Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 35

Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 35
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Þótt flestir tengi kajakróður við sumartímann hér á landi er alls ekki síðra að róa kajak yfir vetrartímann. Það þarf bara að huga að öðrum búnaði og öryggis- þáttum, hegða sér skynsamlega eins og alltaf og bera virðingu fyrir náttúruöflunum, segir Eymundur Ingimundarson, sem byrjaði að stunda íþróttina aftur nær fimm- tugur að aldri. „Það er fátt yndis- legra en að líða hljóðlaust eftir spegilsléttum sjónum með hvít fjöllin á aðra höndina og horfa á himin og haf renna saman í eitt á hina, sjá forvitna seli stinga upp kollinum annað slagið og stöku kollu stinga sér í djúpið og hverfa um stund. Þannig getur sviðs- myndin verið bara við það að róa út í Lundey hér við Reykjavík á köldum og stilltum vetrardegi.“ Hann segir sjóinn við Ísland vera eiginlega alltaf kaldan svo allt árið sé róið í þurrgöllum og til dæmis þunnum ullarnærfötum. „Yfir vetrartímann þykknar millilagið og góður flísfatnaður hentar þá vel. Búnaðurinn er meira og minna sá sami og að sumarlagi, þó bætast til dæmis við rauð blikkandi ljós, eitt á bátinn og annað á björgunar- vestið, áralúffur og góð húfa. Einn liður í undirbúningi fyrir róður er að kíkja á veðurspána, flóða- töfluna og jafnvel ölduspá, en þessi þáttur verður mikilvægari að vetri til eins og gefur að skilja, alveg á sama hátt og veðurspáin fyrir þann sem stundar fjallgöngur að vetri til. Í þessu sporti, eins og sennilega flestum, hafa árstíðirnar hver sinn sjarma og erfitt að gera þar upp á milli, en kajakróður að vetri til er síður en svo minna heillandi en á öðrum árstímum.“ Veturinn hefur sinn sjarma Það er fátt betra en að líða hljóðlaust eftir spegilsléttum sjónum á kajak með hvít fjöllin á aðra hönd og horfa á himin og haf renna saman í eitt á hina. Kajakróður á líka vel við íslenska veturinn. Fyrsta reynsla Eymundar af kajak var þegar faðir hans fleytti honum á báru- járnskajak um eins árs aldurinn. Hér er Eymundur róandi norðan við Geldinganes á góðum vetrardegi. Í öldugangi úti í Wales (Angelsey) í frægri röst sem kallast Penrhyn Mawr. „Í þessu sporti, eins og sennilega flestum, hafa árstíðirnar hver sinn sjarma og erfitt að gera þar upp á milli, en kajakróður að vetri til er síður en svo minna heillandi en á öðrum árstímum,“ segir Eymundur Ingimundarson, sem hellti sér út í kajaksportið tæplega fimmtugur að aldri. MYND/STEFÁN Ræðst af veðri og vindum Eymundur er búsettur á höfuð- borgarsvæðinu og yfir veturinn róa hann og félagar hans mest á höfuðborgarsvæðinu í nágrenni Reykjavíkur, helst á Sundunum en það svæði er að hans sögn mjög fjölbreytt, bæði hvað varðar sjólag og leiðir. „Við hringum gjarnan eyjarnar, Þerney, Lundey, Viðey og Akurey og svo er alltaf spennandi að róa fyrir Gróttu og Álftanesið, þar er alltaf eitthvað að gerast í sjónum, en það ræðst af veðri og vindum hvaða leið er valin hverju sinni.“ Ekki er mikið um skipulagðar kajakferðir yfir vetrartímann en klúbbfélagar Eymundar taka sig stundum saman og fara í dags- ferðir, til dæmis inn í Hvalfjörð eða með fram Vatnsleysuströndinni. „Fyrstu skipulögðu ferðir ársins eru gjarnan í lok mars eða byrjun apríl og þá er rykið dustað af tjöldunum og róið út í einhverja af eyjunum hér á Sundunum við Reykjavík og gist þar eina nótt.“ Byrjaði á Seyðisfirði Eymundur ólst upp á Seyðis- firði þar sem hann og vinir hans smíðuðu sér kajaka úr bárujárns- plötum. „Árarnar voru gjarnan útbúnar úr kústskafti og á það negldir einhvers konar spaðar úr krossviði. Á þessum fleytum reri maður mest á Lóninu, þar sem Fjarðará rennur í gegnum bæinn, og einu sinni man ég eftir að hafa róið út á miðjan fjörð og minnstu munaði að illa færi. Þessi reynsla átti örugglega sinn þátt í því að alltaf blundaði í manni löngun til að stunda þetta sport en það var ekki fyrr en um 35 árum seinna, næstum fimmtugur, sem ég lét verða af því. Konan mín, Erna Jónsdóttir, fór einnig að stunda þetta fljótlega á eftir mér og er orðin ansi glúrin. Við höfum til dæmis farið saman í kajakúti legur, róið milli fjarða á Austfjörðum og víðar.“ Ef einhverja langar að prófa kajak yfir vetrartímann er hægt að mæta í félagsróðra á laugar- dagsmorgnum kl. 9.30 við aðstöðu Kayakklúbbsins við Geldinganes í Reykjavík. „Klúbburinn lánar báta, árar og nauðsynleg hlífðar- föt, en alltaf er best að klæðast ull innst, svo flís eða öðru álíka utan yfir og grípa með sér góða húfu og kannski gamla íþróttaskó sem mega fara í sjóinn. Strangri öryggisstefnu er fylgt og reyndir ræðarar sjá um róðrarstjórn en þessir félagsróðrar eru sniðnir fyrir byrjendur.“ Ylströndin Nauthólsvík Sími: 411 5000 • www.itr.is Mánudagar – Föstudagar 11-14 og 17-20 Laugardagar 11-16 Lengri afgreiðslutími á ylströnd Verið velkomin í Nauthólsvík 4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT OG FERÐIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.