Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 17
Lögmannsstofurnar BBA Legal og Fjeldsted & Blöndal, tvær af stærri stofum landsins, hafa
gengið frá samkomulagi um sam-
einingu. Áætlað er að samruninn
muni taka gildi í haust, samkvæmt
heimildum Markaðarins. Saman-
lögð velta félaganna var um 860
milljónir króna í fyrra.
Sameinuð lögmannsstofa fyrir-
tækjanna verður í turninum við
Höfðatorg þar sem BBA Legal er nú
til húsa. Þá verður starfrækt skrif-
stofa í London í gegnum dóttur-
félag sem verður stýrt af Gunnari
Þór Þórarinssyni hæstaréttarlög-
manni en hann gekk nýlega til liðs
við Fjeldsted & Blöndal.
Helstu hluthafar BBA Legal, hver
um sig með rúmlega 21 prósents
hlut, eru þeir Einar Baldvin Árna-
son, Baldvin Björn Haraldsson,
Ásgeir Árni Ragnarsson og Atli
Rafn Þorbjörnsson. Í árslok 2018
störfuðu átján manns hjá BBA Legal
og námu tekjur stofunnar um 490
milljónum króna.
Hagnaður lögmannsstofunnar
var ríf lega 88 milljónir króna og
jókst um 12 milljónir frá fyrra ári.
Þannig nam hagnaður á hvern af
stærstu eigendum félagsins því um
18,5 milljónum króna.
Eigendur Fjeldsted & Blöndal,
sem fækkaði úr fjórum í þrjá í fyrra,
eru þeir Halldór Karl Halldórsson,
860
milljónir var samanlögð
velta lögmannsstofanna á
árinu 2018.
Mér finnst þessi
sala í raun og veru
rökrétt í ljósi þess að þeir
voru ósáttir.
Kristján Þ. Davíðs-
son, stjórnarfor-
maður Brims
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
ÞG Verk, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, hagnaðist um 550 milljónir
króna á síðasta ári samanborið við
762 milljónir árið 2017.
Stjórn félagsins hefur lagt til að
greiddur verði út arður að fjárhæð
100 milljónir króna vegna síðasta
rekstrarárs. Eigið fé félagsins nam
1.982 milljónum króna í árslok 2018
og eignir 3.695 milljónum.
Rekstrartekjur námu 10 milljörð-
um á síðasta ári og stóðu nokkurn
veginn í stað á milli ára. Heildar-
tekjur drógust hins vegar saman
um tæp 11 prósent og skýrist það
af því að á árinu 2017 voru seldar
fasteignir fyrir 1,1 milljarð en engin
fasteign var seld á síðasta ári.
ÞG Verk var stofnað árið 1998 af
Þorvaldi H. Gissurarsyni sem er enn
forstjóri og eigandi félagsins.
Á árinu störfuðu 172 starfsmenn
hjá félaginu og námu launagreiðslur
samtals 1,7 milljörðum króna. Þar
af námu laun framkvæmdastjóra 55
milljónum króna.
ÞG Verk hefur á undanförnum
árum byggt hundruð íbúða fyrir
almennan íbúðamarkað, meðal
annars í fimm mismunandi bygg-
ingum á Hafnartorgi í miðbæ
Reykjavíkur.
Markaðurinn greindi frá því fyrr
á árinu að ÞG Verk hefði selt eða
samþykkt kauptilboð í allar íbúðir
nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir,
í fyrstu tveimur húsum á Hafnar-
torgi.
Þá var haft eftir Þorvaldi í byrjun
árs að verkefnið kostaði í heild um
13 til 14 milljarða. Um það bil helm-
ingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá
Landsbankanum. – þfh
550 milljónir í hagnað
ÞG Verk er með íbúðir á sölu á Hafnartorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri ein-hugur verði í hluthafa-
hópi sjávarútvegsfyrirtækisins um
framtíðarstefnu þess. FISK Seafood,
eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni
sölustarfsemi í Asíu.
Eins og Markaðurinn greindi frá
í byrjun vikunnar keypti FISK-Sea-
food, dótturfélag Kaupfélags Skag-
firðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut
Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB
Grandi, fyrir um fimm milljarða.
Fyrir eignarhlutinn í Brimi fékk
Gildi meðal annars afhentan hluta
af bréfum FISK-Seafood í Högum,
en fyrirtækið átti samanlagt tæp-
lega 4,6 prósenta hlut í smásölu-
risanum.
„Mér finnst þessi sala í raun og
veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru
ósáttir. Brim er á markaði til að fólk
geti keypt og selt hlutabréfin að vild
og það er ekki annað hægt en að
virða þá ákvörðun hluthafa um að
selja sig út,“ segir Kristján Davíðs-
son, stjórnarformaður Brims, í sam-
tali við Markaðinn. Kristján kom
inn í stjórn Brims í vor en hann var
forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrir-
tækisins á árunum 2003-2005.
„Í leiðinni verð ég að fagna því
að fá sterkan aðila úr sjávarútveg-
inum sem hefur mikla reynslu,
þekkingu og skilning á því hvernig
maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki
í útflutningi.“
Sala Gildis kemur í kjölfar þess
að kaup Brims á sölufélögum í
Japan, Hong Kong og Kína voru
samþykkt á hluthafafundi félags-
ins síðustu viku. Seljandinn er ÚR
sem er í eigu Guðmundar Kristjáns-
sonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi
greiddi atkvæði gegn tillögunni og
hafði gagnrýnt hana í aðdraganda
fundarins.
Kristján leiðir líkur að því að
ein af ástæðunum að baki því
að FISK Seafood kom inn í hlut-
hafahóp Brims séu tækifærin sem
felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu.
„Það má gera sér í hugarlund að
þeir sjái það sem styrkleika að Brim,
til viðbótar við að vera sjávarút-
vegsfyrirtæki sem þeir þekkja og
skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri
stöðu á mjög mikilvægum mörk-
uðum fyrir sjávarfang sem verða
enn mikilvægari í framtíðinni,“
segir Kristján.
„Það er augljóst mál að Asíu-
markaðir eru ekki bara stærstu
sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur
felast þar einnig gífurleg tækifæri í
framtíðinni og ekki síst vegna þess
að Ísland er með fríverslunarsamn-
ing við Kína. Þetta eru fjölmennir
markaðir og lífskjaravöxturinn
hefur lyft hundruðum milljóna úr
fátækt á skömmum tíma.“
Spurður um hvort hvarf Gildis
og innkoma FISK Seafood auðveldi
mótun framtíðarstefnu segir Krist-
ján að vænta megi þess að meiri ein-
hugur verði í hluthafahópnum.
„Það má vænta þess þegar hlut-
hafi, sem er sá eini sem hefur, að
mér virðist, verið ósáttur við þessa
stefnu er farinn út og inn er kominn
annar, sem kaupir sig inn í fyrir-
tækið og kaupir stefnu þess með,
þá verði meiri einhugur í hluthafa-
hópnum,“ segir Kristján.
FISK Seafood er þriðja stærsta
sjávarútvegsfyrirtæki landsins með
tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á
meðan hlutdeild Brims, sem er með
mestu aflahlutdeild allra íslenskra
útgerða, mældist 9,76 prósent í mars
síðastliðnum.
Meiri einhugur um framtíðarstefnuna
Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafa-
hópnum. FISK Seafood sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu eins og Brim. Gildi heldur áfram að beita sér með virkum hætti.
FISK Seafood er orðinn einn stærsti hluthafinn í HB Granda eftir kaupin í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Lögmannsstofurnar BBA Legal
og Fjeldsted & Blöndal sameinast
Baldvin Björn Haraldsson og Halldór Karl Halldórsson.
sem er jafnframt framkvæmdastjóri
stofunnar, Haf liði K. Lárusson og
Þórir Júlíusson. Rekstrartekjur stof-
unnar voru samtals 369 milljónir í
fyrra og héldust nánast óbreyttar
á milli ára. Stöðugildi hjá Fjeldsted
& Blöndal voru að meðaltali ellefu
talsins á liðnu ári.
Hagnaður lögmannsstofunnar,
sem gengur iðulega undir nafninu
Fjeldco, nam rúmlega 114 milljón-
um króna á árinu 2018 og minnkaði
um fimm milljónir á milli ára. Nam
hagnaður á hvern eiganda vegna
afkomu síðasta árs því um 38 millj-
ónum króna. – hae
Glitnir lætur
til sín taka
Salan á eignarhlutnum í Brimi
er alls ekki eina dæmið um það
að lífeyrissjóðurinn Gildi beiti
sér til að framfylgja hluthafa-
stefnu sinni. Í ársbyrjun 2015
var tekin sú stefnumarkandi
ákvörðun á vettvangi sjóðsins
að beita sér með beinum
hætti á hluthafafundum fé-
laga sem Gildi ætti verulegan
eignarhlut í með tillögugerð.
Sú stefna hefur beinst að
sjónarmiðum er lúta að jafn-
ræði hluthafa, minnihluta-
vernd, starfskjarastefnum og
nú síðast þeim tilnefningar-
nefndum sem víða hefur verið
komið á fót.
Vorið 2017, þegar mikil átök
stóðu yfir í VÍS á milli hóps
einkafjárfesta og sumra lífeyr-
issjóða, seldi sjóðurinn stóran
hluta bréfa sinna í trygginga-
félaginu – eignarhluturinn
minnkaði úr 7,1 prósenti í 2,7
prósent á skömmum tíma –
og sagði Árni Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gildis,
að sjóðnum hugnaðist ekki
stjórnarhættir félagsins.
Gildi ákvað í byrjun þessa
árs að ganga ekki inn í kaup
Kólfs á á hlut framtakssjóðsins
Horns II í Hvatningu sem fer
með tæplega 40 prósenta hlut
í Bláa lóninu. Gildi, sem hélt á
ríflega 18 prósenta hlut í Horni
II, ákvað þá að selja sig út úr fé-
laginu, einn lífeyrissjóða í hlut-
hafahópnum, og var ástæðan
meðal annars sögð tengjast
„verulegum annmörkum á
skjalagerð sem tengist fjár-
festingunni“, eins og það var
orðað í frétt ViðskiptaMogg-
ans um málið.
Þá hefur Gildi einnig beitt
sér til að hafa áhrif á starfs-
kjarastefnu stjórnenda fyrir-
tækja á borð við N1
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN