Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 34

Fréttablaðið - 21.08.2019, Side 34
Meðal annars verður haldið námskeið fyrir unglings- stúlkur á Akureyri. Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir er stofnandi Forvarna og Streituskólans. Hann hafði áhuga á að beita mark- visst forvörnum. Starfsemin hefur mótast af reynslu á Íslandi en einn- ig eftir erlendum fyrirmyndum. Forvarnir eru fyrirtæki sem starfar að geðheilsueflingu og forvörnum. Streituskólinn og Streitumóttakan eru hluti af starfsemi Forvarna. „Sérfræðingar Forvarna hafa unnið að nýsköpun aðferða til að greina og hindra og meðhöndla kulnun og sjúklega streitu. Þeir hafa einnig unnið frumkvöðlastarf í að fræða um, fyrirbyggja og vinna úr eineltismálum og kynbundnu of beldi,“ útskýrir Ólafur Þór. „Streitumóttakan er staður þar sem starfar fjölfaglegt teymi sérfræðinga og ráðgjafa og veitir ráð gegn streitu, greinir kulnun og veitir markþjálfun og meðferðir gegn sjúklegri streitu. Streitumót- takan er starfrækt í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Ólafur þegar hann er beðinn að segja frá starfseminni og bætir við að stöðugt sé verið að bæta við nýjungum. Í vetur verði til dæmis fræðsla gegn kulnun, fræðsla um bætt samskipti og eflingu jafnvægis milli starfs og einkalífs. Á streitu móttökunni verður unnið með mikilvægi hreyfingar og hvíldar, sömuleiðis hvað fólk getur gert til að ráða betur við streituna. „Forvarnagáttin er líka nýjung en þar getur hver sem er leitað sér ráða varðandi einelti eða kynbundna áreitni eða tilkynnt um slíkt,“ greinir hann frá. „Síðan erum við með góða samvinnu við SÍMEY um símenntun og fræðslu í Streituskólanum auk þess sem búið er að opna Streitumóttöku á Læknastofu Akureyrar,“ segir hann. „Þeir sem koma á Streitumót- tökuna leita ráða um varnir gegn streitu og kulnun, fá ráðgjöf, mark- þjálfun eða meðferð eftir því sem við á. Hingað koma þeir sem vilja verjast streitunni og líka þeir sem þegar eru komnir í vandræði með einkenni um kulnun. Streita er algeng orsök vanlíð- unar eins og depurðar, kvíða og svefntruflana. Kulnun í starfi er algeng ástæða fjarveru frá vinnu með tilheyrandi fjárhagslegu tapi og vanlíðan. Fleiri og fleiri virðast eiga erfitt,“ með að samhæfa starf og einkalíf,“ útskýrir hann og bætir við: „Ekki er vitað nákvæmlega um þetta en rannsóknir benda til að yfir helmingur fólks á vinnumark- aði eigi í erfiðleikum með álag og streitu. Rannsóknir benda einnig til að tíðni kulnunar og sjúklegrar streitu fari vaxandi. Helstu ein- kenni kulnunar eru depurð, kvíði, svefntruflanir og skapbreytingar. Ef þetta fer á alvarlegra stig getur myndast sjúkleg streita og þá bætast við einkenni um lélegt minni, lakari einbeitingu og mikla þreytu. Streituskólinn býður upp á: 1. Fræðslu um eðli streitu 2. Endurtekna fræðslu sem hluta af fræðsluáætlun 3. Fræðsludag 4. Eftirfylgni, þar sem sérfræð- ingar Forvarna fylgjast með starfsmönnum fyrirtækisins Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.stress.is Tíðni kulnunar og sjúklegrar streitu hefur aukist mikið Fylgst með af athygli í Streituskólanum. Þar fara fram ýmiss konar námskeið sem tengjast streitu og álagi. Ólafur Þór Ævarsson er stofnandi Forvarna og Streituskólans. Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streitu-skólans og Streitumóttöku- nnar á Norðurlandi, segir mikla þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf vegna streitu og kulnunar á Norður- landi sem annars staðar á landinu. „Rannsóknir sýna að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, lögreglan og fleiri starfsstéttir eru undir meira álagi en aðrar og því höfum við reynt að einblína á þann hóp en auðvitað reynum við að sinna öllum og allir eru velkomnir. Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar. Við erum með aðstöðu á Læknastofum Akureyrar fyrir ein- staklingsráðgjöf og þar er öllum heimilt að panta sér tíma beint án tilvísunar,“ upplýsir Helga. „Heim- ilislæknar hafa verið duglegir að vísa fólki til okkar og ég hef átt mjög gott samstarf við þá. Það er augljóslega þörf á þessu starfi,“ segir Helga enn fremur. Hún segir að skólinn byggi á fræðslu til forvarna. „Segja má að fræðslan sé einhvers konar Unnið með streitu og kulnun Streituskólinn á Akureyri tók formlega til starfa í apríl. Streituskólinn og SÍMEY standa fyrir Forvarnardegi í Hofi á Akureyri þann 17. október þar sem fjallað verður um streitu og kulnun. Helga Hrönn Óladóttir. Streituskólinn hefur starfað í Reykjavík í tæp 20 ár og er eitt fyrsta fyrirtækið á Ís- landi til að hljóta viðurkenningu Vinnueftirlits rík- isins til að starfa að sálfélagslegri vinnuvernd. bólusetning gegn streitunni. Við viljum draga úr þeirri nálgun að kulnun sé einungis tengd starfi vegna þess að lífið er samspil af vinnu og einkalífi og því má ekki gleyma hinum hlutanum, það er að segja, hvað fólk gerir utan vinnu. Allur gangur er á því hvaða aldur sækir Streituskólann. Við verðum til dæmis með námskeið fyrir unglingsstelpur sem er nýjung. Flestir sem koma eru 20 ára eða eldri. Mig langar að sinna unglingunum betur. Konurnar koma til okkar jafnt og karlar enda geta allir fundið fyrir streitu og kulnun.“ Helga segir að Streituskólinn hafi farið í fyrirtæki og stofnanir með ýmsa fræðslu. Boðið er upp á skimanir fyrir streitu, kvíða, þunglyndi, einelti og kynbundinni áreitni svo eitthvað sé nefnt. „Í vor gerðum við samning við SÍMEY þar sem við höldum einnig námskeið í tímastjórnun og fræðslu um streitu. Þar getur hver sem er skráð sig en við höldum einnig námskeið þar sérstaklega fyrir stjórnendur. Þá verðum við með námskeið hjá Þekkingarneti Þingeyinga í haust,“ segir hún. Í haust fer af stað gönguhópur sem kallast „Gengið gegn streitu“ og er hugsaður sem stuðningshópur fyrir fólk á öllum aldri. „Við fórum í kynningargöngu í vor og mætingin var framar vonum og nú er skráningin farin á fullt. Nú, svo eru það aðstandendur, hópur sem oft vill gleymast. Hafdís Sif hjúkrunarfræðingur hefur tekið þann hóp að sér. Hún býður bæði upp á einstaklings ráðgjöf og litla stuðningshópa.“ Þeim sem vilja kynna sér starfið frekar er bent á að hafa samband við helga@stress.is og panta tíma á Læknastofum Akureyrar í ein- KYNNINGARBLAÐ 11 M I ÐV I KU DAG U R 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.