Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 3
Veður
Austan 10-18 m/s snemma dags,
hvassast syðst og víða rigning,
en hægari og þurrt norðan til á
landinu. Styttir upp suðvestan-
lands síðdegis, og lægir víða annað
kvöld. SJÁ SÍÐU 16
Lyklaskipti í Seðlabankanum
Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra í gærmorgun af Má Guðmundssyni, sem hefur gegnt því síðan 2009. Formleg lyklaskipti fóru
fram rétt upp úr níu í gærmorgun. Ásgeir var skipaður til fimm ára af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í júlí en hann var þá dósent við
Háskóla Íslands og jafnframt forseti Hagfræðideildar. Alls voru umsækjendur sextán talsins en þrír drógu umsókn sína til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu
byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
UMHVERFISMÁL Nýr þjóðgarður
á hálendi Íslands mun ekki festa í
sessi örfoka land og hægt verður að
græða upp land innan þjóðgarðsins.
Þetta segir Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, og telur mikilvægt að
endurheimta gróðurþekju sem eitt
af verkefnum Íslands í baráttu gegn
hlýnun jarðar.
Hann segir það mikilvægt að
hálendisþjóðgarður stöðvi ekki
uppgræðslu og endurheimt gróð-
urs á hálendinu. „Eitt af tækifær-
unum við Miðhálendisþjóðgarð er
einmitt að auka möguleikana á að
endurheimta gróður og jarðveg.
Slíka endurheimt má til dæmis sjá
í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Mið-
hálendisþjóðgarður er síður en svo
ávísun á örfoka land eða ávísun á
það að uppgræðslu innan hans yrði
hætt eða komið í veg fyrir að ráðist
yrði í þannig verkefni. Æskilegt er
að endurheimt landgæða geti átt sér
stað á svæðinu, meðal annars sem
liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir
Guðmundur Ingi.
Fréttablaðið sagði frá því á for-
síðu sinni síðastliðinn mánudag að
Landgræðslan og Skógræktin væru
uggandi yfir því að mögulegur þjóð-
garður gæti komið í veg fyrir upp-
græðslu á hálendinu. Stofnanirnar
hafa báðar sent inn umsögn vegna
málsins og bent á þennan vankant.
Það ber þó ekki að túlka sem svo að
þær séu á móti stofnun þjóðgarðs.
Aðeins að hægt verði að endur-
heimta þann gróður sem tapast
hefur vegna sauðfjárbeitar þar síð-
ustu árhundruð.
Sauðfjárbeit eða veiðar verða
ekki bannaðar innan þjóðgarðs-
ins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi
landsins til upprekstrar munu því
ekki þurfa að óttast það að tapa
afréttum og almenningum sem þeir
hafa nýtt í aldir.
Að mati Guðmundar Inga er mik-
ilvægt að nýting innan þjóðgarðsins
verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að
nytjar innan marka þjóðgarðsins
verði sjálf bærar og nefndin sem
vinnur að tillögum um þjóðgarðinn
hefur lagt áherslu á að hefðbundnar
sjálfbærar nytjar verði áfram leyfð-
ar, svo sem veiðar og beit. Með til-
komu nýrra landgræðslulaga frá því
í fyrra þarf síðan að setja viðmið um
sjálf bæra landnýtingu.“
sveinn@frettabladid.is
Örfoka land ekki fest í
sessi með þjóðgarði
Guðmundur Ingi Guðbrandsson leggur áherslu á að hægt verði að græða upp
land á hálendi Íslands þrátt fyrir að það verði innan þjóðgarðs. Mikilvægt sé
að beit á svæðinu verði sjálfbær og að endurheimt gróðurþekju verði flýtt.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur staðið í ströngu síðan hann tók við
embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMGÖNGUR Alger óvissa ríkir nú
um framtíð Þingeyrarf lugvallar
en hann hefur ekki verið notaður
fyrir áætlunarflug síðan árið 2016,
þegar eitt áætlunarflug var þangað.
Völlurinn er mikið skemmdur og er
kostnaður við nauðsynlegar endur-
bætur á f lugbrautinni á bilinu 300
til 400 milljónir. Flugvöllurinn var
hugsaður sem varavöllur fyrir Ísa-
fjarðarflugvöll.
Bæjarst jór i Ísaf jarðarbæjar
segir málið öryggismál og er afar
óánægður með samskiptin við
Isavia, sem hefur umsjón með flug-
völlum landsins.
Arnór Magnússon, umdæmis-
stjóri Isavia á Vestfjörðum, segir í
samtali við Fréttablaðið að hann
sjái ekki fyrir sér að ráðist verði í
viðgerðir á vellinum á næstu árum.
„Við í sjálfu sér erum alls ekki á
móti því að gera völlinn upp en við
bara höfum ekki fjármagnið. Það er
ráðuneytið sem stýrir því.“ – ókp
Mikil ó vissa
um flugvöllinn
UMHVERFISMÁL Stefnt er á að fram-
kvæmdir við endurheimt votlendis í
Borgarfirði hefjist í dag. Svæðið sem
um ræðir er í eigu ríkisins en hefur
ekki verið nýtt sem ræktarland eða
tún í áraraðir. Landgræðslan fer
fyrir verkefninu.
„Við höfum verið að fylgjast
með svæðinu síðastliðin tvö ár og
munum halda áfram að fylgjast með
hérna eftir framkvæmdir,“ segir
Sunna Áskelsdóttir, verkefnisstjóri
hjá Landgræðslunni.
Mælingar hafa verið á losun
gróðurhúsalofttegunda á svæðinu
ásamt því að grunnvatnshæð hefur
verið mæld. Með endurheimtinni
segir Sunna að gera megi ráð fyrir að
grunnvatnsstaða á svæðinu hækki.
„Þegar vatnsstaðan hækkar þá
minnkar losun gróðurhúsaloft-
tegunda og með tímanum gerum
við ráð fyrir því að gróðurfarið
breytist,“ segir Sunna.
Endurheimt votlendis hefur lengi
verið á stefnuskrá stjórnvalda og
segir Sunna tilvalið að af la gagna
samhliða framkvæmdunum, þann-
ig sé hægt að sýna fram á ávinning
af þeim.
„Ávinningurinn er margs konar.
Við munum til dæmis leggjast í til-
raunir á mismunandi aðferðum
á því hvernig má laga þau sár sem
myndast við framkvæmdirnar,“
segir Sunna. – bdj
Framkvæmdir
hefjast í dag
Sunna við mælingar á gróðurhúsa-
lofttegundum. MYND/ÁGÚSTA HELGAD.
Miðhálendisþjóð-
garður er síður en
svo ávísun á örfoka land eða
ávísun á það að uppgræðslu
innan hans yrði hætt eða
komið í veg fyrir að ráðist
yrði í þannig verkefni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð