Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 11
Það er ábyrgðarhluti að
stjórna heilu landi og vissu-
lega er mikilvægt að setja á
sig bæði belti og axlabönd,
sérstaklega þegar kemur að
háum fjárhæðum sem Ríkis-
sjóður Íslands gæti þurft að
standa straum af.Síðan þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi hefur mikill tími farið í að ræða þann fyrirvara sem ríkisstjórnin
segist ætla að setja á innleiðinguna.
Með fyrirvaranum verða reglu
gerðir orkupakkans innleiddar
en gildistöku hluta þeirra frestað,
þ.e. þeirra sem gætu farið á svig
við stjórnarskrána. Þótt það megi
vissulega deila um hvort slíkur
fyrirvari hafi eitthvert gildi þá má
jafnframt benda á að innleiðingin er
ekki eins og hún á að vera og því má
búast við að Eftirlitsstofnun EFTA
hafi eitthvað út á það að setja.
Í þessu samhengi er rétt að skoða
nýlegar fréttir af þeirri málsókn
sem á sér stað gegn stjórnvöldum
í Belgíu. Ástæðan fyrir því að þessi
málsókn er áhugaverð er sú að fram
kvæmdastjórn Evrópusambands
ins höfðar málið og hún gerir það
sökum þess hvernig stjórnvöld þar
í landi stóðu að innleiðingu þriðja
orkupakkans. Framkvæmdastjórn
in segir sem sagt að innleiðingin á
tveimur af reglugerðum í orkupakk
anum (2009/72/EB og 2009/73/EB)
hafi ekki verið framkvæmd á réttan
hátt.
Þrátt fyrir þessa miklu samsvör
un milli þessara tveggja atburða,
ófullnægjandi innleiðingu á þriðja
orkupakkanum á Íslandi sem og
í Belgíu, þá virðist ríkisstjórnin
harla róleg. Það má segja að það
veki furðu því nú hefur hver lög
spekingurinn á fætur öðrum bent á
hversu hættuleg braut þetta sé. Ekki
einvörðungu í ljósi þess að einhliða
fyrirvari af Íslands hálfu sé gagns
laus og því sé ekki hægt að koma
í veg fyrir sæstreng eftir að þriðji
orkupakkinn hefur verið innleidd
ur, heldur leikum við okkur einnig
að eldinum varðandi innleiðinguna
og getum átt von á samningsbrota
máli gegn Íslandi og að öllum lík
indum skaðabótamáli.
Nú þætti mér fróðlegt að fá
frekari upplýsingar um hvort
ríkisstjórnin hafi látið leggja mat
á hverjar skaðabæturnar yrðu ef
svo illa vill til að sótt verði samn
ingsbrotamál gegn landinu eftir þá
hálfkáks innleiðingu sem nú er lagt
upp með. Hefur það ef til vill ekki
verið kannað? Það er ábyrgðarhluti
að stjórna heilu landi og vissulega er
mikilvægt að setja á sig bæði belti og
axlabönd, sérstaklega þegar kemur
að háum fjárhæðum sem Ríkis
sjóður Íslands gæti þurft að standa
straum af. Því er ég hissa á þessu
öllu saman.
Ég er hissa á því að ríkisstjórnin
loki eyrunum gagnvart efasemda
röddum úr samfélaginu, löglærðum
og sérfróðum, í stað þess að kanna
málin ofan í kjölinn og tryggja að
ekki sé lagt af stað í háskaför. Við
verðum auðvitað að geta treyst
stjórnvöldum landsins en miðað
við það sem á undan er gengið þá er
ekki laust við að efasemdirnar séu
byrjaðar að naga mann því erfitt
getur reynst að spá fyrir um hvað
sé fram undan. Það versta er að ég
er ekki viss um að ríkisstjórnin viti
það heldur.
Orkupakkinn á Íslandi
og fréttir frá Belgíu
Sigurður Páll
Jónsson
alþingismaður
Miðflokksins
Formáli: Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg
að varla nokkur manneskja treysti
sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því
að gera nýja tilraun og reyna að
koma inntakinu til skila á manna
máli.
Samkvæmt Hegel – sem var
þýskur heimspekingur á 19. öld
– er hægt að tala um tvö félagsleg
meginöfl sem eru – eftir atvikum –
annars vegar hið Góða og hins vega
hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru ann
ars vegar Ríkisvaldið og hins vegar
Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt
að í hugum sumra er Ríkisvaldið
hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur
af starfi allra og endurspeglar þann
ig almennt eðli einstaklinganna.
Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og
styður einstaklingana – háa sem
lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu
sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar
hið Illa, vegna þess að það er sundr
ungarafl sem stuðlar að eigingirni
og einstaklingshyggju þar sem ein
staklingarnir stunda það helst að
skara eld að eigin köku.
En það er ekki bara ein hlið á þess
um málum. Þannig er enn fremur
auðsætt að í hugum annarra er það
einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða.
Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna
– þjónar nú því markmiði að gera
einstaklinginn að því sem hann er:
mennsk vera. Ríkidæmið gerir þann
ig einstaklingunum kleift að þroska
gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá
þessu sjónarmiði hins vegar gerir
Ríkisvaldið ekki annað en að hefta
einstaklingana og setja skorður við
athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjón
arhorni er Ríkisvaldið því hið Illa.
Hitt er svo annað mál að við í
nútímanum þurfum ekki að leita
á náðir heimspekinnar til þess að
átta okkur á þessum hugtökum.
Staðreyndin er nefnilega sú að við
þekkjum mæta vel úr nánum félags
legum veruleika það ástand á hlut
unum þar sem hinir andstæðu pólar
– meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi.
Ég er auðvitað að tala um þann
félagsveruleika 20. aldar þar sem
annars vegar kommúnisminn og
hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá
sjónarhorni kommúnismans var
Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið
hið Illa; frá sjónarhorni kapítalism
ans var þessu öfugt farið.
Þessi öfgafulli félagslegi veru
leiki 20. aldar var að sjálfsögðu
heimur á villigötum vegna þess að
hvort viðhorfið um sig útilokaði
hitt: kommúnisminn útilokaði þá
einstaklingshyggju sem hafði Ríki
dæmið að markmiði; kapítalisminn
útilokaði þá félagshyggju sem hafði
Ríkisvaldið að markmiði. Hvort við
horfið um sig var þannig einhliða,
var einskonar „annaðhvort – eða“
ástand: hafði annaðhvort Ríkis
valdið eða Ríkidæmið að leiðarljósi.
Við hins vegar – við Íslendingar
á okkar dögum – við vitum hver
sannleikurinn er í þessu máli: Við
vitum að sannleikurinn er ekki í
formi tvíhyggjunnar sem aðskilur
meginöflin tvö; við vitum að sann
leikurinn er ekki í „annaðhvort –
eða“ formi, heldur í forminu „bæði
– og“.
Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar
almennum þörfum einstakling
anna, sem og Ríkidæmið sem er
afrakstur af óheftu efnahagslífi, er
hið Góða. Þetta er auk þess kerfi
sem við Íslendingar þekkjum mjög
náið því að þetta er það blandaða
hagkerfi sem einkennir velferðar
samfélagið sem fest hefur rætur á
hinum Norðurlöndunum öllum –
og að nokkru leyti líka hér á Íslandi.
Staðreyndin er sú að Íslendingar
vilja velferð þar sem t.d. sjúkra
húsum, skólum, vegakerfinu – og
almennt séð innviðum landsins
– er sinnt. Samt kjósa Íslendingar
yfir sig trekk í trekk – og raunar
nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er
á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn
er á villigötum – og fer ekki í graf
götur með það – vegna þess að hug
sjón hans er einhliða. Sjálfstæðis
flokkurinn leggur megináherslu á
einstaklinginn og ríkidæmi hans
– hyglar hinum sterkari – en sinnir
ekki þörfum þeirra sem minna
mega sín nema með hangandi
hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur
tekist að koma í veg fyrir að raun
verulegt velferðarkerfi nái að dafna
hér á landi.
Eins hvað ástandið á heimsvísu
varðar. Sumir ganga með þá f lugu
í hausnum að kapítalisminn hafi
sigrað í kalda stríðinu. Samt er það
svo að kapítalisminn er ekki síður
á villigötum heldur en kommún
isminn. Kapítalisminn nefnilega
er hjartalaus og nærist á græðgi
einstaklinganna en sinnir ekki
þjóðarhag. Framundan bíða mann
kyns risastór útlausnarefni – sem
kalla á einingu og samhug allra
jarðarbarna – svo sem baráttan
gegn mengun og náttúruspjöllum
sem og baráttan gegn vopnuðum
átökum og fyrir friði. Ef okkur
jarðarbörnum á að takast að leysa
þessi risastóru úrlausnarefni verður
okkur að takast að losa okkur við
kapítalismann – sem og einhliða
hugsunarhátt hans.
Hið Góða og hið Illa í
pólitískum skilningi – aftur
Þór
Rögnvaldsson
heimspekingur
Hér vil ég strax taka það fram að álit mitt á Alþingi Íslendinga er í dag minna
en nokkru sinni fyrr. Og var það þó
afar takmarkað frá fyrstu tíð. Ég hef
jafnan séð obba þingmanna sem
meðalskussa sem ramba borubrattir
inn á þing, læra þar að þiggja bitlinga
og fara svo eftir þingsetu ýmist í störf
á vegum stjórnvalda eða á atvinnu
leysisbætur, þar eð þeir hafa sýnt
af sér þann þokka sem fæstir vilja
tengja sig við.
Við eigum þingforseta sem hefur
nær alla sína ævi þurft að fá ríkis
styrk til að ná andanum, mann sem
þykist vera félagshyggjugoð, en er
í raun ekkert annað en strengja
brúða auðmagnseigenda, sníkjudýr
og þurfalingur. Við eigum fjármála
ráðherra sem hefur leynt og ljóst
stundað athæfi sem ekki má sjá
dagsljós. Þar eigum við mann sem
neitar að svara til saka, neitar að
birta gögn, skreytir og skákar í skjóli
valds. Við eigum forsætisráðherra
sem gerði fátt annað í ára raðir en að
gagnrýna sjálfstæðismenn og fram
sóknarmenn sem forhert hyski. Og
sá sér svo þann besta leik í stöðunni
að opna faðm sinn fyrir hrunverjum
og leyfa þeim áfram að njóta ylsins
af kjötkötlunum. Að leggjast undir
íhald og framsókn var leiðin sem
sýndi okkur hve algjör samtrygg
ingin er hjá stjórnarelítunni.
Nær undantekningalaust eru
verðandi þingmenn afar gjafmildir
á loforð, þeir láta vaða á súðum og
ríða röftum en síðan eiga þeir náð
uga daga á þingi, þar sem þeir starfa
helst við að svíkja gefin loforð.
Nú er það svo, að vegna þess að
ég hef lengi fengist við að yrkja, þá
hefur það komið fyrir að þingmenn
úr ýmsum flokkum hafa óskað eftir
aðstoð minni, þegar þeim hefur
verið boðið að flytja ræðu í bundnu
máli í þingveislu. Þeir fylla eflaust
tuginn sem minnar aðstoðar hafa
notið, þótt sjaldnast hafi hið bundna
mál ratað í veislu nema þá undir
nafnleynd.
Í seinni tíð er sjaldgæft að þing
menn biðji um liðveislu mína. En
skýringarinnar er mér sagt að sé að
leita í því að ég hef verið of sann
orður í skrifum mínum um þing
heim. Þó gerðist það að ónafngreind
þingkona úr röðum stjórnarand
stöðunnar leitaði til mín fyrir ekki
svo alltof löngu. Hún vildi fá mig til
að yrkja fyrir sig efni sem hún ætlaði
að flytja í þingveislu. Ég sagðist geta
það. En þegar gagnrýni mín og við
leitni til að segja sannleikann var
rædd, þótti konunni sem ég færi yfir
strikið. Hún sagði mér að þetta ætti
allt að vera bara vingjarnlegt grín.
Hún sagði mér reyndar að staðan
væri jafnan sú, að á Alþingi væru
allir þingmenn vinir.
Þegar þessi augljósa staðreynd
kom upp úr hatti þingkonunnar, var
ljóst að minnar aðstoðar myndi ekki
vera óskað.
Þessi skrif mín um þingheim, ráða
menn, þingveislur og bundið mál,
kalla fram í kolli mínum nafn ágæts
manns, sem lengi ritaði afar hvassa
gagnrýni á stjórnvöld áður en hann
fór inn á þing. Og það sem meira er
hann ritaði í hverri viku pistil akk
úrat í þetta blað, Fréttablaðið. Hann
benti margsinnis á meinsemdir og
ekki er annað hægt en hrósa honum
eilíf lega fyrir frábær skrif. Afar
slunginn penni og stílvopnin fjöl
mörg léku í höndum hans einsog
spil í höndum töframanns. Sá kunni
að segja flórmokurum framsóknar
og auðsöfnurum íhaldsins til synd
anna. Sá gat nú aldeilis látið dreyr
ann leka af oddi pennans. Hann var
sverð og skjöldur, hann var prinsinn
á hvíta hestinum sem frelsaði okkur
undan oki lyginnar, gunnfáni sann
leikans var í höndum hans. En núna
er hann á þingi og þar er hann inn
múraður þagnarmeistari, rétt einsog
allir hinir hlýðnu rakkarnir. Hann
er núna einsog fólkið sem leyfir sér
kannski þann munað að gera góð
látlegt og vinalegt grín að hinni sið
blindu hjörð sem Íslandi stjórnar.
Þar var á ferðinni rithöfundur sem ég
hef lengi haft mætur á og mun eflaust
áfram virða sem merkan höfund.
Fyrir síðustu kosningar var einn
maður sem ég mærði, einn maður
sem ég vonaði svo sannarlega að
kæmist inn á þing til að hræra í
svínasultunni og hrista upp í hinni
daunillu ládeyðu. Ég vildi fá Guð
mund Andra Thorsson á þing. Ég
hafði þá skoðun að hann myndi
verða fylginn sér og láta svikarana,
þjófana og lygarana finna til tevatns
ins. Ég trúði því að hann myndi
breyta miklu. Og vissulega breytti
hann miklu, því honum tókst að
breyta skoðun minni.
Þjóðin hátt vill hrópað fá
svo hriktir vel í sperrum
en þeir sem inn á þingið ná
þjóna sínum herrum.
Þing og þjóð
Kristján
Hreinsson
heimspekingur
og skáld
Nær undantekningalaust
eru verðandi þingmenn afar
gjafmildir á loforð, þeir láta
vaða á súðum og ríða röftum
en síðan eiga þeir náðuga
daga á þingi, þar sem þeir
starfa helst við að svíkja
gefin loforð.
Sumir ganga með þá flugu í
hausnum að kapítalisminn
hafi sigrað í kalda stríðinu.
Samt er það svo að kapítal-
isminn er ekki síður á villi-
götum heldur en kommún-
isminn.
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð