Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 116

Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 116
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 76 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is N 29 2015 Listahátíð í Reykjavík Julia Migenes La voix humaine eftir Francis Poulenc Lokaviðburður Listahátíðar 2015 Julia Migenes @ Harpa, Eldborg — 7. júní, kl. 20:00 Leikstjórn og sviðsmynd eru eftir Þorleif Örn Arnars- son og meðleikari Juliu á píanó er Árni Heiðar Karlsson. Uppfærslan er unnin í samstarfi við Hessisches Staatstheater Wiesbaden. Stofnaðilar Máttarstólpi Bakhjarlar listahatid.is FATAHÖNNUÐIR MEÐ FATAMARKAÐ Fatahönnuðirnir Katrín Alda, Hildur Yeoman, Rebekka Jónsdóttir, Eygló Lárusdóttir, Rannveig Kristjánsdóttir og Sævar Markús halda fatamarkað á Lofti Hosteli í dag. Eru þau mikið smekkfólk og ættu allir að finna eitthvað milli klukkan 11 og 17 í dag. Mælt er með að mæta snemma þar sem í boði verður bæði notuð og ónotuð merkjavara, ásamt sýnishornum frá KALDA, REY, Hildi Yeoman og EYGLO. Einnig verða töskur, skór, skart og tískubækur til sölu og einungis verður tekið við peningum. - asi Bresku þættirnir Poldark hafa sleg- ið í gegn í Bretlandi, en þar fer leik- konan Heiða Rún Sigurðardóttir með eitt af aðalhlutverkunum. „Það er eiginlega algjör heiður að mæta í vinnuna, að fá að vinna með svona mörgu góðu fólki og með gott hand- rit.“ Tökum á fyrstu seríu lauk fyrir skemmstu og er stefnt að því að tökur á annarri seríu hefjist í sept- ember. „Það er ekkert gefið að halda áfram með sjónvarpsseríur, sér- staklega ef maður gerir bara samn- ing um eina í einu. Þetta veltur allt á áhorfinu,“ segir hún, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda ytra. Heiður að vinna fyrir BAFTA Um síðustu helgi fékk hún þann heiður að afhenda verðlaun á BAFTA Craft-verðlaunahátíðinni, þar sem fólkið á bak við tjöldin var verðlaunað. „Ég var ekkert smá hissa þegar umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti að afhenda verð- laun. BAFTA er virðuleg stofnun og það er mikill heiður að fá að vinna með henni.“ Hún seg- ist ekki reikna með því að fara á stóru hátíð- ina sem fer fram í maí, enda sé þátturinn það nýr að hann komi ekki til greina til tilnefning- ar fyrr en að ári liðnu. Stöðvuð í lestinni Heiða seg- ist ekki enn vera búin að venjast því að ókunn- ugt fólk þekki hana úti á götu, og jafnvel stöðvi hana. „Stundum held ég hrein- lega að ég sé að ímynda mér að fólk sé að horfa á mig,“ segir hún og hlær. „Það er eiginlega vand- ræðalegast að lenda í því í lest- inni, því þá kemst maður ekki neitt. Ég lenti í því um daginn að einhver kona sem var aðdá- andi, alveg yndis- leg samt, talaði við mig í lestinni í gegnum 4 eða 5 stopp. Ég auðvitað komst ekk- ert og sökum þess hversu lengi hún talaði við mig þá tóku allir eftir mér og horfðu.“ Íslandsheimsókn í sumar Aðspurð hvort hana langi að taka að sér fleiri verk- efni heima á Íslandi segist hún meira en til í það. „Það er ótrúlega gaman að vinna heima og mér finnst verkefnin verða metnaðar- fyllri og flottari með hverju árinu sem líður. Ég ber mikla virðingu fyrir bransanum heima og leikurunum, sem eru hver öðrum hæfileikaríkari.“ Þessa dagana er Heiða að leika í leikritinu Scarlett, sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir barðinu á hefndarklámi og hvern- ig hún vinnur úr þeirri lífsreynslu. Sumarið er óljóst hvað verkefni varðar. „Ég er að skoða ýmislegt og hef farið á nokkra fundi vegna verkefna, en það er ekkert ákveð- ið.“ Hún stefnir að því að koma til Íslands í júlí og mögulega aftur í ágúst, ásamt leikurum úr þáttun- um. „Þá langar mikið að koma og vonandi finnum við tíma til þess. Ég þarf að sýna þeim gullna hring- inn og fara með þau í hvalaskoðun og svona,“ segir hún og hlær. Skrýtið að fólk sé farið að þekkja mann Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir gerir það gott í London og segist ekki enn vera búin að venjast athyglinni sem fylgir því að vera í sjónvarpi. GLÆSILEG Heiða ásamt mótleikara sínum Jack Far- thing á BAFTA. NORDICPHOTOS/GETTY. Adda Soffía Ingvarsdóttir adda@frettabladid.is Á UPPLEIÐ Heiða nýtur mikilla vinsælda úti í Bretlandi, í kjölfar sýninga á þáttunum Poldark. VERÐUR GOTT FÓLK AÐ KVIKMYND? Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Valur Grettisson sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ber nafnið Gott fólk. Bókinni hefur verið vel tekið og hefur Valur fengið eitt tilboð um að kaupa af honum kvik- myndaréttinn að bókinni og fleiri sýnt því áhuga. Sagan fjallar um mann sem gengur í gegnum svokallað ábyrgðarferli eftir að fyrrverandi ástkona hans sakar hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. - vh HERRA ÓLI GEIR Óli Geir, fyrrverandi herra Ísland og starfandi plötusnúður, hefur nú lagt land undir fót og dvelur á Filippseyjum. Hefur hann það afar huggulegt og fer mikinn um innfædda á fésbókarsíðu sinni. Segir hann meðal annars frá því að hann sé kallaður Sir, eða herra, í tíma og ótíma, og líkar það býsna vel. Má með sanni segja að Óli Geir sé í góðum málum og virðist lukkustjarnan hafa verið með honum frá upphafi ferðar, sem hófst á að enginn annar en Alexander Rybak, norska Eurovision- stórstjarnan, sat á næsta borði við hann á flugvellinum. - vh Ég var ekkert smá hissa þegar umboðs- maðurinn minn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti að afhenda verðlaun. „Ég þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum. Ég er ekki með það á heilanum að æfa og vera mjó.“ ZOE SALDANA SVARAR ATHUGA- SEMDUM UM AÐ HÚN SÉ OF GRÖNN OG ÆFI OF MIKIÐ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.