Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 61
Markaðs- og
viðburðastjóri
Þróttar.
Knattspyrnufélagið Þróttur leitar eftir markaðs- og viðburða-
stjóra til starfa fyrir félagið í fullu starfi. Í því felst m.a. stjórnun
viðburða, verkstjórn í markaðs- og kynningarmálum, umsjón
með fjáröflun, samskipti við styrktarfyrirtæki og störf fyrir deildir
félagsins auk annarra verkefna samkvæmt samningi.
Viðkomandi þarf að hafa menntun sem nýtist í starfi, haldgóða
reynslu af sölu og markaðsmálum, ódrepandi trú á viðfangs-
efninu og mikinn áhuga á íþróttum og öllu sem þeim tengist.
Markaðs- og sölumál eru vaxandi hluti af starfsemi íþrótta-
félaga og mikilvægt að þeim sé sinnt á skapandi hátt þar sem
hagsmunir starfsmannsins og félagsins fara saman við tekju-
öflun. Því leitum við að hugmyndaríkri manneskju sem býr yfir
frumkvæði og getur starfað sjálfstætt en á um leið auðvelt með
að vinna í hópi.
Knattspyrnufélagið Þróttur, sem fagnar á þessu ári 70 ára
afmæli sínu, er staðsett á besta stað í Reykjavík, í miðju
Laugardalsins. Í félaginu er alltaf líf og fjör og tækifærin
mýmörg. Fjölgað hefur verulega í félaginu síðustu misserin
og framundan eru miklar breytingar og uppbygging á
félagssvæðinu m.a. vegna þéttingar byggðar í nágrenni
Laugardalsins.
Umsóknum skal skilað fyrir 30. janúar til Ótthars Edvardssonar
framkvæmdastjóra Þróttar á netfangið, otthar@trottur.is.
Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.
22 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R