Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 31
KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Bíómyndin Tryggð fjallar um sambúð þriggja kvenna og menn- ingarárekstra þeirra á milli. Enid Mbabazi og Claire Harpa Kristins- dóttir leika mæðgur frá Úganda og eru sjálfar þaðan. Enid Mbabazi og Claire Harpa Kristinsdóttir hlýja sér á kaffihúsi í miðborginni á köldum og dimmum vetrardegi. Enid er komin þrjátíu og átta vikur á leið en átti samt ekki í neinum vandræðum með að ganga á glerhálum götum borgarinnar. Hún kann  ekki illa við kulda og rok. „Ég er eins og innfædd, kann rétta göngulagið,“ segir hún og bros- ir breitt. Enid hefur búið á Íslandi í áratug. Hún fluttist hingað til lands frá Úganda í nóvember árið 2007. Claire Harpa á íslenskan föður en móðir hennar er frá Úganda. Hún  segist líka vera spennt fyrir vetrinum og segir vanta almenni- legan snjó. „Það mætti vera meiri snjór,“ segir hún og fær sér sopa af heitu kakói með rjóma. „Ég hafði aldrei séð snjó áður þegar ég kom hingað fyrst. Bara í sjónvarpinu,“ segir Enid.  „Mér finnst veturinn fallegur, ég er hrifin af honum,“ segir hún.   Enid og Claire Harpa fara með stór hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd sem verður frumsýnd 1.  febrúar. Tryggð fjallar um sam- búð þriggja kvenna og menningar- árekstra á milli þeirra. Enid leikur einstæða móður, Abebu, sem leitar að betra lífi og Claire Harpa leikur dóttur hennar, Lunu. Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlut- verk í myndinni sem  byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Tryggðarpanti, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta árið 2006. Leikstjóri myndarinnar er Ásthildur Kjartansdóttir og er Tryggð fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd. Vann baki brotnu Enid kom til Íslands í leit að betra lífi. Hún skildi tveggja ára dóttur sína eftir hjá móður sinni og systk- inum í Úganda. Hún hafði misst eig- inmann sinn í bílslysi og fann enga atvinnu í heimalandinu þrátt fyrir góða menntun í viðskiptafræði. Komnar með leiklistarbakteríu Hvorki Enid né Claire myndi vilja annað hlutskipti en að búa á Íslandi. Hér sé lífið gott og íslenski veturinn sé bæði skemmtilegur og fagur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Pabbi Patience var dáinn, ég fann enga vinnu og gat ekki haft í okkur og á. Lífið var ekki gott í Úganda og ég ákvað að ég skyldi finna betra líf fyrir mig og hana. Hér bjó ættingi okkar og bauð mér að koma til sín sem ég þáði,“ segir Enid. Enid vann baki brotnu frá því hún kom til landsins. Hún bar út Morgun blaðið. Vaknaði klukkan fimm á morgnana til að bera út blöð. Hún vann í verslunum og þreif heimili og skrifstofur. Hún var jafnan í tveimur til þremur störfum. „Ég tók öllu sem bauðst því hugur- inn og hjartað var hjá Patience. Svo kom efnahagshrunið. Það tók mig smá stund að skilja hvað var að ger- ast. Ég var alltaf að senda peninga heim til Úganda og tók eftir því að krónan keypti sífellt færri úganska skildinga. En við erum svo sem öllu vön því að í Úganda má segja að sé hrun á hverjum degi,“ segir Enid. Þrifin vanþakklátt starf „Ég, eins og margir innflytjendur, tók öll þau störf sem mér buðust eins lengi og það var löglegt. Ég bý á Seltjarnarnesi og lærði á veðrið þegar ég bar út blöðin. Í hálku, roki og myrkri. Á Nesinu er alltaf rok,“ segir hún og skellir upp úr. „En það er bara frábært. Ég var hæstánægð með starfið. Ég fór svo að þrífa heim- ili fólks. Ég hugsaði ekki mikið um það að ég væri ekki að nýta mennt- un mína. Tilgangur minn var að vinna og fá borgað og senda peninga til Patience,“ leggur Enid áherslu á. Hún segir konur af erlendum uppruna sem flytja hingað til lands í erfiðri stöðu. Fyrir þrifin fékk hún greiddar um 2.000 krónur á tímann. „Ég þreif fyrir fólk sem bjó í stórum húsum. Ég var ef til vill þrjá klukku- tíma að þrífa stórt hús. Seinna þreif ég skrifstofur hjá stóru fyrirtæki og fékk svipað greitt. Ég þurfti þá líka að ferðast á milli staða með strætó. Að þrífa er erfitt starf og innflytj- endur sem sinna því verða stundum fyrir því að það er litið niður á þá,“ segir Enid sem segist þó ekki hafa orðið fyrir kynþáttafordómum vegna húðlitar síns og uppruna. „Ég er þannig gerð að ég er á verði fyrir því og myndi svara fullum hálsi. Langflestir Íslendingar eru einfald- lega frábært fólk,“ segir Enid. Leikkonudraumar Enid fékk Patience til Íslands árið 2010. Hún á einnig tveggja ára dóttur, Ísabellu, með núverandi eiginmanni sínum, Róberti Árna Halldórssyni. Þau eiga von á syni innan skamms. „Mér finnst gott að ala upp börnin mín hér. Ég held að Ísland sé einn besti staður fyrir börn að alast upp á,“ segir hún og strýkur yfir bumb- una. Claire, hvað finnst þér? „Mér finnst það bara fínt. Ég hef komið tvisvar til Úganda en ég man ekki eftir því. Fólki er alveg sama hvaðan ég er. Það er ekki forvitið um það. Ég er eiginlega aldrei spurð, segir hún. Claire er spennt fyrir því að sjá afraksturinn og segist eiga sér draum um að verða leikkona í framtíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í kvikmynd, mig langar til þess að verða leikkona og leika í fleiri kvikmyndum. En mig langar líka að verða söngkona og dansari. Ég er að æfa söng og leiklist í Borgarleik- húsinu og bráðum fer ég aftur að æfa dans,“ segir hún og hefur augljóslega nóg fyrir stafni. „Þetta eru áhuga- málin mín, mig langar til að starfa við þau í framtíðinni.“ Enid segist alltaf hafa haft áhuga á leiklist. „Ég tók þátt í uppfærslu á leikritum í skóla í Úganda en gafst aldrei tækifæri  til að leika  í kvik- mynd. „Ég sá auglýsingu á Facebook þar sem var verið að leita að konum af erlendum uppruna til að leika í kvikmynd. Ég hugsaði með mér að ég hefði engu að tapa. Kannski ætti ég möguleika. Þegar ég mætti í prufuna þá voru þar ótal konur. Það sóttu um fimmtíu konur um hlutverkið. Mér féllust hendur. Þau ættu ekki eftir að velja mig, konu með enga reynslu. En svo fékk ég símtal,“ segir Enid og segist hafa orðið himinlifandi þegar hún frétti að hún hefði orðið fyrir valinu. „Það er margt líkt með mér og aðalsöguhetjunni sem er líka frá Úganda og í sporum einstæðrar móður sem þarf að bjarga sér. Nema að hún er ekki með dvalarleyfi og því í enn verri stöðu en ég var í á sínum tíma. Eins og ég vill Abebe betra líf fyrir sig og dóttur sína.“ Myndi ekki vilja skipta Á Íslandi eru  rúmlega fjörutíu manns aðfluttir frá Úganda. „Við þekkjumst mörg og hittumst reglu- lega, til dæmis þegar einhver á afmæli eða heldur innflutningsboð. Ég hef líka á þeim árum sem ég hef búið hér kynnst mörgum konum af erlendum uppruna, staða margra þeirra er slæm og ótrygg. Eins og fjallað er um í Tryggð,“ segir Enid. „Innflytjendur eiga oft erfitt upp- dráttar og eiga sérstaklega erfitt með að fá gott starf í samræmi við menntun. Fólk þarf að byrja á botn- inum. Það þarf í raun að byggja líf sitt frá grunni.  Það sem þú gerðir í ættlandinu verður oft einskis virði. Þú verður líka að geta talað góða íslensku. Ef þú getur það ekki þá getur þú farið í skóla en þar er allt líka á íslensku. Tækifærin til að læra eru takmörkuð. Þetta er ekki auðvelt en ég er samt svo hamingjusöm með mitt hlutskipti og myndi ekki vilja breyta neinu. Ég starfa sem skólaliði í Álftamýrarskóla og vinn þar með góðu fólki. Framtíðin er björt. Ég horfi reglulega til baka og hugsa um aðstæðurnar sem ég kem úr. Þótt það sé kalt þá myndi ég ekki vilja skipta. Að vera í sólskini og eiga ekki mat, hafa engin tækifæri til atvinnu, að hafa ekki aðgang að heilbrigðis- kerfi.  Hér á ég val. Og nú hef ég leikið í kvikmynd! Þvílíkt ævintýri. Ég er svo þakklát fyrir tækifærið,“ segir hún. Myndin var tekin upp í árslok 2017 svo Enid og Claire eru báðar spenntar að horfa á hana. „Við stefnum á að horfa á hana í lok janúar,“ segir Enid og Claire segist einnig hlakka mikið til. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is INNFLYTJENDUR EIGA OFT ERFITT UPPDRÁTTAR OG EIGA SÉRSTAKLEGA ERFITT MEÐ AÐ FÁ GOTT STARF Í SAMRÆMI VIÐ MENNTUN. FÓLK ÞARF AÐ BYRJA Á BOTNINUM. ÞAÐ ÞARF Í RAUN AÐ BYGGJA LÍF SITT FRÁ GRUNNI. ÞAÐ SEM ÞÚ GERÐIR Í ÆTTLANDINU VERÐUR OFT EINSKIS VIRÐI. 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.