Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 47

Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 47
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Maðurinn minn og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Jónsson lést að heimili sínu Mýrarvegi 113 laugardaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar eða heimahlynningu. Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir Guðrún Dóra Sigurðardóttir Peter E. Nielsen Sigrún Ásdís Sigurðardóttir Óskar Bragason Sigurjón Einarsson Guðlaug Þóra Reynisdóttir Jóhann Ingi Einarsson Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Herdís Tryggvadóttir lést fimmtudaginn 15. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 23. ágúst, klukkan 15. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir Þorsteinn Þorgeirsson Ásta Karen Rafnsdóttir Sigríður Þorgeirsdóttir Magnús Diðrik Baldursson Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson María Heimisdóttir Barnabörnin: Elísabet, Herdís, Sóla, Tryggvi, María Elísabet, Ásgeir Þór, Gunnar Þorgeir, Herdís Athena, Hörður Tryggvi, Gísli og langömmubörnin: Hekla Lúísa, Tryggvi Veturliði og Ísold Aurelia. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Nanna L. Pétursdóttir lést þriðjudaginn 6. ágúst á hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólks á deild A3 á hjúkrunarheimilinu Grund. Ásta Margrét Kristinsdóttir Bryngeir Sigfússon Á. Svava Magnúsdóttir Ingvar Ágústsson Berglind Magnúsdóttir Ægir Ó. Hallgrímsson barnabörn og langömmubörn. Eiginkona mín, Helga Alice Vilhjálmsson lést fimmtudaginn 15. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Magnús Magnússon Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Herdís Bjarney Steindórsdóttir Gullengi 23, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 15. Snæbjörn Þór Ingvarsson Marteinn Þór Snæbjörnsson Wally Bluhm Lilja Dís Snæbjörnsdóttir Teddy Sidelmann Rasmussen Guðbjartur Mar Snæbjörnsson Ingvar Skúli Snæbjörnsson Snæbjörn Kári Marteinsson Emma Olivia Bluhm Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna María Gunnarsdóttir Lindasíðu 27, Akureyri, lést á heimili sínu þann 9. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Kristján Sævar Þorkelsson Sólveig Kristjánsdóttir Gauti Valur Hauksson Gunnar Óli Kristjánsson Nína Jensen Þorsteinn Sævar Kristjánsson Kristján, Tómas, Jóhanna, Vésteinn og Hrafnkell Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, tengdaföður og bróður okkar, Jóhanns Sigurðssonar Seljuskógum 14, Akranesi. Sigurrós Ingimarsdóttir Þórhildur Orradóttir Einar Gestur Jónasson Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir Sigurður Kai Jóhannsson og fjölskyldan Skarði, Skeiða- og Gnúpverjahreppi Elskulegur eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Sigvaldi Páll Gunnarsson frá Ólafsfirði, lést 8. ágúst á Landspítala Hringbraut. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Bjarnheiður Erlendsdóttir Freydís Björk Sigvaldadóttir Þorbergur Atli Þorsteinsson Gunnar Þór Sigvaldason Eva María Oddsdóttir Adam Bjarki Sigvaldason Eva Björk Ægisdóttir Gunnar Þór Sigvaldason Bára Finnsdóttir S. Finnur Gunnarsson Sigríður Gunnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Vignis frá Siglufirði. Sérstakar þakkir færir fjölskyldan starfsfólki Hornbrekku á Ólafsfirði, sem og öðrum þeim sem komu að hjúkrun hennar og umönnun. Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Sveinn Ingi Sveinsson K. Haraldur Gunnlaugsson Alda María Traustadóttir Guðný Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Friðjónsdóttir Eystri-Leirárgörðum, Leirársveit, lést 30. júlí 2019. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pálmi Þór Hannesson Valgerður Kristjánsdóttir Magnús Ingi Hannesson Susanne Kastenholz Karl Ulrich Kastenholz barnabörn og barnabarnabörn. Konan sér um afmælis-daginn og ég veit ekk-ert hverju hún ætlar að finna upp á. Við héldum stórar veislur þegar ég varð fimmtugur og sex- tugur og á öðrum afmælum hafa börn og barnabörn verið með okkur líka. Nú vildum við bara vera tvö saman,“ segir Theódór Júlíusson leikari, oft kallaður Teddi, sem er sjötugur í dag. Hann er í 26 stiga hita í Berlín með eiginkonunni, Guðrúnu Stefánsdóttur, sem var miða- sölustjóri Borgarleikhússins þar til fyrir skömmu. Spurður hvort leiðir þeirra hafi legið fyrst saman í leikhúsinu svarar hann: „Nei, við erum skólafélagar frá Siglufirði og vorum 19 ára þegar við giftum okkur. Þá áttu karlmenn að vera orðnir 21 árs og konur 18 til að mega ganga í hjóna- band svo ég þurfti undanþágu.“ Teddi kveðst hafa orðið sviðsvanur á Siglufirði, enda faðir hans prímus- mótor í leikfélaginu, en byrjað á að læra bakaraiðn og það hafi verið á Ísafirði sem hann byrjaði fyrir alvöru að leika, er hann starfaði þar í Gamla bakaríinu. „Svo tók ég við bakaríinu á Siglufirði og við f luttum þangað aftur og síðar til Dalvíkur. Þá kynntist ég Leikfélagi Akureyrar og árið 1978 var mér boðinn fastur samningur þar. Upp úr því fór ég í leiklistarnám í London en Guðrún varð eftir á Akureyri með dæturnar fjórar. Við bjuggum á Akureyri í ellefu ár. Oft komu góðir leikstjórar þangað, mig langar að nefna Bríeti Héðinsdóttur, ég lék Búa Árland í Atómstöðinni undir hennar stjórn og það var einn mesti skóli sem ég hef komist í.“ Af eftirminnilegum hlutverkum nefnir Teddi Sölva Helgason í Ég er gull og gersemi, í leikgerð og stjórn Sveins Einarssonar, segir það alltaf hafa setið í sér. „Líka hlutverk Tevje mjólkurpósts sem Stefán Baldursson valdi mig í þegar hann kom norður að setja upp Fiðlarann á þakinu. Svo var ég gestaleikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1988 og þegar Borgarleikhúsið var opnað ári síðar var mér boðinn samningur þar og Guðrún ráðin í miðasöluna. Það voru tímahvörf og í hönd fóru skemmtileg þrjátíu ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur.“ Þátttaka í á þriðja tug kvikmynda í fullri lengd er á ferilskrá Tedda og fyrri ferðir hans til Berlínar hafa flestar verið í tengslum við kvikmyndahátíðir en ein var vorferð með leikhúsfólki. Nú er hann þar í einkaerindum. gun@frettabladid.is Vildum bara vera tvö Theódór Júlíusson á eftirminnileg hlutverk að baki í íslenskum leikhúsum og kvik- myndum og í dag fagnar hann því að hafa verið sjötíu ár á leiksviði lífsins. Teddi bregður sér í mörg hlutverk, hér er hann hann sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.