Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 108

Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 108
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 68 Ísland – suðupottur fuglaflensu www.hi.is VÍSINDI Á MANNAMÁLI Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir á veirum í farfuglum sem koma hingað til lands í sjötta erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli í Háskóla Íslands. Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir sínar undanfarin ár og hafa niðurstöður þeirra vakið athygli víða um heim. Erindið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 12.10. Í kjölfar faraldurs fuglaflensu af stofni H5N1 fyrir nokkrum árum hefur mikil umræða átt sér stað um flensu í fuglum um allan heim. Helstu áhyggjur manna snúa að þeirri hættu sem alifuglum stafar af fuglaflensu og mögulegum áhrifum þess á menn ef banvænar veirur breyta sér og smitast á milli manna. Í erindinu fjallar Gunnar Þór um rannsóknir sínar og samstarfsfélaga sem á síðustu árum hafa skoðað tíðni og gerðir fuglaflensuveira í fuglum á Íslandi. Í fuglunum fundust margar gerðir veira sem eiga uppruna bæði í Evrópu og Ameríku. Rannsóknirnar leiddu meðal annars í ljós að Ísland er einskonar suðupottur fyrir fuglaflensu frá mismunandi heimssvæðum þar sem þær blandast og mynda nýjar veirur. Af þessu leiðir að Ísland getur virkað eins og stökkpallur fyrir fuglaflensu á milli Evrasíu og Ameríku. Í rannsóknunum fundust m.a. vægar gerðir af H5N1 (í vaðfugli) og H5N2 (í máfi) fuglaflensuveirum. Í erindinu verður sagt frá því hvaða fuglategundir eru líklegastar til að flytja fuglaflensuveirur til og frá Íslandi og rýnt í lífshætti og farmynstur fuglanna. Einnig verður rætt um hvaða áhrif flensa hefur á villta fugla og hvaða veirum mönnum kann að stafa ógn af. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má finna á: www.hi.is/visindi_a_mannamali PIPA R\ TBW A • SÍA • 151966 FÓTBOLTI Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmund- ur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knatt- spyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervi- grasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leik- ir fóru fram í Laugardalnum í upp- hafi tímabilsins eftir mikla vetrar- hörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stór- lið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan legg- ur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vell- inum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiða- blik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekk- ert fremur en að spila og reynd- um að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist ein- faldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómons- dómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji for- ráðamanna Fylkis til að skipta gras- inu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynnt- ur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynnt- ur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kring- um völlinn nema bara fyrir meist- araflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöð- una allt árið og í öllum flokkum.“ eirikur@frettabladid.is Við vildum spila á sunnudag Ásmundur Arnarsson segir að það hafi verið vilji þjálfara og leikmanna Fylkis að spila gegn Breiðabliki á morgun. Að fresta leiknum til fi mmtudags hafi verið millilending sem enginn sé í raun fyllilega sáttur við. ÓSÁTTUR VIÐ FRESTUNINA Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HNEFALEIKAR Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringn- um. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síð- asta blóðdropa í MGM Grand- höllinni í Vegas aðfaranótt sunnu- dags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 pró- sent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum við- burði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardag- inn aðeins brjóta metið heldur tvö- falda það. Til að horfa á bardagann í hás- kerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardag- ann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragn- arssonar. Útsendingin hefst klukk- an eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru dugleg- ir að fá frægasta fólkið í Banda- ríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upp- hafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparn- ir sem berjast ótrúlega hæfileika- ríkir og tveir af bestu hnefaleika- köppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokk- um, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sam- mála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálf- ur lýst sér sem besta bardaga- kappa sögunnar enda sé hann tap- laus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt. - tom Sá stærsti frá upphafi Mayweather og Pacquiao mætast loks í hringnum. LOKSINS Lengi hefur verið beðið eftir því að Mayweather og Pacquiao mætist í hringnum og nú verður af því eftir sex ára bið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Ísland mætir Serbíu ytra í undankeppni EM 2016. Strákarnir okkar komu sér á topp riðilsins með glæsilegum sextán marka sigri á Serbum í Laugar- dalshöllinni á miðvikudag, 38-22. Ísland komst á topp riðilsins með sigrinum á markatölu en liðið er með fjögur stig, rétt eins og Svartfjallaland og Serbía. Ísrael er svo án stiga á botninum en tvö efstu liðin komast áfram á EM 2016 í Póllandi. Sigur í Serbíu yrði mikilvægur áfangi í baráttunni um farseðil- inn til Póllands en særðir heima- menn þurfa einnig nauðsynlega á stigunum að halda. Leikurinn hefst klukkan 17.00 á morgun en Ísland verður reyndar án Guð- jóns Vals Sigurðssonar og Alex- anders Peterssonar þar sem báðir eiga við meiðsli að stríða. - esá Verja topp- sætið í Serbíu ARON Leikstjórnandinn er í lykilhlut- verki með Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.