Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 20

Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 20
KYNNINGARBLAÐ TT er búið að ganga alveg sleitu- laust, það hefur aldrei dottið úr námskeið í yfir tuttugu ár. Sultugerð er skemmtileg og nú er rétti tíminn til að tína rifsber, bláber og önnur ber. Rifsberja- hlaup er í uppáhaldi hjá flestum og best er það heimagerða. ➛6 Framhald á síðu 2 ➛ Heimili M IÐ V IK U D A G U R 2 1. Á G Ú ST 2 01 9 Þær Unnur, Brynna og Sandra munu leiða Toppform, nýtt námskeið, í vetur. Fjölbreytt og faglegt fram í fingurgóma Frá því að JSB líkamsrækt hóf starfsemi sína fyrir rúmum 50 árum hafa þúsundir kvenna leitað þangað til þess að bæta eða jafnvel endurheimta heilsuna. Bára Magnúsdóttir, stofnandi og eigandi fyrirtækisins, segir að í vetur verði boðið upp á ríkulegt úrval nýrri og eldri tíma og óhætt er að fullyrða að nánast hver einasta kona geti fundið eitthvað við sitt hæfi hjá JSB. Bára segir að nóg sé um að vera á næstunni. „Við vorum að opna eftir sumarfrí og það er verið að gera klárt í bátana,“ segir Bára full eftirvæntingar. „Það eru yfir sjötíu tímar í töflunni,“ segir hún. „Vinsælasta námskeiðið okkar er TT en það stendur fyrir „Frá toppi til táar“ og er fyrir konur sem eru að laga sig til og taka af sér aukakíló,“ segir Bára. „Við höfum verið ansi farsæl í því starfi,“ segir Bára. Hún segir námskeiðið hafa nú rúllað látlaust í rúm 20 ár. „TT er búið að ganga alveg sleitulaust, það hefur aldrei dottið úr nám- skeið í yfir tuttugu ár,“ segir hún. Það hljóti að vera einsdæmi. „Það hlýtur að vera heimsmet, og það heitir alltaf það sama,“ segir Bára hlæjandi. „Þannig að ef þú ert búin að eiga þriðja barnið þá veistu hvert þú átt að koma,“ segir hún. „Þetta er vinsælasta námskeiðið hjá okkur, fyrr og síðar,“ segir Bára stolt. Hvatningarkerfið árangurs- ríkt Þátttakendur í TT fá góða leið- sögn og utanumhald. Þar má nefna reglulega vigtun, sex vikna matarlista með fjölbreyttum og fjölskylduvænum uppskriftum, vikulegan fræðandi og uppörv- andi tölvupóst ásamt hvatningar- fundum eftir þörfum. Bára segir að námskeiðin séu í stöðugri þróun og nefnir hún hið tiltölulega nýja hvatningarkerfi sem skilað hefur góðum árangri. „Ef þú nærð ákveðnum TT markmiðum þá færðu 5% afslátt af næsta nám- skeiði plús ef þú mætir í ákveðið marga tíma þá færðu 5%, ef þú nærð tvöföldu markmiði þá færðu 5%, þannig að þú getur sjálf unnið þér inn 15% afslátt af næsta nám- skeiði,“ segir Bára. Hún segir kerfið hafa slegið í gegn og árangurinn ekki látið á sér standa. „Þetta hefur verið geysi- vinsælt og þá ná þær betri árangri HVER VANN? Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.