Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 64
kopavogur.is
Við leitum að öflugum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra
Roðasalir eru heimili og dagþjálfun fyrir aldraða Kópavogsbúa með heilabilun. Þar búa tíu
einstaklingar, eitt hvíldarrými er á heimilinu og tuttugu sækja þar dagþjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur
· BS gráða í hjúkrunarfræði.
· Reynsla af öldrunarhjúkrun og/eða framhaldsmenntun í hjúkrun er æskileg.
· Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum kostur.
· Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
· Tölvulæsi, metnaður í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
Helstu verkefni
· Sinnir og ber ábyrgð á hjúkrunarstörfum fyrir íbúa sambýlis og dagþjálfun.
· Starfar með forstöðumanni að rekstri Roðasala.
· Annast starfsmannahald í umboði forstöðumanns.
· Er staðgengill forstöðumanns þegar við á.
· Skipuleggur starfsemi og þjónustu dagdeildar.
· Annast samskipti við aðstandendur og aðra fagaðila.
· Tekur þátt í stefnumótun og þróun þjónustu við aldraða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100%
og unnið er á dagvinnutíma.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Fanney Gunnarsdóttir (fanneyg@kopavogur.is), forstöðumaður
Roðasala s. 441 9621.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags hjúkrunarfræðinga.
Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2019.
Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að skila sakavottorði.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Deildarstjóri
Roðasala
VILTU BÚA Í ÖFLUGU SVEITARFÉLAGI Í
NÁGRENNI VIÐ NÁTTÚRUPERLUR?
FORSTÖÐUMAÐUR ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
Forstöðumaður óskast til starfa á í nýrri þjónustumiðstöð
Langanesbyggðar á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum,
hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og
spennandi verkefni.
Hlutverk forstöðumanns þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar:
− Stýrir og ber ábyrgð á starfi þjónustumiðstöðvar og mannahaldi
− Hefur yfirumsjón með verklegum framkvæmdum í sveitarfélaginu
− Undirbýr fjárhagsáætlanir og þriggja ára áætlanir stofnunarinnar
− Gerir tillögu að verkefnum, forgangsröðun og gerir kostnaðaráætlanir
− Er yfirmaður húseigna sveitarfélagsins
− Hefur umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins
− Önnur störf svo sem verkstjórn á vinnusvæðum og útivinna
Menntunar- og hæfniskröfur:
− Menntun á sviði mannvirkjagerðar æskileg
− Góð þekking á undirbúningi verkefna og eftirfylgni
− Skipulagsfærni og færni í mannlegum samskiptum
− Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
− Góð þekking á forritum svo sem EXCEL, WORD og Navision
− Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta
Nánari upplýsingar veitir:
Elías Pétursson, sveitarstjóri
S: 468 1220 og 892 0989 - elias@langanesbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2019, æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Umsókn um starfið skal senda í netfangið
langanesbyggd@langanesbyggd.is og skal henni fylgja ítarleg
starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið.
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitar-
félag með spennandi framtíðarmöguleika. Í
Langanesbyggð eru tveir byggðarkjarna;
Þórshöfn og Bakkafjörður.
Á Þórshöfn búa um 400 manns í
fjölskylduvænu umhverfi en í sveitarfélaginu
öllu eru tæplega 500 íbúar. Gott íbúðar-
húsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta.
Á staðnum er góður grunnskóli, leikskóli og
glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug. Í
þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf, s.s.
leikfélag, kirkjukór, öflugt ungmennafélag,
björgunarsveit, kvenfélag o.m.fl. Samgöngur
eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til
Reykjavíkur um Akureyri.
Í sveitarfélaginu eru margar helstu náttúru-
perlur landsins og ótal spennandi útivistar-
möguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og
tækifæri til stang- og skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af
báðum kynjum, með margs konar menntun
og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun
Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur
hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn
www.langanesbyggd.is
Job.is
Þú finnur
draumastarfið á
Job.is
GLÆNÝ OG
FERSK STÖRF
Í HVERRI VIKU
Kennsla
Þú finnur draumastarfið á
Iðnaðarmenn
Þú finnur draumastarfið á
Heilbrigðisþjónusta
Veitingastaðir
ATVINNUAUGLÝSINGAR 25 L AU G A R DAG U R 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9