Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 103

Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 103
Spilið „Þetta er nú skrýtin mynd,“ sagði Konráð. „Ekki hélt ég að svín gætu synt.“ Lísaloppa virti fyrir sér myndina íbyggin. „En kannski er þetta ekki mynd af svíni,“ sagði hún loks. „Ekki mynd af svíni?“ Konráð var forviða. „Auðvitað er þetta mynd af svíni, sérðu það ekki.“ „Þetta gæti verið felumynd,“ sagði Lísaloppa. „Kannski á maður að geta séð út úr myndinni eitthvað annað dýr sem getur synt.“ Konráð rýndi í myndina. „Já, þú meinar það,“ hann grandskoðaði myndina. Getur þú séð út úr myndinni eitthvað annað dýr en svín? Konráð á ferð og flugi og félagar 336 Hvaða dýr skyldi það nú vera? ? ? ? Lausn á gátunni Ef þú snýrð myndinni á hvolf, getur þú séð Hákarl?   Þorbjörg Hafliðadóttir er sjö ára gömul og verður bráðum átta. Hún hefur alltaf nóg að gera við að leika sér og auðvitað læra. Hvaða tímar finnst þér skemmti- legastir í skólanum, Þorbjörg? Myndlist – mér finnst svo gaman að teikna, mála og föndra.  Líka morgunsöngurinn. Áttu þér uppáhaldslag? Já, það er lagið Maístjarnan – mér finnst svo gaman að syngja það. En hvernig  leikur þú þér helst? Mér finnst mest gaman að teikna og föndra, syngja og fara í hárgreiðslu- leik með vinkonum mínum. Ertu að læra á eitthvert hljóðfæri? Já, ég er að læra á víólu. Hvernig hljóðfæri er það? Það er lágfiðla sem er svolítið stærri en venjuleg fiðla og hljómar dýpra. Hver er besta bókin sem þú hefur lesið eða heyrt lesna? Bókin Sigur- fljóð hjálpar öllum eftir Sigrúnu Eld- járn er í uppáhaldi hjá mér af því að Sigurfljóð er svo dugleg að hjálpa öllum og mér finnst það frábært. En hvaða dýr í heiminum er í mestu uppáhaldi hjá þér? Hvolpar af því þeir eru svo krúttlegir – og líka kettlingar og kanínur. Hefur þú ferðast eitthvað um Ísland? Já, ég hef ferðast um mest- allt landið fyrir utan Vestfirðina. Ég fer samt oftast norður til Akureyrar bæði til að fara á skíði og þar að auki á ég marga ættingja þar. Hvað er það skrítnasta eða sniðug- asta eða merkilegasta sem hefur komið fyrir þig? Ég hef sofnað á ýmsum skrýtnum stöðum, til dæmis standandi í ísbúð, sitjandi á klósett- inu og í hnipri ofan á eldhússtól. Hvað langar þig mest að verða þegar þú verður stór? Mig langar allra mest að verða söngkona. Hef sofnað á ýmsum skrýtunum stöðum Þorbjörgu Hafliðadóttur finnst gaman að fara í hárgreiðsluleik með vinkonum sínum. ÉG HEF SOFNAÐ Á ÝMSUM SKRÝTNUM STÖÐUM, TIL DÆMIS STAND- ANDI Í ÍSBÚÐ, SITJANDI Á KLÓSETTINU OG Í HNIPRI OFAN Á ELDHÚSSTÓL. Bókin Sigurfljóð hjálpar öllum er í mestu uppáhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Byrjið á að taka tvistana úr spilabunkanum og setjið þá í einn bunka, upp í loft. Hjartatvisturinn er efstur, síðan spaðatvisturinn, þá tígultvisturinn og að lokum laufatvisturinn. Eftir hvern leik er skipt og efsta spilið lendir neðst og þannig koll af kolli. Sú sort sem er efst hverju sinni segir til um hvert trompið er í hverjum leik. Hjartað er sem sagt tromp eftir fyrstu gjöf. Munið að spilið byggist á því að taka sem flesta slagi.   Einn spilarinn tekur afganginn af spilunum og gefur réttsælis þrjú spil í einu í fjóra bunka. Fyrsti bunkinn er nefndur Manni. Spilararnir taka hver sinn bunkann. Þegar búið er að gefa og áður en byrjað er að spila má sá sem er í forhönd (vinstra megin við þann sem gaf ) skipta út sínum spilum fyrir Mannann. Ef hann nýtir ekki þann möguleika flyst rétturinn yfir á þann næsta og ef hann vill heldur ekki Mannann má gjafarinn taka hann. Það má ekki kíkja á Mannann áður en hann er tekinn.  Sá sem er í forhönd setur fyrstur út og síðan leggja hinir spilararnir í slaginn. Hæsta spilið í sortinni sem er í borði vinnur slaginn en eigi spilari ekki sortina sem er úti má hann trompa og taka þá slaginn, eða setja út hvaða spil sem er. Hæsta tromp vinnur slag- inn. Ekki má  trompa nema spilari sé litþrota (renus). Spilararnir fá eitt stig fyrir hvern slag eftir að fjórum slögum hefur verið náð. Spilararnir skiptast á um að gefa og Manninn getur haldið áfram þar til einn spil- ari eða fleiri ná tíu stigum. Sá sem fær flest stig er að sjálfsögðu sigurvegari.  Manni – þriggja manna spil 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.