Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 63
Skólastjóri Stapaskóla
Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Stapaskóla sem er nýr skóli í sveitarfélaginu. Leitað er að
metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi,
framsækna skólasýn og er tilbúinn að byggja upp öflugt skólasamfélag í nýju hverfi í samvinnu við íbúa og
starfsfólk skólans.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2019.
Starfssvið
• Veita skólanum faglega forystu
• Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma
laga og reglugerða í samræmi við aðalnámskrá
grunnskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri
starfsemi skólans
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.
ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila
skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
• Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis-
og menntunarfræða
• Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á
sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Þekking og færni í áætlanagerð og
fjármálastjórnun
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og
samstarfshæfileikar
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2-16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ.
Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust
munu nemendur í 1.-5. bekk stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum
grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við
nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.
Sjá nánar í kynningu á vef Reykjanesbæjar: Þjónusta: Grunnskólar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar: Stjórnsýsla: Laus störf.
Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is
Arkís arkitektar
Sölu- og markaðsstjóri fyrir nýja deild GKS
GKS leitar að sölu- og markaðsstjóra fyrir nýja deild fyrirtækisins.
Um er að ræða nýtt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Byggja upp og leiða starfsemi nýrrar deildar (markaðsaðgerðir og
sala) innan fyrirtækisins
• Bera ábyrgð á markaðsaðgerðum í innleiðingunni og í framtíðinni
• Sala til viðskiptavina
• Tengsl við birgja
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Yfirgripsmikil reynsla í markaðs- og sölumálum og metnaður til að
ná afburðaárangir í sölu
• Þekking á stafrænni markaðssetningu (viðhald heimasíðu og
samskiptamiðlar)
• Menntun sem hentar starfinu
• Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Gott auga fyrir hönnun er mikill kostur
Tekið er á móti umsóknum í starfið í gegnum tölvupóstinn gks@gks.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið.
Frekari upplýsingar gefur Þórdís Wathne í síma 897-1983.
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019
GKS er rótgróið
innréttingafyrirtæki
sem sérhæfir sig í
sérsmíðuðum
innréttingar úr
trésmiðju sinni og
sölu á innfluttum
innréttingum frá
Þýskalandi.
STÖRF HJÁ
GARÐABÆ
Garðaskóli
• Uppeldismenntaður aðili í nýja
námsversdeild
Hofsstaðaskóli
• Leiðbeinandi á tómstundaheimili
Sjálandsskóli
• Leiðbeinandi á tómstundaheimili
Leikskólinn Bæjarból
• Deildarstjóri
Leikskólinn Hæðarból
• Leikskólakennari eða annar
uppeldismenntaður starfsmaður
Leikskólinn Krakkakot
• Starfsmaður í eldhús – afleysing
Leikskólinn Lundaból
• Leikskólakennari eða reyndur
starfsmaður
Þjónustumiðstöð
• Vélamaður
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns,
eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef
Garðabæjar https://starf.gardabaer.is.
GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS
RÉTTINDASTOFA
FORLAGSINS
óskar eftir drífandi starfskrafti
Ert þú hugmyndaríkur og skipulagður
einstaklingur sem hefur áhuga og
þekkingu á íslenskum bókmenntum?
Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni
með reynslu af markaðs- og kynningarmál-
um, haldgóða tölvukunnáttu, frábæra
samskiptafærni og gott vald á ensku.
Menntun sem nýtist í starfi og önnur
tungumálakunnátta er kostur.
Um er að ræða krefjandi en afar fjölbreytt
og skemmtilegt starf á frábærum vinnustað.
Starfið er fólgið í kynningu á íslenskum
útgáfuverkum Forlagsins á erlendum
markaði.
Vinsamlegast sendið umsóknina
á atvinna@forlagid.is fyrir 1. febrúar
nk. Farið verður með allar
umsóknir sem
trúnaðarmál.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
24 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R