Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 5

Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 5
Almennt viðhorf Íslendinga til Grænlendinga á þessum tíma var að þeir væru einhverjir skrælingjar, á lægra menningarstigi og óæðra fólk. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor Miðflokkurinn stendur fyrir opnum fundi um orkupakka 3 Fundurinn verður haldinn í Duus húsum Reykjanesbæ miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20:00 Erindi flytja: Fyrirkomulagið er pallborðsumræður og leyfðar verða spurningar úr sal. Bjóðum alla hjartanlega velkomna Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Frosti Sigurjónsson Ingibjörg Sverrissdóttir Styrmir Gunnarsson Ögmundur Jónasson Fundurinn verður haldinn í Duushúsi Reykjanesbæ miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20:00 og að Hótel Selfossi fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20:00. VIÐSKIPTI Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðu- gildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að  hag- ræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hag- ræðingar. Birgir tók við forstjórastarf- inu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðn- ingi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þann- ig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“ – sar Líklega ekki síðustu uppsagnirnar UTANRÍKISMÁL Sumarliði Ísleifs- son, lektor í hagnýtri menningar- miðlun, segir að krafa Íslands hafi tengst sjálfstæðisbaráttunni. „Með endurreisn landsins litu menn til fornaldar og að Íslandi bæri að taka yfir Grænland,“ segir hann. Guð- mundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að rökin hafi verið sú að á miðöldum hafi verið byggð norrænna manna á Grænlandi. En sú byggð var löngu horfin þegar krafan kom upp. „Þetta var hlið- stætt þeirri umræðu sem nú hefur verið í gangi um að Bandaríkja- menn vilji kaupa landið af Dönum. Þetta er gamaldags nýlenduhugs- unarháttur,“ segir hann. Í kringum aldamótin 1900 skrif- aði Einar Benediktsson skáld fjölda blaðagreina um tilkall Íslendinga til Grænlands. Árið 1924 stóðu stúdentar fyrir borgarafundi þar sem Einar talaði ásamt Benedikt Sveinssyni, fyrrverandi þingfor- seta, og fleirum. Skorað var á ríkis- stjórnina að halda kröfunni um „hina fornu nýlendu Íslendinga“ á lofti. Var „Grænlandsmálið“ tekið fyrir á Alþingi ári síðar. Á þessum árum deildu Danir og Norðmenn um Austur-Grænland og fór deilan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1931. Íslensk stjórnvöld fylgdust með og héldu sinni eigin kröfu fram. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisf lokksins, f lutti þingsályktunartillögu um að gæta hagsmuna Íslands. Íslendingar hefðu rétt og hagsmuni af landnytj- um á Grænlandi. Var tillagan sam- þykkt einróma af utanríkismála- nefnd þar sem meðal annars sátu Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Hagfræðingurinn Jón Dúason skrifaði fræðirit um tilkallið til Grænlands með fjárstuðningi frá Alþingi og var það þýtt á ensku. Ekki fór mikið fyrir stuðningi við tilkallið erlendis. Sumarliði segir að margir hafi haldið kröfunni til streitu fram yfir 1960. Þá hafi fiskveiðihagsmunir ráðið ferðinni. Jafnframt segir hann að sumir hafi verið helteknir af þessu í áratugi, til dæmis Pétur Ottesen, þingmaður Sjálfstæðis- f lokksins. Krafan hafi hins vegar ávallt verið byggð á órum. „Íslend- ingar höfðu varla burði til að stjórna sjálfum sér á þessum tíma. Erlendis hefur ábyggilega f lestum fundist þetta broslegt,“ segir Sumarliði. Guðmundur segir að Íslendingar hafi ekki mikið hugsað út í Græn- lendinga sjálfa. „Að eiga nýlendu snerist fyrst og fremst um að hafa tekjur af henni en ekki leggja út í mikinn kostnað. Almennt viðhorf Íslendinga til Grænlendinga á þess- um tíma var að þeir væru einhverjir skrælingjar, á lægra menningarstigi og óæðra fólk. Íslendingum var líka mjög mikið í mun að greina sig frá þeim,“ segir hann. Sumarliði segir að þetta viðhorf Íslendinga hafi breyst þegar ’68 kynslóðin kom fram. kristinnhaukur@frettabladid.is Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið tölu- verðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 55 þúsund manns búa á Grænlandi. Það eru eilítið færri en búa í Kópavogi og Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK ÞÓR Sumarliði Ísleifsson, lektor. 1 Tekju hæst innan sinna at vinnu greina Tekjublað Frjálsrar verslunar birtist í dag en hér má finna stutta samantekt yfir tekjuhæstu Íslendingana innan hinna ýmsu atvinnugreina. 2 Miley Cyrus og Carter: „Stunduðu sama sem kynlíf á dansgólfinu“ Um helgina sást til Miley Cyrus með góðvinkonu sinni Kailyn Carter í hörkusleik á skemmtistaðnum Soho House í Vestur-Hollywood. 3 Furðulegur árekstur úti á Granda Að sögn vitna höfðu ferðamenn leigt jeppa skömmu áður en slysið varð. 4 Þetta eru fimm tekju hæstu sam fé lags miðla stjörnurnar Snorri Rafns son, Vargurinn, er sá tekju hæsti með 1,48 milljónir á mánuði. 5 Lög maður með tæp ar 14 milljónir á mánuði Ársæll Hafsteinsson er með tæplega 14 milljónir í mánaðarlaun. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is VIÐSKIPTI Sýn hefur birt afkomu- viðvörun í ljósi þess að fyrri rekstrarspár voru of bjartsýnar. Uppfærðar horfur fyrir árið 2019 gefa til kynna að EBITDA-framlegð ársins verði um 6 prósentum undir þeirri spá sem áður hafði verið gefin út, sem var EBITDA á milli 6,0-6,5 milljarðar á árinu, en er nú um 5,6 milljarðar. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu nokkuð í verði í gær í kjölfar afkomuviðvörunarinnar. Í tilkynningu frá Sýn segir að framkvæmdastjórn sé búin að breyta uppgjörum deilda sem muni skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafi aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar. – þfh Rekstrarspáin of bjartsýn SAMFÉLAG Tekjuhæsti Íslendingur- inn á síðasta ári var Jón Björnsson sem lét af störfum sem forstjóri Festar í september sama ár. Þetta kemur fram í árlegu tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær. Samkvæmt útreikningum blaðsins voru tekjur Jóns að jafnaði 28,4 milljónir króna á mánuði. Hafa ber í huga að útreikning- arnir byggjast á útsvarsskyldum tekjum og þurfa ekki að endur- spegla föst mánaðarlaun. Þannig er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, næstur á listanum með 27,5 milljónir á mánuði en í til- kynningu frá fyrirtækinu segir að laun hans séu 7,5 milljónir á mán- uði. Kári hafi á síðasta ári innleyst séreignarsparnað sem skýri þessar tekjur. Róbert Wessman, forstjóri Alvo- gen, er þriðji á listanum með 27,4 milljónir. – sar Þrír með yfir 27 milljónir UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, ferðast með Guðlaugi Þór Þórðar- syni, núverandi utanríkisráðherra, í vinnuheimsókn í Grænlandi. Össur er formaður starfshóps um aukin samskipti Íslands og Grænlands. „Ég tók að mér fyrir ríkisstjórnina, gegn betri vitund og öllum pólitískum prinsippum, að stýra þessum hópi sem á að bæta með bestum hætti samskipti Íslands og Grænla nd s veg na þess að það rímar við mína fortíð,“ segir Össur. Guðlaugur Þór og Össur munu heimsækja ýmis fyrirtæki og sveit- arfélög í suður- hluta Grænlands en þó nokkuð er um íslenskar fjárfestingar í þessum hluta landsins. Guðlaugur Þór mun funda með Ane Lone Bagger sem fer með utan- ríkismál í Grænlensku landsstjórn- inni. Tvíhliða samskipti þjóðanna á sviði viðskipta og menningar og málefni norðurslóða eru meðal þess sem er á dagskrá fundar- ins. Össur gat ekki svarað því hvort ráðherrarnir muni ræða ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kaup á Grænlandi. „Ég get ekki talað f y r ir r áðher r a nn en mér líst betur á að Grænlendingar kaupi Ameríku. Það er álíka raunhæft og þessi hugmynd Trumps.“ - ab Össur ferðast með utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.