Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 24
Marie Kondo og aðferðir hennar við tiltekt njóta vinsælda. Hún segir að tiltekt og snyrtimennska geti leitt til aukinnar sjálfsþekkingar og meiri færni í að leysa dagleg verkefni. NORDICPHOTOS/GETTY +PLÚS Stundum fara hreingerningar og tiltekt út í öfgar,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir forstjóri Kvíðamið- stöðvarinnar. „Svo eru auðvitað þeir sem eru með hreingerningaráráttu þar sem óhóflega mikil orka fer í að halda öllu fínu og þá þarf að spyrja sig hvort það sé fyrirhafnarinnar virði að hafa allt svona fínt. Ef fólki líður vel með þetta er það í lagi en sumir eru endalaust með tuskuna á lofti af ótta við álit annarra eða af ótta við sýkla eða svo allt líti vel út á yfirborðinu. Ef það er ótti við til dæmis álit annarra (eða sýkla) sem stýrir þrifunum er hjálplegt að taka áhættu, bjóða fólki heim og hafa svolítið drasl og sjá hvað gerist. Eða koma við það sem manni finnst óhreint án þess að þvo sér og sjá hvort nokkuð gerist,“ segir Sóley. „Hæfileg óreiða finnst mér heil- brigð og til marks um að fólk hugi að einhverju öðru en enda- lausum þrifum. Gott er að spyrja sig hvers maður vilji minnast í ell- inni, að það hafi alltaf verið rosa- lega hreint og fínt hjá manni eða hvort það væri kannski skemmti- legra að minnast góðra bóka sem lesnar voru, skemmtilegs fólks sem maður umgekkst eða áhuga- verðra ferðalaga og svo framvegis. Til dæmis finnst mér alltaf skemmti- legast að koma á heimili þar sem bækur eru, ekki síst ef þær eru auð- vitað lesnar og ekki bara til skrauts!“ En að fólk fái meiri skilning á sjálfu sér og lífinu við að þrífa eins og margir spekingar halda fram segir Sóley ólíklegt. „Mér þykir ólíklegt að fólk öðlist meiri skilning á sér við þrif og mæli þá frekar með ýmsu öðru svo sem bókalestri, ferðalögum og kynnum við alls konar fólk svo dæmi séu nefnd. Auðvitað eru regluleg þrif eitt af því sem reynir á sjálfsagann og gott að ala börn upp við að ganga vel um og taka tillit til ann- arra að því leyti. Gott er samt að temja sér og læra að maður geti gert eitthvað þótt maður hafi ekki gaman af því en það hefur svolítið borið á því á samfélagsmiðlum að fólki megi helst ekki leiðast nú til dags og sumir eru svo agalausir að þeir geta helst ekki gert eitt- hvað ef þeim finnst það erfitt og leiðinlegt,“ segir Sóley og segir hægt að æfa sjálfs agann með því að þrífa óháð því hvernig manni líður. „Ekki þýðir að bíða eftir því að maður sé í stuði til að gera vissa hluti, eins og að fara í ræktina, því þá færi maður líklegast sjaldan! Takast þarf á við hlutina og svo verður maður eftir á ánægður með að hafa gert þá. Þetta er eins og með sjálfstraustið, ekki þýðir að bíða þar til maður treystir sér í hlutina, það gefur sjálfstraust að takast á við eitthvað erfitt og komast að því að maður ræður við það!“ segir Sóley að lokum. Ekki bíða eftir því að vera í stuði Hæfileg óreiða er heilbrigð, segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðamiðstöðvarinnar. Hún segir ólíklegt að fólk öðlist meiri skilning á sér við þrif og mælir frekar með ýmsu öðru. Svo sem bókalestri, ferðalögum og kynnum við alls konar fólk. Sumir eru endalaust með tuskuna á lofti af ótta við álit annarra eða af ótta við sýkla,“ segir Sóley og mælir með að taka áhættu og bjóða fólki heim í draslið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.