Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 89
Snjóbretti. Vinsælasta vetraríþróttin. Snjó-
brettaiðkun er holl hreyfing og útivera fyrir
alla fjölskylduna. Snjóbrettaiðkun er einnig sú
vetraríþrótt þar sem Íslendingar hafa náð hvað
bestum árangri en þrír Íslendingar eru nú at-
vinnumenn í íþróttinni.
Íshokkí. Margir þekkja ísknattleik en hann
er þó líklega mest leikinn í Kanada. Búningar
íshokkíleikmanna eru nokkuð vígalegir og
bólstraðir vel enda bæði pökkurinn og leik-
menn harðir í horn að taka og leikmenn eru
einnig með tannverjur til að koma í veg fyrir að
tennurnar á þeim brotni í hamaganginum.
Stórsvig er keppnisíþrótt á Ólympíuleikum en
það er líka hægt að fara í Bláfjöllin og ímynda
sér hvernig snjórinn bráðnar undan hraðanum.
Listhlaup á skautum. Þar sameinast íþrótt og
dans á einstaklega fallegan hátt í bæði einstakl-
ings- og paraíþróttum. Listhlaup á skautum er
uppáhald margra sem njóta vetraríþrótta helst
úr sófanum heima.
Skíðastökk. Það er örugglega óviðjafnanlegt að
stökkva á skíðum, jafnvel fara í hringi í loftinu
og lenda svo aftur á brautinni og skíða í var.
Heimsmetið í langstökki á skíðum er 253,5
metrar sem er ágætisvegalengd. Það er dá-
leiðandi að horfa á skíðastökkvara í ham.
Bobsleðarennsli. Tveggja til fjögurra manna
lið reyna að komast niður snúna og þrönga
ísganga í þungum sleða eins hratt og unnt er.
Skautahlaup. Þessi íþrótt felur í sér að skauta
stutta vegalengd, eða 111 metra, eins hratt og
hægt er. Þetta er ein æsilegasta vetraríþróttin
fyrir áhorfendur, sennilega vegna þess að
keppendur lenda stöðugt í árekstrum og fljúga
jafnvel út af brautunum þegar mest gengur á.
Langhlaup á skautum. Hlaupið fer fram á 400
metra brautum sem gerir allt keppnisum-
hverfið vænlegra en fyrir þá sem skauta styttri
spretti. Þar sem tækni skiptir að minnsta kosti
jafnmiklu máli og hraðinn verður skauta-
hlaupið oft þokkafyllra á að líta en hjá þeim á
stutta sprettinum.
Hörðustu naglar í heimi
Vetraríþróttir eru ekki bara viðfangsefni Ólympíuleika á fjögurra ára fresti heldur stunda margar
milljónir manna vetraríþróttir og geta ekki beðið eftir því að það fenni í fjöll eða frjósi á. Það eru
aðeins þau sterkustu sem ráða við kuldann og því er vetraríþróttafólk með hörðustu nöglum í
heimi. Hér má sjá nokkrar vinsælar vetraríþróttir, bæði keppnisíþróttir og til ánægjuauka.
HLEÐSLA
EXTRA
FACEBOOK.COM/HLEDSLA
ENN MEIRA PRÓTEIN
6 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT OG FERÐIR