Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 102
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62
Við komum saman, allir
komnir með grátt í skeggið og
vangann en svo var þetta eins
og að fara í tímavél. Falleg
nærvera skapaðist og fullt af
hugmyndum fór á flug.
Á einhverjum tímapunkti
fór ég að gleyma af hverju ég
væri í þessu og ég týndi sjálfum
mér. Þess vegna tók ég með-
vitaða og heiðarlega ákvörðun
um að hætta í músík.
Þetta er svo gaman,“ segir Berg-sveinn og bókstaflega ljómar þegar hann segir mér frá endurkomunni og hressandi hljómsveitaræfing-um Sóldaggar undanfarna daga. „Við erum ráðsettir fjölskyldu-
feður í úthverfum í dag og frá því að bandið
hætti árið 2001 hafa tíu börn fæðst í hópinn.
Svo fórum við að spá í hvernig við ættum að
fagna afmælinu, við erum allir miklir vinir
og höfum alltaf haldið góðu sambandi þannig
að pælingin var fyrst að fara saman í ferða-
lag með fjölskyldurnar. En svo fundum við
að okkur langaði svo að taka upp hljóðfærin
og spila fyrir fólk aftur. Finna aftur stemn-
inguna, spennuna og orkuna. Ég held að þetta
sé eins og fyrir menn sem spiluðu fótbolta á
yngri árum að fara svo í bumbubolta til að
upplifa tilfinninguna aftur.“
Innst inni hljómsveitargaur
Bergsveinn, eða Beggi eins og hann er alltaf
kallaður, byrjaði ungur í bransanum og var
í rapphljómsveit fimmtán ára gamall. Hann
vakti síðan mikla athygli þegar hann tók þátt
í söngleiknum The Commitments á mennta-
skólaaldri og í kjölfarið var hljómsveitin Sól-
dögg stofnuð 1995.
„Þegar þetta afmæli kom upp fór ég í
smá naflaskoðun og hugsaði hver ég væri
eiginlega. Jú, ég er ráðsettur maður og vinn
mína vinnu hjá Ölgerðinni í matvælabrans-
anum og hef gert í mörg ár. En innst inni er
ég hljómsveitargaur. Mamma kom einmitt í
gær heim með gamla teikniblokk frá því ég
var sjö ára. Þar var ég búinn að teikna óla
prik kalla með hljóðfæri uppi á sviði og svo
stóð með krakkaskrift fyrir ofan: „Ég ætla
að verða söngvari þegar ég verð stór.“ Ég er
bara þessi gaur.“
Springa úr sköpunarkrafti
Sóldaggarmeðlimirnir fjórir hittust á dög-
unum til að athuga hvort fótur væri fyrir því
að spila opinberlega á afmælinu. „Við komum
saman, allir komnir með grátt í skeggið og
vangann en svo var þetta eins og að fara í
tímavél. Falleg nærvera skapaðist og fullt
af hugmyndum fór á flug. Á þessari einu
æfingu gerðum við grunn að þremur nýjum
lögum. Allir að springa úr sköpunarkrafti.“
Hljómsveitin hætti störfum árið 2001 eftir
sex ára spilamennsku úti um allt land og um
það bil 130 böll á ári. Hver einasta helgi fór í
akstur landshorna á milli þar sem sofið var
í rútunni á daginn og spilað á kvöldin. Sveit-
in náði skottinu á sveitaballatímabilinu og
Beggi lýsir tímanum sem einu stóru partíi.
En af hverju hætti hljómsveitin?
„Af því að partíið var í raun löngu búið,“
segir Beggi hlæjandi en bætir svo einlægur
við að hann hafi hreinlega klárað sig and-
lega. „Þessi lífsstíll keyrði mig eiginlega í
þrot enda vorum við í hljómsveitinni ekki
beint þekktir fyrir að vera þessir fyrirmynd-
arpopparar eins og þekkjast í dag – þessir
sem eru í íþróttum, bragða ekki áfengi og
eru góðar fyrirmyndir fyrir unga fólkið. Á
einhverjum tímapunkti fór ég að gleyma af
hverju ég væri í þessu og ég týndi sjálfum
mér. Þess vegna tók ég meðvitaða og heiðar-
lega ákvörðun um að hætta í músík. Þrátt
fyrir að ég hefði mikla ástríðu fyrir tónlist þá
varð ég að gera þetta til að breyta lífi mínu
og koma fótunum niður á jörðina. Ég hætti
að drekka og hef ekki smakkað vín frá árinu
2003. Áfengi helst oft í hendur við svona
mikla spilamennsku því á einhverjum tíma-
punkti ferðu að halla þér að einhverri hækju.“
Hrokinn farinn
Við tók alveg nýtt líf hjá Begga. Hann tók
saman við æskuástina og stofnaði fjölskyldu.
„Það gerðust alveg æðislegir hlutir eftir að
ég tók þessa ákvörðun. Ég var búinn að taka
rokklífsstílinn alla leið og kláraði pakkann.
Það gerir það að verkum að þegar ég er að
kveikja á gasgrillinu eða að leira á laugar-
dagskvöldi þá er ekkert þarna úti sem togar
í mig lengur. Been there – done that,“ segir
Beggi glottandi.
Er þá barnadraumurinn um að starfa sem
söngvari farinn út í buskann? „Nei, nei. Ég
er búinn að vera með annan fótinn í brans-
anum. Ég var í Vinum vors og blóma á tíma-
bili, söng með Pöpum og hef tekið þátt í ein-
hverjum uppfærslum. Það er gott að koma að
POPPARAR Sóldaggarmenn stilla sér upp á Gauki
á Stöng árið 1998. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR JÓNASSON
SAGÐI SKILIÐ
VIÐ BRANSANN
OG BREYTTI
LÍFI SÍNU
þessu aftur en bara svona yfirvegað. Þegar
maður er svona skýr þá upplifir maður þetta
öðruvísi, sambandið við fólkið í salnum
verður betra og kikkið enn meira. Maður
er meira svona frá hjartanu í þessu, enda
er ég orðinn miklu næmari og meyrari með
því að vera vímulaus. Hrokinn og óttinn eru
farnir.“
Sóldögg kemur fjórum sinnum fram á
næstu mánuðum. Fyrsta giggið verður í
kvöld á Spot í Kópavogi en lokahnykkurinn
verður á Þjóðhátíð í Eyjum, eða hvað?
„Við ákváðum að gera tónlist í sumar.
Semja og hafa gaman. Ég veit ekkert hvert
það leiðir okkur. Við erum náttúrulega
komnir á ákveðinn aldur og tónlistarsenan
búin að breytast mjög mikið. En fyrir okkur
er bara æði að búa til smá tónlist aftur.“
Erla Björg Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Bergsveinn Arilíusson söngvari
þurft i algjörlega að snúa við
blaðinu eft ir nokkur ár af stans-
lausu partíi. Tónlistin togar
þó alltaf í hann og nú ætlar
Sóldögg að koma saman aft ur
af tilefni þess að tuttugu ár eru
liðin frá því bandið var stofnað.
MENNTAÐUR BAKARI Beggi
starfar í matvælabransanum
hjá Ölgerðinni og er ánægður
með dagvinnu og fjölskyldulíf í
úthverfi þótt tónlistin blundi alltaf
í honum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI