefnu um þung
unarrof. Þannig stendur nú til að
banna konum að eyða einu eða
fleiri fóstrum, en ekki öllum, þegar
kona er ólétt af margburum. Hins
vegar vildu flokkarnir ekki gangast
við kröfu Kristilegra um að banna
þungunarrof seint á meðgöngu í
þeim tilvikum sem fóstrið hefur
greinst með Downsheilkenni eða
sambærilega erfðagalla. – þea
Norska stjórnin horfir til
Íslands í stjórnarsáttmála
Ekki er ljóst hvort Solberg horfir hér bókstaflega til Íslands. NORDICPHOTOS/AFP
útsölulok
á morgun
Allt að 72%
afsláttur
30 daga skilaréttur
Við bjóðum skilarétt á öllum gjöfum
til 24. janúar. Nánar á elko.is.
útsölulok
á morgun
Allt að 72%
afsláttur
30 daga skilarétt r
Við bjóðum skilarétt á öllum gjöfum
til 24. janúar. Nánar á elko.is.
útsölulok
á morgun
Allt að 72%
afsláttur
30 daga skilaréttur
Við bjóðum skilarétt á öllum gjöfum
til 24. janúar. Nánar á elko.is.
útsölulok
á morgun
Allt að 72%
afsláttur
30 daga skilaréttur
Við bjóðum skilarétt á öllum gjöfum
til 24. janúar. Nánar á elko.is.
icewear.is
BANDARÍKIN Tvær nefndir fulltrúa
deildar Bandaríkjaþings munu
hefja rannsókn á því hvort Donald
Trump forseti hafi skipað Michael
Cohen, þá persónulegum lögfræð
ingi sínum, að ljúga að þinginu
meðan á kosningabaráttu stóð árið
2016 um mislukkuð fasteignavið
skipti í Moskvu. BuzzFeed News
greindi fyrst frá hinu meinta broti
og hafði eftir tveimur heimildar
mönnum innan úr löggæslukerf
inu. Á þessum tíma sagði Trump
sjálfur að hann hefði engin við
skiptatengsl við Rússland.
Jerrold Nadler, Demókrati og
formaður dómsmálanefndar,
sagði að það væri alríkisglæpur að
skipa undirmanni sínum að ljúga
að þinginu. „Dómsmálanefndin á
að komast til botns í þessu máli og
það munum við gera,“ tísti Nadler.
Adam Schiff, Demókrati og for
maður upplýsingamálanefndar,
sagði að nefndin myndi gera það
sem nauðsynlegt er til þess að kom
ast að hinu sanna í málinu. Bætti
því við að ásökunin væri sú alvar
legasta á hendur Trump til þessa.
Eins og Schiff tók fram hefur
Trump verið sakaður um ýmis
legt í forsetatíð sinni þótt hann
hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt.
Þannig hefur Trump verið sagður
nýta embætti sitt til þess að hagn
ast persónulega og reyna að hindra
framgang réttvísinnar svo eitthvað
sé nefnt.
Fleiri Demókratar brugðust við
umfjölluninni af hörku. Joaquin
Castro, fulltrúadeildarþingmaður
og bróðir Julians Castro, sem hefur
tilkynnt um forsetaframboð, sagði
að ef satt reyndist þyrfti Trump
annaðhvort að segja af sér eða sæta
ákæru til embættismissis. David
Þingið mun rannsaka
meint afbrot forsetans
BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu.
Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi
réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka.
Ennþá lokað
Enn eru þær stofnanir alríkisins
sem ekki teljast bráðnauðsyn-
legar lokaðar. Deila Repúblikana
og Demókrata um fjármögnun
landamæraveggjar virðast engan
enda ætla að taka. Lokunin er nú
á 28. degi og er sú lengsta í sögu
Bandaríkjanna.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúa-
deildarinnar, og Trump hafa átt í
hörðum deilum vegna málsins.
Fyrr í vikunni lagði Pelosi til að
Trump myndi fresta stefnuræðu
sinni þar sem ekki væri hægt að
tryggja öryggi þingsins vegna
lokunarinnar. Í gær ákvað Trump
svo að fresta fyrirhugaðri ferð
Pelosi til Brussel og Afganistan
með því að meina henni að nota
eina af flugvélum hersins.
Bandaríkjaforseti er enn á ný sagður hafa brotið af sér. NORDICPHOTOS/AFP
Cicilline, Demókrati í dómsmála
nefndinni, sagði að ef Trump hefði
skipað Cohen í raun og veru að
ljúga að þinginu væri það „hindrun
á framgangi réttvísinnar. Punktur.“
Einkar áhugaverð í þessu sam
hengi eru ummæli Williams Barr,
sem Trump hefur tilnefnt í stól
dómsmálaráðherra, er féllu þegar
hann var yfirheyrður í öldunga
deildinni á þriðjudag. Barr sagði
að hver sá sem skipar vitni að ljúga
teljist hindra rannsókn.
Michael Cohen var sakfelldur
fyrir að hafa séð um þagnar
greiðslur til kvenna sem sögðu
Trump hafa sængað hjá sér. Hann
var dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Lanny Davis, lögmaður Cohens,
sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um
fréttina.
Sjálfur tjáði Trump sig um málið
á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess
að losna fyrr úr fangelsi.
thorgnyr@frettabladid.is
1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð