Fréttablaðið - 04.01.2012, Side 17

Fréttablaðið - 04.01.2012, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2012 17 Af netinu forsetakosningar, fylgið og peningarnir Á Íslandi er aðeins ein umferð í forsetakosningum. Ef fjöldi frambjóðenda verður mikill er hugsanlegt að forseti verði kosinn með býsna litlu atkvæða- magni – það má minna á að Ólafur Ragnar fékk aðeins 40 prósent atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn forseti og Vigdís Finnbogadóttir ennþá minna. Er hugsanlegt nú að einhver geti orðið forseti með aðeins fjórðung atkvæða á bak við sig? Fjármálin eru svo annar þáttur sem sem þarf að pæla í. Framboð Ólafs Ragnars var stórskuldugt eftir kosningarnar 1996. Svona kosningabarátta kostar peninga, ekki síst ef frambjóðendur fara að auglýsa í fjölmiðlum. Slíkir peningar verða ekki tíndir upp af götunni – hvaðan koma þeir þá? http://silfuregils.eyjan.is/ egill Helgason Íþrótta- og tómstundaráð Reykja-víkur (ÍTR) átti aldarfjórðungs- afmæli á nýliðnu ári. Þótt lítið hafi farið fyrir hátíðarhöldum vegna afmælisins, er ekki úr vegi að líta um öxl í lok afmælisárs og meta hvernig ráðið hefur sinnt hlut- verki sínu í gegnum tíðina í þágu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðs- mála í Reykjavík. Íþrótta- og tómstundaráð varð til við sameiningu Íþróttaráðs og Æskulýðsráðs Reykjavíkur árið 1986. Þessi ráð höfðu hvort á sínu sviði unnið gott starf í þágu Reyk- víkinga um áratuga skeið og voru skoðanir vissulega skiptar um það hvort rétt væri að sameina þau. Borgaryfirvöld ákváðu að sameina krafta þessara ráða í því skyni að efla enn frekar starf í þágu barna og ungmenna, hvort sem það væri unnið á vegum borgarinnar eða frjálsra félaga og samtaka. Tíminn hefur leitt í ljós að það var rétt ákvörðun að sameina rekstur íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála með þeim hætti sem gert var árið 1986. Miklar framfarir hafa orðið í þessum málaflokkum enda hefur stöðugt verið unnið að þróun þeirra undir merkjum ÍTR. Langflest börn og unglingar í borginni taka nú þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðs- starfi með einhverjum hætti. Íþróttir fyrir alla Ljóst er að allar aðstæður til íþróttaiðkunar hafa stórbatnað í Reykjavík á undanförnum áratug- um. Mörg íþróttahús hafa verið reist í tengslum við skólabygging- ar eða íþróttafélög og hafa flest þeirra fyllst jafnóðum af börnum og unglingum eða fullorðnu fólki, sem stundar þar íþróttaæfingar. Við byggingu og rekstur íþrótta- mannvirkja hefur Reykjavíkur- borg lagt áherslu á að nýta krafta íþróttafélaganna í borginni enda þekkja þau best aðstæður í við- komandi hverfi eða íþróttagrein. Fyrir hönd borgarinnar hefur ÍTR annast samskiptin við íþrótta- hreyfinguna og hefur það sam- starf verið afar farsælt. Borgin hefur sjálf annast rekstur nokk- urra íþróttamiðstöðva en á síð- asta kjörtímabili var ákveðið að kanna möguleika á að hverfis- íþróttafélög kæmu í auknum mæli að rekstri þeirra. Þannig hefur ÍR nú t.d. tekið að sér rekstur íþrótta- húsanna við Seljaskóla og Austur- berg í Breiðholti, Fjölnir í Grafar- vogi sér um rekstur íþróttahússins við Dalhús, Ármann og Þróttur reka íþrótta- og félagsmannvirki sem þjóna félögunum í Laugardal og Fylkir rekur fimleikahúsið í Norðlingaholti. Á síðasta kjörtímabili var Frí- stundakortinu svokallaða komið á fót og voru þá einnig undirritaðir sérstakir þjónustusamningar milli íþróttafélaganna og Reykjavíkur- borgar þar sem m.a. er kveðið á um að félögin annist ákveðna þjón- ustu í mannvirkjum í skilgreind- um hverfum eða íþróttagrein og fái á móti fjárframlag frá borg- inni. Hafa fyrrgreind atriði stuðl- að að því að á fáum árum hefur orðið gífurleg fjölgun í barna- og unglingastarfi reykvískra íþróttafélaga. Þá hefur iðkend- um í almenningsíþróttum einnig fjölgað verulega. Miðað við stærð Reykjavíkur er með ólíkindum hve margar íþróttagreinar eru stund- aðar í borginni innan vébanda sjö- tíu sjálfstæðra íþróttafélaga, sem borgin á samstarf við með einum eða öðrum hætti. Sæluríkar sundlaugar ÍTR annast rekstur sjö almenn- ingssundlauga auk ylstrandar í Nauthólsvík, sem tugþúsundir Reykvíkinga sækja sér til heilsu- bótar og hressingar. Hefur sund- gestum fjölgað ár frá ári og er talið að aðsóknin hafi farið yfir tvær milljónir á árinu 2011. Í reyk- vískum sundlaugum birtist vel sá þáttur í menningu borgarbúa, sem fólginn er í nýtingu heita vatnsins en með sundferð er á einstakan hátt hægt að sameina holla hreyf- ingu, vellíðan og góðan félags- skap. Sundlaugarnar í Reykjavík njóta mikillar hylli ferðamanna og hafa hvað eftir annað vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og þá er þjónusta við sjósund- kappa vaxandi þáttur í starfsemi Ylstrandarinnar. Í seinni grein verður fjallað nánar um æskulýðs- og frístund- astarfið og þá uppskiptingu, sem gerð var á ÍTR á afmælisárinu. Íþrótta- og tómstundaráð 25 ár í fararbroddi Nú þegar enn ein breyting hefur orðið á ríkisstjórn Íslands er eðlilegt að horfa fram á veginn og huga að þeim starfs- háttum sem nauðsynlegt er að hafa í heiðri og láta fram ganga. Þeir sem veljast til forystu á þessu sviði vilja án efa láta gott af sér leiða og ná árangri. Stjórnmál eru í eðli sínu sam- starfsmál, þar eru margir kvaddir til, bæði þeir sem hafa atvinnu af stjórnmálum, einnig áhugafólk og aðilar ákveðinna hagsmuna. Þarna er kjörinn vettvangur til að þróa samræður þar sem leitað er lausna. Til að slíkt lukkist þurfa markmið að vera skýr og vinnuferli sem allir samþykkja. Um leið og verksvið ráðherra færist út og þeir hafa fleiri svið undir höndum þurfa þeir að endurskoða vinnulag og laga það að víðfeðmu starfs- sviði. Þeir munu ekki geta náð yfir málefnin nema með nánu samstarfi þeirra ráðuneyta sem hver og einn hafði áður. Um leið dregur vonandi úr hagsmunagæslu samtaka, enda hafa samtök í landbúnaði og sjávarútvegi varað við þeirri sameiningu ráðuneyta sem nú er að komast í framkvæmd. Stærri einingar kalla á faglegri vinnubrögð en verið hafa. Æski- legt er að þróunin geti orðið sú að landið verði eitt kjördæmi, ekkert svæði landsins verði afskipt og þingmenn líti á sig sem fulltrúa alls landsins en ekki ákveðinna svæða. Við þurfum að komast af stigi persónustjórnmála og á stig samstöðustjórnmála. Með hug- takinu persónustjórnmál á ég við að hver og einn sem fengið hefur ábyrgðarhlutverk í stjórn- málum vinnur að þeim og metur frá sínum sjónarhóli. Sjónar- hólarnir eru nefnilega margir og hinir ábyrgu þyrftu að geta komist á þá sem flesta. Þegar þátttakendur sjá að þeirra stefna nær ekki öll að ganga fram þar sem þeir starfa með öðrum flokki verða þeir að láta samstöðustjórnmál taka við. Þegar svo verður hætta menn að litast um eingöngu innan síns flokks og átta sig á að nýtt afl verður til með samstöðu flokka sem telja sig geta tekist á við verkefni með nýjum hætti, betur en hver flokkur fyrir sig hefur í stefnuskrá sinni. Með slíkri samstöðu verður til holl- usta sem aldrei kemur fram í persónustjórnmálum. Eftir hrun hafa margir vonað að nýr hugsunarháttur í stjórn- málum taki við. Svo hefur ekki orðið og myndin af Alþingi í hugum fólks er eins og hún getur döprust orðið. Það ætti að vera áramótaheit þingmanna að taka upp ný vinnubrögð, vinna að málefnum til að leysa þvert á flokka ef eðli málanna kallar á það. Það hefur örlað á þessu í vetur. Getur ekki vinna að nýrri stjórnarskrá orðið nýtt upphaf? Ekki geta þingmenn unað því að tíundi hver landi sé ánægður með starf þingmanna. Eðli stjórnmálanna Prófasvindl nemenda er þekkt fyrirbrigði. Það hins vegar að skólar svindli stundum á nemend- um hefur líklega ekki verið rætt opinberlega áður og því kominn tími til að vekja athygli á þeirri staðreynd. Já, það er nefnilega staðreynd að slík dæmi eru aldeilis ekki óþekkt og reyndar svo algeng að furðu sætir að aldrei skuli hafa skapast um það opinber umræða. Yfirleitt er um hrein mistök kenn- ara (eða aðstoðarkennara) að ræða við útreikning prófa, eitthvað sem verður að skrifast á það að vinnu- lag við yfirferð og einkunnabirt- ingar sé ekki í lagi. Sumir kennar- ar velja prófaframkvæmd að eigin geðþótta þannig að þeir skapa sér draumaland geðþóttans þannig að ekkert er hægt að sannreyna um frammistöðu nemanda og ekkert heldur hægt að sanna um réttmæti niðurstöðu kennara við prófadæm- ingu. En með slíku vali á próf- aframkvæmd tekur kennari jafn- framt af nemanda réttindi sem ættu að vera sjálfsögð mannrétt- indi, svo sem rétt á prófsýningu, rökstuðningi og kæruheimild í tilfelli fellingar. Það að kennari skuli láta sér detta í hug slíka prófaframkvæmd og skóli skrifa upp á hana segir í raun allt sem segja þarf um málið. Enda eru til skuggalegar sögur um geðþóttadæmingar prófa í háskól- um. Það eru til sögur um það að þrátt fyrir dulkóðun prófa hafi kennarar afkóðað próf og leitað uppi ákveðna einstaklinga áður en þeir gáfu einkunn. Til eru sögur um að nemendur hafi verið felld- ir vegna þess að útlit þeirra og klæðaburður hafi ekki þótt við hæfi … og sennilega ekki ætterni heldur. Ljótar sögur en sjaldan er reykur án elds. 250 orð um prófasvindl Menntamál Heimir Laxdal Jóhannsson háskólanemi o.fl. Stjórnmál Haukur Sigurðsson sagnfræðingur Það ætti að vera áramótaheit þingmanna að taka upp ný vinnubrögð, vinna að mál- efnum til að leysa þvert á flokka ef eðli málanna kallar á það. Það hefur örlað á þessu í vetur. Íþrótta- og æskulýðsstarf Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og fv. formaður ÍTR Fyrri grein // KYNNINGARFUNDIR Mánudaginn 22. ágúst Kl. 19 fyrir 10-15 ára Kl. 20 fyrir 16-25 ára // NÁMSKEIÐ FYRIR 10-12 ÁRA 23. september - föstudagar kl. 16-19 // NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA 12. september - mánudagar kl. 17-21 Akureyri - nánar auglýst síðar. // NÁMSKEIÐ FYRIR 16-20 ÁRA 13. september - þriðjudagar kl. 18-22 Akureyri - nánar auglýst síðar. // NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA 14. september - miðvikudagar kl. 18-22 NÁMSKEIÐIN 2011 ERU AÐ HEFJAST! // KYNNINGARFUNDIR Fimmtudaginn 5.janúar Kl. 19 fyrir 13 - 15 ára Kl. 20 fyrir 16 - 25 ára // ÁMSKEIÐ FYRIR 10 - RA 7.febrúar - þriðjudagar kl. 16-19 // NÁMSKEIÐ FYRIR 13 - 15 ÁRA 17. janúar - þriðjudagar kl. 17-21 / NÁMSKEIÐ FYRI 16-20 ÁRA 16. janúar - mánudagar kl. 18-22 16 .febrúar - fimmtudagar kl.18-22 // NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA 18. janúar - miðvikudagar kl. 18-22 // dale.is Kíktu á dale.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.