Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 12

Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 12
Álagning vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2019 liggur nú fyrir. Viðskiptavinir geta skoðað álagningarseðla á Mínum síðum á veitur.is. Til að komast inn á Mínar síður getur þú notað rafræn skilríki, Íslykil eða fengið sent lykilorð í rafræn skjöl í heimabankanum þínum. Í samræmi við stefnu okkar um pappírslaus viðskipti fá einungis viðskipta- vinir 70 ára og eldri heimsenda álagningar- og greiðsluseðla. Aðrir fara sjálfkrafa í netgreiðslur hafi þeir ekki óskað eftir pappír. Hægt er að breyta greiðslumáta á veitur.is eða í þjónustuveri okkar í síma 516 6000. Álagning vatns- og fráveitugjalda 2019 Veitur sjá um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á sam­ félagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undir­ ritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafn­ vel hálfa öld aftur í tímann. n Þessar sögur eiga það meðal ann­ ars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjan­ legur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti. Það bíður síns tíma að leiðrétta það, m.a. af eftirfarandi ástæðum: n Meginástæðan er sú, að söguberar eru ýmist í nánum fjölskyldu­ tengslum við okkur Bryndísi eða nánir vinir elstu dóttur okkar. Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum. Við stefnum dóttur okkar ekki fyrir dóm – lái okkur hver sem vill. n En hver er þá okkar ábyrgð á fjöl­ skyldubölinu, sem mér er svo tíð­ rætt um? Ætlum við að skella allri skuld af ógæfu fjölskyldunnar á aðra? Er þetta virkilega allt öðrum að kenna? Því fer fjarri. Sjálfur ber ég þunga sök af því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu Bryndísar. Bréfaskipti mín við Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar, þegar hún var 17 ára, voru hvort tveggja með öllu óviðeigandi og ámælisverð. Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar. n Seinni tíma ásakanir um áreitni við Guðrúnu á barnsaldri eru hins vegar tilhæfulausar með öllu. Það mál var rannsakað í tvígang af lögreglu og saksóknara, m.a. með yfirheyrslum og vitnaleiðslum, og vísað frá í bæði skiptin, enda varð vitnum við komið. Öll gögn, sem máli skipta, liggja fyrir og eru öllum aðgengileg, m.a. á heima­ síðu minni (www.jbh.is). n Hvers vegna er elstu dóttur okkar svo mjög í nöp við foreldra sína, eins og raun ber vitni? Hversu margar eru þær fjölskyldur í okkar litla samfélagi, sem eiga um sárt að binda vegna geðrænna vandamála einhvers í fjölskyldunni? Hversu algengt er það ekki, að reiði og hatur, sem af hlýst, beinist fyrst og fremst að nánustu aðstandendum? Þetta er kjarni málsins. Eftir að hafa oftar en einu sinni orðið við ákalli geðlækna um nauðungar­ vistun elstu dóttur okkar á geð­ Án dóms og laga deild, snerist vinarþel og ástúð dóttur til föður að lokum í hatur, sem engu eirir, eins og frásagnir hennar bera vott um. Nauðungar­ vistun er síðasta neyðarúrræði geðlæknis. Á þessum tíma þurfti að lögum heimild náins aðstand­ anda til að beita þessu neyðar­ úrræði. Dóttir okkar treysti mér einum til þess og lét bóka það. Þeir sem halda því fram, að ein­ hver svokallaður „valdamaður“ geti sigað lögreglu á varnarlausa einstaklinga að geðþótta, vita ekki hvað þeir eru að tala um. Sem betur fer hefur þessari kvöð nú verið létt af aðstandendum. n Allar tilraunir til sátta, einnig með milligöngu sálusorgara og sérfræðinga, hafa engan árangur borið. Þetta er nógu sár lífsreynsla fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bætist við, að fjölmiðlar vilji velta sér upp úr ógæfu ann­ arra með því að lepja upp ein­ hliða og óstaðfestan óhróður, að óathuguðu máli. Það er satt að segja hreinn níðingsskapur að færa sér í nyt fjölskylduharmleik eins og þann, sem við höfum mátt búa við í áratugi, til þess að ræna fólk mannorðinu, í skjóli þess að vörnum verði vart við komið. Það verður hvorki réttlætt með sann­ leiksást né réttlætiskennd. Það er ekki rannsóknarblaðamennska. Það er sorp­blaðamennska. n Hvað er þá til ráða til að hnekkja ósönnum og ærumeiðandi aðdróttunum í fjölmiðlum? Varðar það ekki við lög að bera ósannar sakir á aðra? Hingað til hefur það talist vera svo. Og til þess eru dómstólar í réttarríki að leiða sannleikann í ljós – útkljá málin. En eins og áður sagði, munum við Bryndís hvorki lög­ sækja veika dóttur okkar né þær frændsystur Bryndísar, sem hlut eiga að máli. Fremur kjósum við að láta þetta yfir okkur ganga; og bera harm okkar í hljóði að sinni. n Ég vil líka taka það fram, að ómerkilegan pólitískan skæting, hvort heldur hann er framreiddur af formanni Sambands sjálf­ stæðiskvenna eða af fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, virðum við ekki svars. Það hefur ekki þótt vera neinum til vegs­ auka með okkar þjóð hingað til að sparka í liggjandi fólk. Og að því er varðar mína pólitísku arfleifð uni ég því vel að vera að lokum dæmdur af verkum mínum. n Fyrst í stað fannst mér, að ég gæti með engu móti setið þegjandi undir öllum þessum ásökunum, ásamt persónuníðinu, sem flæðir yfir alla bakka á svokölluðum samfélagsmiðlum. Við nánari íhugun er niðurstaðan samt sú, að í þessu eitraða andrúmslofti, þar sem ósannar fullyrðingar og níð hafa fengið að grassera athuga­ semdalaust dögum saman, sé það til lítils annars en að skemmta skrattanum. Ekki vegna þess að þögn sé sama og samþykki; heldur vegna hins, að málflutningur sem byggir á staðreyndum, mun engin áhrif hafa á óvildarmenn mína. Við treystum því hins vegar, að það fólk, sem þekkir okkur Bryn­ dísi persónulega af eigin reynslu, sjái í gegnum moldviðrið. n Að öllu þessu virtu, er það niður­ staða okkar Bryndísar, að sálar­ heill okkar umsetnu fjölskyldu eigi að hafa forgang, umfram rétt­ arhöld í kastljósi fjölmiðla, að svo stöddu. Heildstæð greinargerð, þar sem öllum framkomnum sakargiftum verði gerð verðug skil, verður því að bíða betri tíma. Því er ekki að neita, að mál af þessu tagi vekja upp ýmsar áleitnar spurningar, sem eru ekki á sviði einkamála, heldur varða almanna­ heill. Getum við ekki lengur treyst því, að hver maður teljist saklaus, uns hann hefur verið sekur fund­ inn fyrir dómi? Skal hann samt teljast sekur samkvæmt dómstóli fjölmiðla, þótt sýknaður hafi verið af réttum yfirvöldum að rannsókn lokinni? Þetta er sjálfur tilvistar­ vandi okkar brothætta réttarríkis. Á því berum við öll ábyrgð. Jón Baldvin Hannibalsson segir tilraunir til sátta innan fjölskyldu sinnar engan árangur hafa borið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skal hann samt teljast sekur sam- kvæmt dómstóli fjölmiðla, þótt sýknaður hafi verið af réttum yfirvöldum að rannsókn lokinni? Þetta er sjálfur tilvistarvandi okkar brothætta réttarríkis. 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.