Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 37
Rifsberjahlaup er einstaklega gott, til dæmis með ostum, á ristað brauð eða með villi- bráð, önd eða reyktu kjöti. Það er einfaldara en margur heldur að búa til rifsberjahlaupið, bara gefa sér smá tíma. Einnig er nokkuð misjafnt hvernig fólk gerir það, sumir vilja nota hleypi á meðan aðrir segja að þess þurfi ekki. Sumir sjóða berin með stönglum og smá vatni í hálftíma, sía soðið með klút og sjóða það síðan með sykri. Aðrir setja allt í einn pott og sía síðan. Áður fyrr var meiri sykur settur með rifsinu heldur en nú er gert. Í þessari uppskrift er 700 g sykur á móti einu og hálfu kílói af berjum. Hér er dönsk uppskrift af rifsberjahlaupi 1½ kg rifsber með stönglum, hreinsið 3 dl vatn 700 g sykur Þetta er lítil uppskrift sem passar í um það bil tvær krukkur. Látið vatn og rifs í pott og látið malla í 30 mínútur. Sigtið saftina frá í gengum hreinan bómullar- klút. Pressið klútinn í lokin til að ná sem mestum safa frá berj- unnum. Setjið hreinu saftina í pott ásamt sykrinum. Látið suðuna koma upp og látið smámalla í 30-40 mínútur eða þar til þetta verður að hlaupi. Ef hlaupið stífnar ekki látið þá suðuna koma aftur upp. Skolið krukkur með sjóðandi vatni. Sumir setja örlítið koníak í krukkurnar og veltið því í þeim til að sótthreinsa enn betur. Setjið hlaupið í krukkurnar og lokið strax. Látið kólna á borði áður en þær eru settar í kæliskáp. Bláberjahlaup Þeir sem eru svo heppnir að komast í gott bláberjalyng ættu endilega að búa til bláberjahlaup. Í góðu veðri er ótrúlega skemmtilegt að tína ber og um að gera að láta börnin hjálpa til við tínsluna. Svo er hægt að baka pönnukökur og borða þær með ljúffengri bláberjasultu. ½ kg bláber 1 dl vatn 4 dl sykur ¼ poki hleypir Hreinsið berin og setjið í pott ásamt vatninu. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 6-7 mínútur. Þá er ágætt að nota kartöflustöppu og músa berin svo safinn komi allur úr. Nú má velja hvort maður síar berin í gegnum bómullarklút eða heldur þeim og úr verður sulta. Ef þetta á að vera sulta er sykurinn settur saman við án þess að sía. Ef berin eru síuð þarf að vigta safann og sjá hversu mikinn sykur þarf að nota og hleypi. Sjóðið aftur upp og látið malla þar til þetta fer að þykkna í 5-15 mínútur. Fer eftir hversu þroskuð berin eru. Jarðarberjasulta Veljið góð jarðarber þegar sulta er gerð. Best að þau séu vistvæn. 1 kg jarðarber 750 g sykur 1 sítróna Hitið ofninn í 200°C. Setjið sykurinn í eldfast mót og bakið hann í 20 mínútur. Skolið berin og skerið niður. Setjið berin í pott og hitið upp. Hrærið. Þegar berin eru orðin saftleg er sykrinum bætt saman við og allt látið malla í nokkrar mínútur. Þegar sultan er farin að búbla er hún tekin af hitanum og smá sítrónusafi kreistur yfir. Sjóðið krukkur og setjið sultuna strax í og lokið. Kælið á borði áður en sett er í ísskáp. Það er gott að nota jarðarberja- sultu út á gríska jógúrt, á pönnu- kökur eða ristað brauð. Nú er tími til að sulta úr berjum Svo virðist sem rifsberin séu mjög gróskumikil og fín, að minnsta kosti hér sunnanlands. Það er ekki seinna vænna að útbúa ljúffengt hlaup úr berjunum áður en þau verða of þroskuð. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það er hægt að nota nýtínd ber í bakstur eða gera úr þeim hlaup og sultur. Bláberjahlaup eða -sulta eftir því sem fólk vill. Nú er tími til að tína berin.Það er mjög gaman að prófa sig áfram með rifsberjahlaup. Jarðarberjasulta er mjög góð út á jógúrt en líka með pönnukökum. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is HEILSURÆKT Veglegt sérblað Fréttablaðsins u heilsurækt kemur út 24. ágúst nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.