Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 26
Flestir viðskiptavinir okkar eiga það sameiginlegt að vilja áætla oftar, minnka handavinnuna við áætlanagerð og nálgast gögnin á þægilegri hátt. Oft koma margir aðilar að ferlinu og getur það tekið langan tíma en með öflugum kerfum er hægt að stytta ferlið til muna,“ segir Jóhann Örn B. Benediktsson, ráðgjafi hjá Cubus. Fjöldi erlendra sérfræðinga leggur leið sína til landsins Cubus hefur haustið með krafti og hyggst halda fjölda morgun- verðarfunda á Grand hótel, í samvinnu við innlenda og erlenda fyrirlesara. „Við eigum von á sér- fræðingum frá okkar stærstu sam- starfsaðilum, m.a. frá Jet Global, Talend og Prophix. Kynningarnar gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að halda betur utan um áætlanagerðir en skráning er hafin á vefsíðu Cubus.“ Áætlunarkerfi frá Jet Global Margir þekkja kerfin frá Jet Global og má þá helst nefna Jet Reports sem er í notkun hjá um 15 þúsund fyrirtækjum í 94 löndum. Jet Global býður upp á fjölbreytt kerfi fyrir áætlanagerðir og greiningar. Nýlega settu þeir á laggirnar for- ritið Jet Budget sem náði f ljótt miklum vinsældum. Algengt er að nota viðskipta- hugbúnað frá Microsoft til þess að halda utan um gögn, tekjur og kostnað hjá fyrirtækjum og má þá helst nefna Dynamics NAV og AX. Öll kerfi frá Jet Global virka beint ofan á hugbúnaðinn og er auðvelt að draga fram gögn úr gagna- grunninum. Yfirsýn yfir áætlanaferlið á einni vefsíðu Með Jet Budget hefur áætlanagerð verið auðvelduð og yfirsýn yfir allt ferlið sett fram á einni vefsíðu. Þar geta stjórnendur fylgst náið með framgangi allrar starfseminnar og deilt út verkefnum til starfsmanna. „Ekki er þörf á því að vera með mörg virk Excel skjöl um stöðu og áætlanir þar sem allar áætl- anir eru unnar miðlægt í gegnum kerfið. Þar með minnkar þú líkur á misræmi, töfum og mannlegum mistökum við áætlanagerðina,“ segir Jóhann. Hann bætir við að þegar búið sé að móta áætlunina að þörfum fyrirtækisins taki það stuttan tíma að búa til nýja, byggða á öðrum forsendum. Því er hægt að enduráætla mörgum sinnum yfir árið með nýjum tölum og upplýsingum þegar þær koma fram. „Eftir að áætlunin hefur verið gerð í Jet Budget er hægt, með einum smelli, að hlaða henni inn í viðskiptakerfið til þess að geta borið saman við rauntölur. Þannig næst betri yfirsýn yfir reksturinn og stjórnendur geta brugðist hraðar við, ef eitthvað er ekki eins og það á að vera,“ segir Jóhann. Einfalt í notkun Jet Budget og Jet Reports eru sam- þætt kerfi og gefst því kostur á að halda utan um bæði skýrslugerð og fjárhagsáætlanir á einfaldan hátt. Með Jet Reports fylgir borði í Excel þar sem hægt er að draga fram skýrslur og gögn beint úr þínum viðskiptakerfum. Þess vegna geta þau viðskipta- og fjárhagsmódel sem hafa nú þegar verið smíðuð hjá fyrirtækinu verið nýtt áfram, en nýjustu tölur og upplýsingar uppfærast sjálfvirkt með tengingu við gagnagrunninn. Hægt er að setja inn formúlur og tengja saman líkön. Það er því algjörlega undir stjórnendunum komið hversu ítarleg áætlana- gerðin verður og hversu margar breytur eru settar inn í áætlunina. Hjá Cubus starfa sérfræðingar í viðskiptagreind og áætlanagerð með mikla reynslu og þekkingu úr hugbúnaðargeiranum. Allar nánari upplýsingar má finna á cubus.is eða hjá starfsmönnum okkar. Viðskiptagreind og áætlanir Cubus aðstoðar fyrirtæki við að ná tökum á rekstrargögnunum og hámarka sjálfvirkni gagna. Með því að nýta sér áætlanakerfi er hægt að vinna upplýsingar á skilvirkari hátt. Jóhann Örn B. Benediktsson, ráðgjafi hjá Cubus, segir að áætlanagerð fyrir- tækja þurfi ekki að vera handavinna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÁÐU TÖKUM Á REKSTRARGÖGNUNUM Með lausnum frá Cubus færðu þá yfirsýn sem nauðsynleg er til að taka upplýstar ákvarðanir cubus cubus Skráning er hafin á næstu viðburði : cubus.is/vidburdaskra =+ KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.