Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 10
Ný menntastefna Reykjavíkur-borgar var samþykkt sam-hljóða í borgarstjórn fyrir nokkru og er innleiðing hennar hafin. Stefnan byggir á skýrri forgangs- röðun með áherslu á ákveðna hæfni- þætti sem leggja grunn að alhliða menntun og þroska nemenda. Þar ber hæst félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði auk læsis. Það er ekki nóg að móta stefnu, stóra verkefnið er að hrinda henni í framkvæmd og fyrsti áfanginn felur í sér stóraukna áherslu á skólaþróun með nýjum fjárveitingum til allra leikskóla, grunnskóla og frístunda- miðstöðva borgarinnar svo þeir geti hafið innleiðingu stefnunnar. Við tryggjum rúmlega 170 starfs- stöðvum fjármagn til skólaþró- unarverkefna úr nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar: Látum draumana rætast. Það er mikil aukning frá því sem áður var, úr 40 milljónum í fyrra er sú fjárhæð hækkuð í 200 milljónir til að undir- strika hve mikla áherslu við viljum leggja á metnaðarfullt þróunarstarf sem lið í að efla fagmennsku, starfs- þróun og gæði í skóla- og frístunda- starfi borgarinnar. Sérstök áhersla er lögð á fjöl- breytt samstarfsverkefni og hlutu 18 slík verkefni samtals 50 milljónir króna í úthlutun skóla- og frístunda- ráðs fyrr í sumar. Hæstu einstöku styrkina fengu Fab lab verkefnið Skapandi námssamfélag í Breið- holti; Austur-Vestur, sköpunar og tæknismiðjur grunnskóla í þremur hverfum borgarinnar, Það þarf heilt þorp sem byggir á samstarfi leik- skóla, grunnskóla og frístundastarfs um félagsfærni og sjálfseflingu og Leikur, styðjandi samskipti og lær- dómssamfélag, samstarfsverkefni sex leikskóla sem dreifast um borgina, í samstarfi við Rannung. Þá má nefna verkefnið Útivist og útinám í Grafar- vogi með þátttöku allra frístunda- heimila í hverfinu. Menntastefna Reykjavíkur er leiðar ljós borgarinnar í menntamál- um til 2030. Stefnan byggir á traust- um grunni aðalnámskrár og Barna- sáttmálans og hún markar tímamót því hún var mótuð af þúsundum ein- staklinga sem bera hita og þunga hins daglega skóla- og frístundastarfs: nemendum, kennurum, skólastjórn- endum, öðru fagfólki að ógleymdum foreldrum og almenningi. Það er verkefni okkar stjórnmálamanna að skapa umgjörð sem tryggir mark- vissa og árangursríka innleiðingu menntastefnunnar og við munum gera það og byggja áfram á þeirri góðu samstöðu sem náðst hefur um þetta mikilvæga verkefni. Spennandi skólaþróun Skúli Þór Helgason formaður skóla- og frístunda ráðs Reykjavíkur Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferða- lögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækk- aðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjald- miðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutn- ingum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfing- um (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samn- ings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES- samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu f lokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallar- spurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoð- un en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niður- stöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðar- atkvæðagreiðslu? ESB og Ísland – þjóðaratkvæða- greiðsla um aðildarviðræður Menntastefnan markar tímamót með áherslu á alhliða menntun og þroska nemenda. Guðjón Viðar Valdimarsson viðskipta- fræðingur Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæða- greiðslu? Volkswagen Caddy. Vertu klár fyrir veturinn. Tilboðsverð. Framhjóladrifinn 2.690.000 kr. Fjórhjóladrifinn 3.790.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.