Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 16

Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga? Save 50-70% on Dental Treatment in Hungary Your Specialist in Dental Tourism Special winter oers!* *for more informations, don’t hesitate to contact us: 0036 70 942 9573 info@fedaszdental.hu Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vin-konan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldar- innar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móð- irin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum. Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngu- samningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálf- hverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn upp- gangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segj- ast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks víg- reifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman. Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþæg- indin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegil- mynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu. Þriggja metra skítaskán Vandræðagangur bresku ríkisstjórnar-innar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðn- ings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bæri- legri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljós- lega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugg- lega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðar- atkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnút- inn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli stað- reynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga. Lýst eftir leiðtoga 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.