Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.01.2012, Qupperneq 12
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR12 UnGVeRjAlAnD „Forsætisráðherran sór þess eið að vernda stjórnar- skrána, en í staðinn hefur hann koll- varpað henni,“ sagði Laszlo Majteni, einn þeirra fjölmörgu mótmæl- enda sem komu saman í miðborg- inni í Búdapest á mánudagskvöld til að mótmæla nýrri stjórnarskrá landsins. Mótmælendurnir skiptu tugum þúsunda, hugsanlega voru þeir allt að hundrað þúsund. Með stjórnar- skrárbreytingunum eru tök stjórn- málamanna hert á dómsvaldi, seðla- banka, trúfélögum og fjölmiðlum. Mótmælendurnir segja að með nýju stjórnarskránni, sem tók gildi um áramótin, séu afnumdir þeir var- naglar gegn valdsækni og valdníðslu sem settir voru eftir fall kommún- istastjórnarinnar í lýðræðisbyltingu austantjaldslandanna árið 1989. Nýja stjórnarskráin þykir ein- kennast af íhaldssemi, bæði í efna- hagsmálum og siðferðismálum. Mannréttindasamtökin Amnesty International eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hana fyrir að stan- dast ekki alþjóðlegar mannréttinda- reglur. Í aðfaraorðum nýju stjórnar- skrárinnar er vísað til hinnar helgu krúnu Ungverjalands, þrátt fyrir að Ungverjaland eigi áfram að vera lýðveldi en ekki konungsríki, hvað þá heilagt konungsríki. Þar er einnig vísað til guðs, kristindóms og hefðbundinna fjölskyldugilda. Í stjórnarskránni sjálfri er svo til dæmis hjónaband skilgreint þannig að það sé samband karls og konu. Þá er líf skilgreint þannig að það hefjist við getnað. Viktor Orban forsætisráðherra er leiðtogi íhaldsflokksins Fidesz, sem situr í ríkisstjórn ásamt flokki kristilegra demókrata. Saman hefur bandalag þessara tveggja flokka tæp 53 prósent atkvæða en rúm- lega tvo þriðju þingmanna landsins, sem gerir þeim meðal annars kleift að breyta stjórnarskrá að vild, án aðkomu annarra flokka. Evrópusambandið, Bandaríkin og ýmis alþjóðasamtök hafa gagnrýnt ýmislegt í stjórnarfari Ungverja- lands síðan Orban tók við. Meðal annars hefur gagnrýni beinst að umdeildum fjölmiðlalögum, sem þingmeirihlutinn setti árið 2010, og svonefndum stöðulögum, sem áttu að tryggja stöðu þeirra Ungverja sem búsettir eru í nágrannalönd- unum. Efnahagslíf Ungverjalands stefn- ir í kreppu nú á þessu ári sem er að hefjast og stjórnin hefur leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir efnahagsaðstoð, en samningar um það hafa ekki enn tekist. gudsteinn@frettabladid.is MótMæli Tugir þúsunda komu saman fyrir utan Ríkisóperuna í Búdapest á mánudagskvöld. noRdicphoTos/AFp Orban sakaður um einræðistilburði Tugir þúsunda Ungverja mótmæltu á mánudag nýrri stjórnarskrá landsins, sem tók gildi um áramót. Viktor Orban forsætisráðherra er sakaður um að hafa koll- varpað stjórnskipan landsins til að tryggja sjálfan sig og íhaldsstefnu sína í sessi. Í dag býður Iceland Express ölda flugsæta til London og Köben á frábæru tilboðsverði, frá 12.999 kr., aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar. Bókunartímabil: Í dag frá kl. 12.00–23.59 Ferðatímabil: 5. janúar – 29. febrúar 2012 Áfangastaðir: London og Kaupmannahöfn Þú bókar á www.icelandexpress.is LONDON OG KÖBEN FRÁ: AÐEINS Í DAG! noReGUR Fulltrúi Framfara- flokksins í bæjarstjórn Skien í Noregi hefur sakað stöðumæla- verði bæjarins um að hygla fulltrúum meirihlutans. Í aðsendri grein í blaðið Vardan furðar Thor Arild Bolstad sig á því að hann og fleiri Framfara- flokksmenn hafi fengið sekt fyrir að leggja ólöglega við ráðhús bæjarins, en hann hafi hins vegar aldrei séð fulltrúa meirihlutans fá sekt þrátt fyrir mörg tilefni. Yfirmaður bílastæðamála í bænum hafnar því að um mis- munun sé að ræða. Verðir séu einfaldlega ekki alltaf á vakt og því séu ekki allir teknir. - þj Pólitískt hitamál í Skien: Segir stöðusekt- ir vera pólitískar Stöðubrot Bæjarpólitíkin er margslungin í skien, ef marka má aðfinnslur fulltrúa Framfaraflokksins. noRdicphoTos/AFp DÓMSMÁl Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í tíu og fimmtán mánaða fangelsi eftir að komið var að þeim í sumarhúsi í Ölfus- borgum, þar sem þeir voru að baksa við að þurrka rúm 374 grömm af kókaíni í bakaraofni. Einn mannanna sem viður- kenndi að hafa smyglað kóka- íninu til landsins var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Hann kvaðst hafa grafið efnin í jörðu, þar sem þau hefðu legið í um ár og því hefði þurft að þurrka þau. Hinir tveir, sem voru með smyglaranum í sumarhúsinu voru dæmdir í tíu mánaða fang- elsi hvor vegna þátttöku þeirra í þurrkuninni. -jss Þrír dæmdir fyrir kókaínsmygl: Reyndu að þurrka kókaín í bakaraofni loftfiMleikar Kínverskt loftfimleika- fólk skemmti á nýárshátíð í Fuzhou um helgina. noRdicphoTos/AFp rúðubrot í reiðikasti Rúðubrot í húsnæði Björgunar- félags Vestmannaeyja var tilkynnt til lögreglunnar í umdæminu nýverið. Þarna hafði drengur á sautjánda ári brotið rúðuna í reiðikasti en honum hafði eitthvað sinnast við félaga sinn. Viðurkenndi hann rúðubrotið og kvaðst tilbúinn til að bæta tjónið. lögregluMál

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.