Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 15
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517
milljónum á síðast ári. Fyrirtækið
á í viðræðum við viðskiptabanka
sinn um endurskipulagningu lána.
Þetta kemur fram í nýbirtum
ársreikningi félagsins. Tap Allra
handa jókst verulega á milli ára en
það nam 195 milljónum árið 2017.
Tekjur námu 3 milljörðum króna
og drógust saman um 19 prósent.
Rekstrargjöld námu hins vegar 3,4
milljörðum og drógust saman um
tæp 14 prósent. Eignir félagsins
námu 2,5 milljörðum króna í árs
lok 2018 og eigið féð 473 milljónum.
Stærsti hluthafi Allrahanda með
49 prósenta hlut er fjárfestingar
félagið Akur og eru helstu hluthafar
þess lífeyrissjóðir. Stofn end urnir
Þórir Garðars son og Sig ur dór Sig
urðsson eiga hvor 25 prósenta hlut.
Í ársreikningi kemur fram að
skammtímaskuldir hafi verið hærri
en veltufjármunir í lok síðasta árs
en um mitt árið fóru stjórnendur
félagsins í endurskipulagningu á
rekstrinum til að jafna rekstrarhall
ann. „Sú vinna heldur áfram 2019 og
mun koma til með að skila hagstæð
ari afkomu,“ segir í reikningnum.
Þá kemur fram að á þessu ári
hafi hluthafar félagsins komið með
aukið fjármagn og að samningar við
viðskiptabanka félagsins um endur
skipulagningu lána séu í vinnslu.
„Það er mat stjórnenda þegar litið
er til þeirra þátta sem áunnist hafa
á árinu 2019 að framtíðarhorfur
félagsins eru jákvæðar.“
Allrahanda og Reykjavík Sight
seeing Invest tilkynntu í júlí að
félögin hefðu sent Samkeppniseftir
litinu greinargerð um fyrirhugaða
sameiningu. – þfh
Allrahanda tapaði hálfum milljarði
Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað
af milljarðamæringnum Ron Baron,
keypti um hálfs prósents eignarhlut
í Marel í hlutafjárútboði félagsins
sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr
nýju árshlutauppgjöri bandaríska
félagsins en í lok júní átti sjóðurinn
Baron Growth Fund, sem er stýrt
af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón
hluta í Marel og er markaðsvirði
þess eignahlutar í dag um 2,4 millj
arðar íslenskra króna.
Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron
Capital er sérstaklega vikið að
fjárfestingu sjóðsins í Marel og
þeim tækifærum sem sjóðsstjórar
telja að Marel standi frammi fyrir.
Þannig búast þeir við því að EBIT
framlegð fyrirtækisins muni halda
áfram að aukast samhliða sterkum
tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall
EBITframlegðar af sölu á búnaði
sem er notaður til vinnslu á kjúkl
ingi sé nú um tuttugu prósent á
meðan hlutfallið sé um tíu
prósent í öðru kjöti
og fiski. Vænta þeir
þess að framlegðin
í kjúklingi muni
batna enn frekar
og að af koman
í kjöti verði að
lokum sambærileg
og í kjúklingi.
Baron Capital er
með eignir í stýringu að
jafnvirði um þrjá
tíu milljarða
B a n d a
r í k j a
dala.
Í
ný a f
stöðnu
hlutafjárútboði Marels, sem var
efnt til samhliða skráningu félags
ins í kauphöllina í Amsterdam í
júní, voru 100 milljónir nýrra hluta
seldar á genginu 3,7 evrur á hlut,
jafnvirði um 51 milljarðs króna á
núverandi gengi. Frá skráningu
á markað í Hollandi hefur hluta
bréfaverð Marels hækkað um
liðlega fjórtán prósent og er
markaðsvirði félagsins í dag
um 443 milljarðar króna.
Fjöldi alþjóðlegra f jár
festa í hluthafahópi Marels
hefur margfaldast frá því í
ársbyrjun 2018. Samanlagður
eignarhlutur þeirra í félaginu
hefur þannig aukist
á tímabilinu
úr þremur
p r ó s e n t
um í um
þ r j á t í u
prósent.
– hae
Baron með yfir tveggja
milljarða hlut í Marel
Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamning i Höskuldar
Ólafssonar, þáverandi bankastjóra,
um mitt ár 2017 og samþykktar af
stjórn bankans. Þær breytingar,
sem tengdust annars vegar upp
sagnarfresti og hins vegar samningi
um starfslok, þýddu að bankinn
þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals
150 milljóna króna kostnað vegna
launa og launatengdra gjalda þegar
Höskuldur lét af störfum í apríl á
þessu ári.
Höskuldur hefur neitað því að
hann hafi verið rekinn heldur hafi
hann sagt starfi sínu lausu.
Samkvæmt heimildum Markað
arins voru fyrrnefndar breytingar
á ráðningarsamningi Höskuldar
samþykktar samhljóða af öllum
stjórnarmönnum bankans. Full
trúi Bankasýslunnar í stjórn Arion
banka á þessum tíma var Kirstín
Þ. Flygenring en stofnunin hélt
þá utan um þrettán prósenta hlut
ríkisins í bankanum. Sá hlutur var
síðan seldur til Kaupþings, sem þá
var stærsti hluthafi bankans, í árs
byrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða
króna.
Bjarni Benediktsson, fjármála og
efnahagsráðherra, lét hafa það eftir
sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku,
spurður um starfslokasamning
Höskuldar, að fyrir honum liti þetta
út „sem ótrúlegt bruðl“.
Í svari til Markaðarins segir Arion
banki að breyting á ráðningarsamn
ingi Höskuldar hafi verið gerð þegar
alþjóðlegt hlutafjárútboð og skrán
ing bankans á markað á Íslandi og
í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta
hafi verið gert í kjölfar þess að
þáverandi stjórnarformaður bank
ans, Monica Caneman, hafi stigið
til hliðar.
„Markmiðið var að tryggja að
bankinn nyti starfskrafta Höskuld
ar fram að hlutafjárútboði og skrán
ingu og í framhaldi af henni. Fyrir
lá að það hefði einfaldlega skaðað
og tafið útboðs og skráningarferli
bankans ef mannabreytingar yrðu
bæði á stöðu stjórnarformanns
og bankastjóra svo skömmu fyrir
fyrirhugaða skráningu. Miklir hags
munir voru í húfi og mat sú stjórn
sem þá sat það afar mikilvægt að
tryggja nauðsynlegan stöðugleika
með því að gera breytingar á ráðn
ingarsamningi bankastjóra,“ segir í
svari Arion.
Starfslok Höskuldar hafi verið að
fullu í samræmi við þann samning
sem gerður var við hann árið 2017
og samanstóð af uppsagnarfresti
og samningi um starfslok. Bankinn
viðurkennir að kjörin hafi „vissu
lega [verið] óvenjuleg en aðstæður
voru óvenjulegar í ljósi skráningar
bankans á markað og mikilvægis
þess að stöðugleiki ríkti í þessum
æðstu stjórnunarstöðum bankans
á þeim tíma.“
Ekkert varð hins vegar af fyrir
huguðum áformum um útboð og
skráningu Arion banka haustið
2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi
Sjálfstæðisf lokks, Viðreisnar og
Bjartrar framtíðar var slitið um
miðjan september. Bankinn var að
lokum skráður á hlutabréfamarkað
í kauphöllunum á Íslandi og í Sví
þjóð í júní ári síðar.
Laun Höskuldar á árinu 2018
námu samtals 67,5 milljónum króna
auk árangurstengdra greiðslna að
fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur
komu hins vegar til vegna rekstrar
árangurs á árinu 2017. Hagnaður
bankans á síðasta ári dróst saman
um nærri helming og nam tæp
lega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion
banka á eigið fé var aðeins 3,7 pró
sent. hordur@frettabladid.is
Bankasýslan blessaði
150 milljóna starfslok
Höskuldur Ólafsson lét af störfum sem bankastjóri Arion banka í apríl síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Fulltrúi Bankasýslunn-
ar í stjórn Arion banka
gerði engar athuga-
semdir við breytingar
á ráðningarsamningi
þáverandi bankastjóra
sumarið 2017. Var sam-
þykkt samhljóða af
stjórn bankans. Kostaði
bankann 150 milljónir
í starfslokagreiðslur til
Höskuldar Ólafssonar.
13%
var eignarhlutur ríkisins í
Arion banka þegar samn-
ingur um starfslok banka-
stjórans var samþykktur í
stjórn bankans.
Ronald Baron,
stofnandi og
framkvæmda-
stjóri Baron
Capital.
Þórir Kjartans-
son, stjórnarfor-
maður Allra-
handa.
“Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi
almennings að upplýsingum og ráðgjöf
um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,,
Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is
Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir
443
milljarðar króna er mark-
aðsvirði Marels í dag.
Hlutabréfaverð félagsins
hefur hækkað um liðlega 55
prósent frá áramótum.
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN