Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 42
Sagt er að gögnin
séu olían í dag og
fleiri og fleiri fyrirtæki sjá
hag í að nýta gögn til að ná
fram skilvirkni og til þess að
geta boðið upp á betri
þjónustu.
Sterkt og gott
samband
Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki
Eitt símtal
og málið er leyst
Vodafone sinnir tæknilegum
þörfum okkar hratt og örugglega
Nám:
Viðskiptafræðingur frá Hí, út-
skrifaðist með B.Sc. 2002 og síðar
Master í Samskiptafræðum frá Há-
skólanum í Gautaborg árið 2013.
Störf:
Forstöðumaður viðskiptastýr-
ingar Creditinfo frá 2016, þar á
undan viðskiptastjóri Creditinfo
frá 2013. Áður en ég fór út í Master
2011-2013 var ég hjá Valitor við hin
ýmsu störf í 7 ár 2004-2011, síðast
sem viðskiptastjóri á alþjóðasviði
(2008-2011).
Fjölskylduhagir:
Gift Sveini Þórarinssyni, sérfræð-
ingi í greiningardeild Landsbanka
Íslands. Börn; Jökull Sveinsson
13 ára, Þóranna Sveinsdóttir 10 ára
og Franklín Sveinsson 3 ára.
Dagný Dögg Frank-línsdóttir er for-stöðumaður við-skiptastýringar hjá Creditinfo og hefur starfað hjá félaginu
síðan 2013. Hún segir að gríðarleg
tækifæri séu til vaxtar á erlendum
mörkuðum. Fleiri fyrirtæki sjái hag
í að nýta gögn til þess að ná fram
skilvirkni og til þess að geta boðið
upp á betri þjónustu.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mín helstu áhugamál eru úti-
vera, ferðalög og samverustundir
með fjölskyldu og vinum. Við erum
að ferðast mikið með krökkunum
og höfum gaman af því að fara t.d.
í borgarferðir með þeim. Erum nú
að íhuga að fara í hólreiðaferð með
krökkunum í næsta fríi. Einnig
langar okkur í skíðaferð, er í kort-
unum. Hef einnig lúmskt gaman
af garðvinnunni og útihlaupum.
Skemmtilegasta hlaup ársins er í
uppsiglingu og að sjálfsögðu tek ég
þátt. Hef hlaupið nokkrum sinnum
hálft maraþon og einu sinni heilt,
sem ég mun áreiðanlega endurtaka.
Síðan hef ég líka áhuga á listmálun
og ljósmyndun.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég fer oftast síðust fram úr eða
um 7.30, er ekki morgunmanneskja.
Maðurinn minn er meiri A-týpa
og fer fyrr á fætur. Ég græja mig og
tek oft göngutúr í leikskólann með
þeim yngsta sem er þriggja ára sem
mér finnst mikil gæðastund. Stund-
um næ ég svo virkilega góðum 15-20
mínútum heima eftir að allir aðrir
eru farnir. Tek þá einn kaffibolla,
skoða dagatalið og svara tölvupóst-
um. Borða aldrei morgunmat, bara
vatn með myntu fyrir kaffibollann.
Hvaða bók ertu að lesa eða last
síðast?
Er að lesa Michele Obama,
„Becoming“, byrjaði á henni í
sumar fríinu og mæli með henni.
Annars gefst ekki mikill tími til
lesturs, er að uppgvötva hlaðvarpið
núna og er mikið í því að hlusta á
hitt og þetta, og oftast á meðan ég
dúlla mér í garðinum, þvæ þvott
eða skokka 5 km. Síðast hlustaði ég
á hlauparann Arnar Péturs í hlað-
varpi Snorra Björns.
Ef þú þyrftir velja allt annan
starfsframa, hver yrði hann?
Mér finnst svakalega gaman að
skapa og búa til, ég er því viss um að
ég hefði getað unað mér við að vera
listmálari, húsgagnasmiður, ljós-
myndari eða eitthvað slíkt. Gerði
mikið af því að teikna og mála þegar
ég var yngri og mun örugglega gera
meira af því í framtíðinni.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Ætli ég verði ekki farin að stunda
skíðagöngu, utanvegahlaup og list-
málun. Svo verður vonandi mikið
um ferðalög og góðar stundir með
fjölskyldu og vinum. Börnin verða
orðin svo stór þannig að við verðum
með nægan tíma til að uppgötva ný
áhugamál, vonandi verður heilsan
góð og allir hressir. Þá verður bara
gaman. Hvað vinnu snertir býst ég
við að vera í krefjandi starfi með
skemmtilegu fólki. Mun ávallt
sækjast eftir því.
Hver eru helstu verkefnin þessa
dagana?
Stefnumótun, áætlanagerð, Fram-
úr skarandi fyrirtæki, þetta eru
stóru verkefnin á haustin. Alltaf nóg
að gera á þessum tíma. Viðskipta-
vinir okkar eru líka í þeim fasa að
vilja bæta ákvarðanatöku og sjálf-
virkni í sínum ferlum og því nóg að
gera í því. Mér finnast haustin mjög
skemmtilegur tími.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í starfinu?
Þar sem mann langar að gera allt
og verkefnin eru fjölmörg þá er það
að forgangsraða helsta áskorunin.
Einnig auðvitað að allir í teyminu
séu ávallt peppaðir og hafi verkefni
við hæfi.
Hvaða tækifæri eru fram undan
hjá Creditinfo?
Það er mikið af tækifærum til
frekari vöruþróunar, og þá vöru-
þróunar í nánu samstarfi við við-
skiptavini okkar. Sagt er að gögnin
séu olían í dag og f leiri og f leiri
fyrirtæki sjái hag í að nýta gögn
til þess að ná fram skilvirkni og
til þess að geta boðið upp á betri
þjónustu. Dæmi um þetta er t.d.
það að nú geta einstaklingar fram-
kvæmt greiðslumat á mjög stuttum
tíma, eitthvað sem tók áður nokkrar
vikur. Svo er gríðarlega mikið af
tækifærum til vaxtar erlendis, sem
er gaman að fá að taka þátt í.
Hefur lúmskt gaman af garðvinnunni
Svipmynd
Dagný Dögg Franklínsdóttir
Dagný Dögg sér mikil tækifæri í frekari vöruþróun hjá Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
9M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 MARKAÐURINN