Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 85
Ég er með mjög gott minni og finnst til dæmis mokfyndið hvað allt var kreisí og þótti bara eðlilegt þegar ég var barn. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Það ætti ekki að koma á óvart að hin 56 ára gamla Anna Þóra Björnsdóttir skuli hafa byrjað á uppistandi á rúmlega miðjum aldri enda hefur kvikind- isskapur og illkvittnislegur húmor fylgt henni frá fæðingu. Anna Þóra er einn fimm meðlima uppistands- hópsins Bara góðar sem kemur fram í fyrsta sinn opinberlega á morgun, sunnudag, í Þjóðleikhús- kjallaranum í Reykjavík. Hópinn skipa fimm konur á ólíkum aldri, sú yngsta er 25 ára en sú elsta 83 ára. Upphafið að uppistandinu má rekja til námskeiðs hjá Þorsteini Guðmundssyni, leikara og grínista, sem hún sótti árið 2014. „Ég er mikið kvikindi og finnst gaman að stríða fólki en það hefur fylgt mér allt líf. Foreldrar mínir áttu þetta líka til þannig að stríðni og kvikindisskapur er svo sannarlega í fjölskyldunni. Þrátt fyrir það hef ég aldrei átt þann draum að verða uppistandari. Hugmyndin að nám- skeiði Þorsteins kviknaði bara í góðra vina hópi á Jómfrúnni og þá var ekki um annað að ræða en að hella sér á fullu í þetta.“ Námskeiðið var það fyrsta sem Anna Þóra klárar á ævinni. „Það kom ekki vinum og vandamönn- um á óvart að ég skyldi sækja þetta námskeið. Ég kom hins vegar sjálfri mér meira á óvart og þá aðallega út af aldri mínum, mér fannst ég full gömul til að láta svona. Þótt ég taki oft völdin í partíum og veislum kom það mér á óvart að ég skyldi hafa hugrekki til að fara á svið og segja brandara. Á sviðinu er maður svo berskjaldaður og getur ekkert annað en staðið með sjálfum sér.“ Sækir í fortíðina Anna Þóra sækir hugmyndir sínar fyrst og fremst í eigið líf auk þess fólks sem hefur verið samferða henni gegnum lífið undanfarna áratugi. „Fortíðin á hug minn allan um þessar mundir og ég er mest að vinna með sögur og minningar um sjálfa mig og fólk í kringum mig. Ég er með mjög gott minni og finnst til dæmis mokfyndið hvað allt var kreisí og þótti bara eðlilegt þegar ég var barn. Þar má til dæmis nefna námsefni í barna- skóla sem var allt öðruvísi þá en í dag. Áherslurnar voru talsvert öðruvísi, þá mátti alls ekki kenna okkur neitt um kynlíf og blæðingar og helst átti að sleppa þeim síðum, en móðuharðindin fengu afar gott pláss. Þegar ég leggst á koddann á kvöldin fer hugurinn oft á flug og ég fæ ýmsar hugmyndir sem ég krota niður í bók sem ég hef alltaf á náttborðinu. Síðan skoða ég þessa punkta daginn eftir. Sumt er ekki fyndið en annað lifir og verður að einhverju skemmtilegu.“ Sparkar í stóla Grínið gefur henni svakalega mikið. „Uppistandinu fylgir heilmikill kvíði sem ég þarf að sigrast á. Það er æðislegt að finna adrenalínið fljóta um æðarnar eftir sýningu, algjörlega tjúlluð tilfinning. Hins vegar getur tíminn fyrir sýningu verið erfiður og ég er yfirleitt mjög skapvond í tvo daga fyrir sýningu. Þá blóta ég fram og til baka, sparka í stóla og tauta með sjálfri mér hvaða andskotans vitleysu ég sé nú búin að koma mér út í. En ég hef sjálf glímt við alvar- legan kvíða og meðal annars lagst inn á spítala út af honum. Fyrir mér er þetta ákveðin tækni, að koma sér inn í kvíðann og sigrast svo á honum.“ Hún er afar sátt við grín- og uppistandslandslagið á Íslandi í dag og segir þjóðina eiga flotta uppistandara. „Við Íslendingar erum mjög góð í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef ég ætti að nefna leikara og grínista sem eru í mestu uppáhaldi verð ég fyrst að nefna Ladda, hann er nú alltaf fyndnastur. Einnig er Eggert Þorleifsson algjört æði. Af uppistöndurum finnst mér þó Ari Eldjárn vera mörgum ljósárum á undan öllum öðrum hér á landi, hann er hrikalega góður.“ Kvikmyndin sígilda Stella í orlofi á alltaf vísan stað í hjarta hennar og segist hún alltaf hlæja jafn mikið að henni. „Ég er með fortíðarþráhyggju og sæki mikið í gamalt efni og grín. Mér finnst Frasier, Staupasteinn og Seinfeld ógeðslega fyndnir þættir og Goldie Hawn og Dudley Moore í kvik- myndinni Foul Play frá 1978 fá mig enn til að pissa í mig.“ Þarf að láta vaða Það þarf átak til að brjótast úr viðj- um vanans á rúmlega miðjum aldri eins og Anna Þóra hefur gert. Hún hvetur sem flesta til að gera það og reyna að láta draumana rætast eða takast á við nýjar áskoranir í lífinu. „Þetta er bara spurning um að brjóta ísinn sem er utan á okkur flestum. Við eigum það til að vera eins og klaki sem frýs og höldum um leið að við þurfum að vera svoleiðis alla ævi. Það sem þarf er að þýða klakann, láta bara vaða og gera það sem við viljum gera í lífinu. Það gerist nefnilega ekkert ef okkur mistekst eða klúðrum aðeins hlutunum. Þótt ég klúðri uppistandi þá heldur jörðin áfram að snúast og heimur verður eins. Því segi ég, maður verður að láta reyna á draumana.“ Góðar stundir Henni finnst frábært að vera hluti af svo öflugum hópi. „Það er ein- manalegt uppi á sviðinu og ekki auðvelt að koma niður af því eftir sýningu, afar hátt uppi, og þurfa svo að keyra ein heim og skríða upp í rúm. Núna sitjum við saman eftir sýninguna og tölum saman en þar er ekkert heilagt. Þar hvetjum við hver aðra áfram og komum með gagnlegar ábendingar um hvað sé gott og hvað mætti vinna betur.“ Hún segir þær vera ákveðnar í því að meika það, ekkert annað sé í boði. „Við ætlum að taka þennan markað með trompi. Planið er að fara með sýninguna út á land á næstunni og vonandi gengur það bara vel. Markmiðið er að sigra Ísland en ekki heiminn. Það er enda erfitt að þýða uppistand á annað tungumál, við leyfum bara Ara Eldjárn að sjá um það.“ Markmiðið er að sigra Ísland Kvikindisskapur og illkvittnislegur húmor hefur fylgt Önnu Þóru Björnsdóttur frá fæðingu. Hún er einn meðlima uppistandshópsins Bara góðar sem treður upp í fyrsta sinn á morgun, sunnudag. Anna Þóra ásamt öðrum meðlimum hópsins Bara góðar. Þær koma fram í fyrsta sinn á morgun, sunnudag, í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík. „Þótt ég taki oft völdin í partíum og veislum kom það mér á óvart að ég skyldi hafa hugrekki til að fara á svið og segja brandara,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, uppistandari og meðlimur hópsins Bara góðar. MYND/SIGTRYGGUR ARI BÆJARLIND 14 - 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS 2 0 - 5 0 % a f s l át t u r a f ú t s ö l u v ö r u m 1 0 % a f s l át t u r a f n ýj u m v ö r u mJ A N Ú A R Ú T S A L A ALLIR PÚÐAR 20 - 40% AFSLÁTTUR Shady lampi kr. 23.400 Nú kr. 14.040 -40% Candy pulla kr. 23.600 Chester sófi kr. 194.900 Nú kr. 16.520 Nú kr. 155.920 -30% -20% -30% Tray hliðarborð kr. 23.900 Nú kr. 16.730 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.