Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 62
Deildarstjóri umhverfismála
Reykjanesbær óskar eftir að ráða öflugan stjórnanda sem deildarstjóra umhverfismála til starfa á
Umhverfissviði sveitarfélagsins.
Starfssvið deildarstjóra umhverfismála
• Hefur umsjón með gatnakerfi sveitarfélagsins
• Hefur umsjón með samgöngum í Reykjanesbæ
• Hefur umsjón með fráveitu Reykjanesbæjar
• Kemur að hönnun og skipulagi framkvæmda
í sveitarfélaginu
• Eftirlit með verklegum framkvæmdum
• Skráningar í gagnagrunn
• Vinna áætlunargerð og eftirfylgni áætlana
• Aðkoma að skipulagsmálum
• Almenn störf á Umhverfissviði
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólagráða í verk- eða tæknifræði á
byggingarsviði eða nám í byggingarfræði
• Víðtæk og góð reynsla af verkframkvæmdum
• Reynsla af eftirliti með verkframkvæmdum
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
• Góð þekking og færni í Word og Excel
• Þekking á tækniforritum svo sem AutoCad og
Microstation æskileg
• Kunnátta í skjalavistunarkerfum æskileg
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og
skipulagsfærni
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Um er að ræða fullt starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir
einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2019. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs,
gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is
Ertu snillingur í tækni og og hefur gaman
af því að fikta þig áfram?
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laus til umsóknar er staða verkefnastjóra Tilraunaverkstæðis Borgarbókasafnsins.
Markmið Tilraunaverkstæðisins er að styðja við tæknilæsi, ásamt því að efla skapandi hugsun notenda. Verkefnastjóri
vinnur náið með öðrum starfsmönnum safnsins en heyrir undir Þjónustu- og þróunardeild.
Samkvæmt markmiðum þjónustustefnu Borgarbókasafnsins er lögð áhersla á að starfsemi þess sé vettvangur skapandi
hugsunar þar sem tækni 21. aldarinnar er í fyrirrúmi. Tilraunaverkstæðið var sett á stofn til að bjóða upp á fjölbreyttar
smiðjur og aðgengir að tækjum með það að markmiði að styðja við m.a. stafrænt læsi og tæknifærni til framtíðar. Þannig
stuðlar starfsemi bókasafnsins að því að virkja sköpunarkraft notenda og efla sjálfþroska í gegnum tækni og leik.
Borgarbókasafnið veitir íbúum borgarinnar heildstæða þjónustu og er opið öllum með það að markmiði að jafna aðgengi
að menningu og þekkingu. Borgarbókasafnið er einnig vettvangur barna, ungmenna og fullorðinna til að uppgötva og
rannsaka heiminn og þróa þannig hæfileika sína og tækifæri.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri þróunar- og þjónustu. Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi
stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar.
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is, sími: 6982466.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Stýra daglegu starfi og hafa yfirumsjón með
Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins og búnaði sem
því tilheyrir.
• Leiða tækniteymi Borgarbókasafnsins og miðla þekkingu
innan safnsins.
• Koma á samstarfi við skóla og frístundaheimili auk
fagaðila vegna viðburða- og smiðjuhalds.
• Leiða þróun og nýsköpun í fræðslu og miðlun
fræðsluefnis fyrir Tilraunaverkstæðið og skipuleggur
fræðslu fyrir alla aldurshópa.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldspróf á
háskólastigi er kostur
• Haldbær reynsla af verkefnastjórnun og/eða kennslu.
• Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi
og sjálfstæði í starfi.
• Mikill áhugi og/eða þekking á tækni og grunnforritun
ásamt almennt góðri tölvufærni.
• Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna
mörgum viðfangsefnum.
• Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
• Skapandi og lausnamiðuð hugsun.
• Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu
og riti.
Grunnskólakennarar og þroskaþjálfi
Við Grunnskóla Grindavíkur eru lausar til umsóknar
stöður umsjónarkennara á miðstig, íþróttakennara og
þroskaþjálfa. Um er að ræða 50-100% störf.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar.
Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með 515 nemendur
í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir
Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi
í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og
allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar
á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn.
• Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla
sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með
skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra
leiða í skólastarfi.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar-
félaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240
Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í
síma 420-1200
Náðu meiri árangri
í samningaviðræðum
Námskeið í samningatækni
hagvangur.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 23 L AU G A R DAG U R 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9