Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 30
Fólki er mikilvægt
að fá að mæta til
vinnu, eiga vinnufélaga
og vera virkt í samfélag-
inu.
Sigurður Viktor Úlfarsson
Hjá Múlalundi tökum við að okkur mjög fjölbreytt verkefni fyrir fyrirtæki og
stofnanir víðs vegar um samfélagið
til lengri eða skemmri tíma. Öll
þessi verkefni skapa störf fyrir fólk
með skerta starfsorku auk þess að
skila hágæðaverki til viðskipta-
vina. Mörg fyrirtæki ná með við-
skiptum sínum við Múlalund að
flétta saman daglega starfsemi og
samfélagsverkefni sem er frábær
blanda. Þetta eru ýmist sérfram-
leiðsluverkefni eða fjölbreytt verk
sem þarf að vinna í höndunum.
Verkefni til lengri tíma eru sér-
staklega mikilvæg,“ segir Sigurður
Viktor Úlfarsson, framkvæmda-
stjóri Múlalundar vinnustofu SÍBS.
Þar vinna dugmiklir einstaklingar
sem hafa þurft að takast á við
fötlun og veikindi, bæði andleg og
líkamleg, í kjölfar slyss eða heilsu-
brests.
Vörur sérframleiddar
fyrir viðskiptavini
Múlalundur sérframleiðir vörur
sem hannaðar eru sérstaklega fyrir
tiltekna viðskiptavini með þeirra
útliti, áletrunum eða hönnun.
Dæmi um þetta eru sérhæfðir
plastvasar, möppur eða fundabæk-
ur með áletrun viðskiptavinar.
Stór hluti landa korta á Íslandi er
seldur í plastvasa frá Múlalundi
til að auka endingu, Andrésar
Andarmöppurnar eru þekktar og
matseðlar og hótelmöppur Múla-
lundar eru notuð víða um land.
Alúð í hverju handtaki
„Auk sérframleiðslunnar tökum
við að okkur ýmiss konar handa-
vinnuverkefni. Mörg fyrirtæki
kjósa að nýta sitt starfsfólk í annað
og fá okkur í handavinnuna. Ef
þú þarft að raða, klippa, pakka,
líma eða hvað sem er þá erum
við til í tuskið. Innflutningsfyrir-
tæki eins og Stilling fá okkur til
að líma íslenskar leiðbeiningar og
strikamerki á vörur, við brjótum
öskjur fyrir Valitor sem fylgja
með greiðslukortum í bönkum og
pökkum servíettum fyrir Reykja-
vik Letterpress og brjótum til
dæmis öskjur, vigtum og göngum
frá holla HAp+ brjóstsykr-
inum fyrir IceMedico. Við höfum
pakkað fatnaði og merkt fyrir
fatahönnuð, gerum ýmiss konar
markpósta fyrir fyrirtæki þegar
nauðsynlegt er að gera eitthvað
alveg sérstakt sem þarfnast alúðar
og mannskaps, og margt f leira.
Tvisvar í viku pökkum við fyrir
Ávaxtabílinn og sjáum algjörlega
um þann þátt í þeirra starfsemi.
Þá tökum við að okkur að plasta
Daglegt starf fléttað saman
við samfélagsleg verkefni
Einar Einarsson,
lagerstjóri hjá
Stillingu, segir
að samstarfið
við Múlalund
hafi gengið eins
og í sögu.
Hildur Sigurðar
dóttir, annar
stofnenda
Reykjavík Lett
erpress, segist
hiklaust mæla
með samstarfi
við Múlalund.
Múlalundur hefur átt í sam-starfi við Stillingu, eitt elsta varahlutafyrirtæki á
Íslandi, um árabil. Einar Einarsson,
lagerstjóri hjá Stillingu, segir sam-
starfið hafa gengið vel og að mikil
ánægja sé með vinnuna sem starfs-
fólk Múlalundar inni af hendi.
„Múlalundur sér um að merkja
efnavörur fyrir Stillingu með var-
úðarmerkingum og leiðbeiningum
á íslensku,“ segir Einar. Hann segir
fyrirtækið leggja mikla áherslu á að
leiðbeiningarnar séu bæði ítarlegar
og á íslensku. „Við leggjum mikla
áherslu á að allar leiðbeiningar fylgi
og þá sérstaklega á íslensku,“ segir
Einar. Hann segir Stillingu njóta
ákveðinnar sérstöðu á markaðinum
hvað þetta varðar. „Þessu er mjög
víða ábótavant hjá okkar sam-
keppnisaðilum og því leggjum við
okkur öll fram við að gera þetta
faglega fyrir okkar viðskiptavini,“
segir Einar.
Hann segir að Stilling sendi
vörur beint til Múlalundar þar sem
starfsfólk tekur við þeim og vinnur
þær bæði hratt og örugglega. „Við
sendum vörurnar beint til Múla-
lundar og fáum þær fljótt til baka
merktar með íslenskum varúðar-
merkingum,“ segir Einar. Hann
segir þau hafa heyrt af þjónustu
Múlalundar fyrir mörgum árum.
„Við fréttum af þessari þjónustu
fyrir mörgum árum, svona verkefni
hjá okkur koma upp með litlum
fyrirvara og í törnum og því vantaði
okkur hjálp við að merkja þessar
vörur,“ segir hann.
Einar segir samstarfið við Múla-
lund hafa gengið glimrandi vel.
„Samstarfið hefur gengið alveg
frábærlega,“ segir hann. Þar sé
hægt sé að treysta á fagleg og örugg
vinnubrögð. „Starfsmenn Múla-
lundar koma verkefnunum fljótt og
vel frá sér og samskiptin við þá eru
góð og skýr,“ segir Einar. Einar segist
tvímælalaust mæla með því að fyrir-
tæki nýti sér þjónustu Múlalundar.
Múlalundur hefur átt í sam-starfi við hönnunar- og prentstofuna Reykjavík
Letterpress í að minnsta kosti
fjögur ár og segir Hildur Sigurðar-
dóttir, grafískur hönnuður og
annar stofnandi fyrirtækisins,
að sú reynsla hafi verið vonum
framar. „Við erum bara afskap-
lega ánægðar með það samstarf,“
segir Hildur. Hún segir vönduð
vinnubrögð einkenna starfsemi
Múlalundar.
„Múlalundur hefur tekið við alls
konar pökkunarverkefnum fyrir
okkur og öðrum frágangi á prent-
verkefnum, aðallega pökkum,“
segir Hildur. Hildur segir starfs-
fólk Múlalundar bæði hraðvirkt
og vandvirkt. „Þau bregðast hratt
við og skila góðu verki,“ segir hún.
Hildur segir að verkefnin hjá
Reykjavík Letterpress séu oft
umfangsmikil og að Múlalundur
hafi getað brugðist við og sinnt
þeim verkefnum af mikilli fag-
mennsku. „Þetta er dálítið magn
sem við þurfum að senda frá
okkur og þeir voru bara best í
stakk búnir til þess að gera það
fyrir okkur,“ segir Hildur. „Það
hefur komið rosa vel út og komið
sér vel fyrir okkur að geta leitað til
þeirra,“ segir hún.
Hildur segir að Múlalundur
hafi orðið fyrir valinu, einfaldlega
vegna þess að þeim hafi þótt þeir
færastir. „Þeir reyndust bara bestir
og voru hraðastir,“ segir hún. „Við
eigum bara góða reynslu af þeim,“
bætir hún við. Þegar Hildur er
spurð að því hvort hún myndi
mæla með samstarfi við Múlalund
er svarið afdráttarlaust. „Alveg
hiklaust,“ segir hún. „Maður mætir
engu nema góðu viðmóti þar,“
segir Hildur.
Bregðast hratt við
og skila góðu verki
Farsælt samstarf
um árabil
Sigurður Viktor Úlfarsson, fram kvæmdastjóri, segir viðskipti við Múlalund einfaldasta samfélags verkefnið.
vörur, t.d. bækur eða vörur í til-
boðspakkningar, og erum með
góðan búnað í það. Margir tengja
Múlalund fyrst og fremst við
möppur og plastvasa en fjöl-
breytni verkefna er miklu meiri,“
segir Sigurður.
Einfaldasta samfélags
verkefnið og gott verð
„Hjá Múlalundi fást svo allar
almennar skrifstofuvörur, pappír
og ritföng á einum stað. Við segjum
að þetta sé einfaldasta samfélags-
verkefnið, bara að panta og fá
vörurnar sendar um allt land
daginn eftir,“ segir Sigurður. Hann
segir ánægjulegt að byggja upp
sjálfstraust og þrótt fólks með þátt-
töku á vinnumarkaði. „Fólki er
mikilvægt að fá að mæta til vinnu,
eiga vinnufélaga og vera virkt í
samfélaginu.“ Allar upplýsingar
má finna á heimasíðu Múlalundar
og úrvalið í vefversluninni kemur
svo sannarlega á óvart. „Eru ekki
einhver verkefni sem taka óþarfa
tíma á vinnustaðnum? Þá er um að
gera að láta Múlalund sjá um þau,“
segir Sigurður.
Múlalundur vinnustofa, sem hefur
í 60 ár skapað störf fyrir fólk með
skerta starfsorku, býður einstakling-
um og fyrirtækjum allt fyrir skrifstof-
una en sinnir auk þess fjölbreyttum
sérverkefnum fyrir viðskiptavini.
KYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA