Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 38

Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 38
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 38 Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra UPPÁHALDS ÖPPIN8 3G 9:41 AM Twitter Facebook Shazam Audible Snapchat Clue AUDIBLE Hljóðbækur eru meiriháttar. Nota þetta til dæmis þegar ég keyri, laga til eða geng og ég sofna alltaf út frá hljóðbók. Stilli á fimmtán mínútur og veit ekki meir. FEEDLY Fréttaveitan mín. Síar frá allt smellu- dólgadraslið og ég er eldsnögg að fara í gegnum það sem ég þarf að lesa. FACEBOOK Æ, já. Maður er ekki meira töff en þetta. TWITTER Eða jú, Twitter bjargar því sem bjargað verður. Ég er víst #hippogkúl. SNAPCHAT Hvað get ég sagt? Hvernig á maður annars að fylgjast með því hvað vinir manns drekka mikið? SPOTIFY Veit ekki hvernig ég komst í gegnum daginn án Spotify áður. SHAZAM Sniðugt app sem bjargar mér iðulega frá þráhyggju yfir að muna ekki hvað lagið í útvarpinu heitir. CLUE Ef ég hefði átt þetta app fyrir sex árum hefði yngsta barnið sennilega aldrei orðið til. Guði sé lof að ég átti ekki snjallsíma þá. SpotifyFeedly Þegar ný, byltingarkennd tækni er annars vegar hefur síðasta öld eða svo verið gjöful, svo um munar. Í raun hafa vís-indamenn, verkfræðingar og frumkvöðlar af öllum toga verið svo duglegir að við hin eigum í bölv- uðum erfiðleikum með að halda í við þá. Tækninni fleygir fram og við neytendur sitjum eftir. Grunlaus- ir – jafnvel firrtir – þátttakendur í byltingunni. Eins og við höfum séð á allra síðustu árum fylgja þessari þróun flókin lagaleg vandamál. Hvernig komum við böndum á nýja, fram- andi tækni með ákvæðum og reglu- gerðum án þess að kæfa nýjungina í fæðingu? Þessa daga keppast þjóðir heims- ins við að koma á reglugerðum um notkun ómannaðra loftfara. Hér höfum við tækni sem er svo ný að Íslendingar hafa ekki einu sinni sammælst um hvað á að kalla hana. Flygildi segja sumir, aðrir nota dróni. Enn aðrir nota mannleysa (oftar en ekki í hálfkæringi) og síðan vill einn spekingur nota orðið sviffluga, sem er mögulegt samheiti yfir sjálfan höfund orðsins, Ómar Ragnarsson (Pæling: Þetta leiðin- lega suð í drónunum. Við gætum hreinlega kallað fyrirbærið ómar. Hefur jafnvel menningarsögulega tengingu. „Hvað er þetta á flugi þarna?“ „Nú, ómar auðvitað.“ – Þið pælið í þessu). Gjöfin í ár Lengi vel var notkun ómannaðra loftfara takmörkuð við hernað. Með ódýrri tölvutækni og skynj- urum, minni myndavélum og fleiru eru drónar (það fallbeygist bara svo vel) skyndilega að ryðja sér til rúms á almennum markaði, þrátt fyrir að vera háðir vissum tæknilegum tak- mörkunum þegar kemur að drægni og sjálfstýringu. Engu að síður njóta þeir gríðarlegra vinsælda. Greiningarfyrirtækið Lux Re- search áætlar að í kringum 500 þúsund drónar hafi verið seldir á almennum markaði á síðasta ári. Miðað við bestu spár verða 1,6 millj- ónir dróna seldar á heimsvísu árið 2025. Sama spá gerir ráð fyrir að velta markaðarins nemi 28 millj- örðum króna það ár. Það sem stend- ur helst í vegi fyrir að drónar nái slíkum vinsældum eru reglugerðir. Kanadamenn og Ástralar hafa tekið af skarið og komið á stífum reglum um notkun dróna en slíkt er vart að finna hjá öðrum þjóðum. Það er þó að fara að breytast hérna á Íslandi. Tækifæri og takmarkanir Samgöngustofa hefur unnið að til- lögum að reglugerð um ómönnuð flugför. Þórólfur Árnason forstjóri vonast til að skila tillögum til innan- ríkisráðuneytisins „öðrum hvorum megin við helgina“. Ráðuneytið taki þá við og birti drögin til almennrar umsagnar í kjölfarið. „Þarna er verið að taka sérstak- lega fyrir ómönnuð flugför eða dróna að ákveðinni þyngd, að þeim sé flogið í ákveðinni hæð og að það sé full stjórn á þeim,“ segir Þórólf- ur, sem er vélaverkfræðingur að mennt, og ítrekar að eins og með leikföng af öllum toga gildi almenn landslög um ábyrgð þeirra sem er við stjórnvölinn. Jafnframt er þegar öll truflun á flugvallarsvæð- um bönnuð. „Það er mikið verið að skoða þetta meðal erlendra þjóða og þá fyrst og fremst að gæta að einkalífi og að þetta hindri ekki aðrar loft- ferðir, mannaðar loftferðir. Það eru öryggissjónarmið sem við leggjum áherslu á.“ Að sögn Þórólfs hefur Samgöngu- stofa haft samráð við áhugamenn um drónatækni og fagaðila, stóru flugfélögin, ISAVIA og fleiri. „Við höfum frekar verið að horfa á möguleikana og tækifærin sem fel- ast í þessu. Og ég tel að það séu mikl- ir möguleikar hérna,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að loftrými Íslands sé nokkuð sérstakt. Við erum langt frá öðrum þjóðum, þar sem drónar eru víða bannaðir vegna hernaðarlegs mikilvægis. „Við höfum hér tæki- færi til að nýta þessa auðlind sem loftrými okkar er.“ Þannig væri hægt að nýta loft- rými Íslands eða svæði innan þess sem eins konar tilraunasvæði fyrir dróna. Þegar hefur borist beiðni um slíkt frá erlendum aðila en Þórólfur getur ekki gefið upp um hvaða fyrir- tæki er að ræða. „Það liggur fyrir mjög athyglisverð beiðni frá ákveðn- um aðila um slíkt. Frátekið loftrými á ákveðnum stað til prófana.“ Ábyrgð notandans Reglur geta hamlað eða örvað tækniþróun. Greinendur Lux Re- search benda á að framtíð dróna- tækninnar á hinum almenna mark- aði sé enn óljós. Skortur á reglum sé ekki endilega til þess að efla áhuga fólks á tækninni, þvert á móti. Þegar vafasamar uppákomur eiga sér stað grípa svifasein stjórnvöld til róttækra, jafnvel gerræðislega aðgerða með hreinu banni. Þetta hefur átt sér stað í Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku. „Ég hef mest hugað að því að þetta sé á ábyrgð notandans, að þessir hlutir séu merktir og að hægt sé að rekja þá til þess sem ber ábyrgð á þeim,“ segir Þórólfur. Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loft rými fyrir tilrauna- fl ug með dróna. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir það gott tækifæri til að nýta þá auðlind sem loft rými Íslands er. FLYGILDI Nú styttist í að reglur um dróna verði kynntar. NORDICPHOTOS/GETTY Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Öflug spjald- og leikjatölva með öllum klassísku tökkunum ásamt 5” kristaltærum HD snertiskjá og ótrúlegu úrvali af leikjum og forritum!14.900 LEIKJATÖLVA ÓGRYNNILEIKJANÆR ÓTAKMARKAÐ ÚRVAL AF LEIKJUM OG FORRITUM FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU GRÆJU OPIÐ Í DAG FRÁ 11-16 Þarna er verið að taka sérstaklega fyrir ómönnuð flugför eða dróna að ákveðinni þyngd, að þeim sé flogið í ákveðinni hæð og að það sé full stjórn á þeim. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu 2.0 1.5 1.0 0.5 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 m ill jó ni r ei nt ak a SALA Á DRÓNUM hátt mat grunnmat
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.