Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 107

Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 107
SAMSTARFSVERKEFNI Í BORGARLEIKHÚSINU Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL). Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykja- víkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur „tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu.“ Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2019/2020. Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem því er skilmerkilega lýst, greint frá aðstandendum þess, framkvæm- daaðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum. Jafnframt ætti vönduð fjárhagsáætlun að fylgja með. Umsóknir berist leikhússtjóra Borgarleikhússins, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 1. febrúar 2019. Einnig er hægt að senda umsóknir með tölvupósti, merktum „Samstarf“ á borgarleikhus@borgarleikhus.is Sýning Rósu Gísladóttur, Medium of Matter, verður opnuð í BERG Contemp­orary við Klapparstíg í dag, laugardaginn 19. janúar. Þar sýnir Rósa nýja skúlptúra. „Ég nota hefðbundin efni: við, gifs og gler. Venjulega eru skúlptúrar mínir mjög massífir, en núna sýni ég mjög opna skúlptúra,“ segir listakonan. Áhrif frá Tatlin Verk á sýningunni eru undir áhrifum frá frægum turni rússneska lista­ mannsins Vladímírs Tatlin, sem hann byrjaði að vinna að árið 1919. Turn­ inn var þó aldrei reistur, en módel af honum eru til á nokkrum stöðum í heiminum. „Þessi turn átti að vera hærri en Eiffel­turninn, byggður úr járni og stáli. Formið var kranalaga og spírall í kring og glervistarverur áttu að vera inni í turninum. Þetta var gríðarlega áhugaverður turn,“ segir Rósa. „Ég gerði fyrstu tilraun mína af turni vegna samkeppni sem ég tók þátt í árið 2011. Á tímabili var fyrir utan gluggann hjá mér í Kópa­ voginum röð af byggingarkrönum sem stóðu hreyfingarlausir eins og Efnið er mér hugleikið og formið sömuleiðis „Mér finnst svo gaman að handleika efni og vil geta þreifað á öllu sem ég bý til,“ segir Rósa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þessir skúlptúrar eru eiginlega ekki form, heldur negatíf mót af formum.“ á vinnustofunni komu þær fram og vildu verða að veruleika. Þess vegna kom nafnið eins og ósjálfrátt upp í huga minn: „What should never be,“ sem er raunar tilvitnun í lag með Led Zeppelin,“ segir Rósa. Höfum verið hömlulaus Rósa lauk námi frá Myndlista­ og handíðaskóla Íslands árið 1981, útskrifaðist frá Listaakademíunni í München árið 1986 og er með meist­ aragráðu í myndlist frá Manchester Metropolitan University og gráðu í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Rósa hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og hefur sýnt víða erlendis; meðal annars hélt hún stóra einkasýningu í Mercati di Traiano í miðborg Rómar sumarið 2012. Hún hefur á ferli sínum nær eingöngu unnið með skúlptúra. „Mér finnst svo gaman að hand­ leika efni og vil geta þreifað á öllu sem ég bý til. Mér er ekki sama með hvaða efni ég vinn. Efnið er mér hug­ leikið og formið sömuleiðis,“ segir hún. „Á tímum Tatlins voru menn að færa sig frá hefðbundnum efnum yfir í stál, gler og járn sem var svo áberandi á 20. öldinni. Nú er það að breytast, við erum orðin meðvitaðri um umhverfismálin og gerum okkur grein fyrir að við höfum verið að eyða svo miklu af umhverfinu. Við erum búin að vera hömlulaus. Nú erum við byrjuð að íhuga hvernig við getum undið ofan af þessu og erum farin að nota efni sem eru forgengileg og nær náttúrunni.“ VIÐ ERUM ORÐIN MEÐVITAÐRI UM UMHVERFISMÁLIN OG GERUM OKKUR GREIN FYRIR AÐ VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ EYÐA SVO MIKLU AF UMHVERFINU. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Rósa Gísladóttir sýnir skúlptúra í BERG Contemp­ orary. Segir leik og hreyfingu vera í verkunum. skúlptúrar, eftir að framkvæmdum hafði verið hætt eftir hrun. Á þess­ ari sýningu er turn og ég vef spýtum í kringum hann og annar turn er við hliðina, eiginlega fallinn, og liggur þarna á gólfinu. Það er leikur í þessum skúlptúrum og hreyfing.“ Á meðal annarra verka á sýning­ unni eru veggmyndir úr hvítu gifsi. „Þessir skúlptúrar eru eiginlega ekki form, heldur negatíf mót af formum. Þetta hefðu getað verið einhvers konar nytjahlutir úr tæknigeiranum eða lágmyndir frá Pompeii, hluti af stærra mynstri, samhverfir hlutir en samt tvívíðir. Upphaflegar teikn­ ingar af þessum formum gerði ég fyrir allmörgum árum en eftir tiltekt Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í sautjánda sinn í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Gerðubergi á morgun, sunnudag, klukkan 14. Þar eru myndlýsingar í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 og sýningin birtir glöggt þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barna­ bókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján mynd­ höfundar þátt. Einn þeirra er Bergrún Íris Sævarsdóttir sem oft hefur sýnt áður, enda er hún mikil­ virk og myndskreytir bækur fyrir marga en í þetta sinn  kveðst hún einungis vera með myndir úr eigin bókum á sýningunni. „Þær eru úr nýjustu bókunum mínum, Nætur­ dýrin og Langelstur í leynifélaginu sem er framhald af bók sem kom út í fyrra og hét Langelstur í bekknum,“ útskýrir hún. Bergrún Íris er ekki búin að sjá hvernig  myndirnar taka sig út á veggnum í Gerðubergi. „En ég hef oft tekið þátt áður og hef alltaf verið himinlifandi með uppsetn­ inguna. Svo er líka svo skemmtilegt að sýningin fer hringinn í kringum landið.“ Það passar. Í Gerðu­ bergi stendur hún til 31. mars en fer þá á flakk og fyrsti viðkomustaður verður Amtsbókasafnið á Akureyri. ­ gun Alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna  Myndhöfundar: Anna Lísa Björnsdóttir, Arnór Kárason,  Bergrún Íris Sævars- dóttir,  Elsa Nielsen,  Freydís Krist- jánsdóttir, Hafsteinn Hafsteins- son, Heiða Rafnsdóttir, Heiða Björk Norðfjörð, Ingi Jensson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Linda Ólafs- dóttir, Martine Jaspers-Versluijs, Rán Flygenring, Ryoko Tamura, Sigmundur B. Þorgeirsson, Sigrún Eldjárn, Svafa Björg Einarsdóttir og Þórarinn Már Baldursson. Bergrún Íris er með myndir úr tveimur nýjustu bókum sínum á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.