Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 18

Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 18
18 4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líð- andi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabla- did.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavík- urborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þor- steinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og ann- arra sem krafist hafa að viðhald- ið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggju- efni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borg- araleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðar- merki á milli annars vegar sið- ferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunn- stoðum kristni og innleiða skóla- starf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrir- rúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekk- ingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðs- orð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem for- eldrar þeirra aðhyllast. Foreldr- arnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barna- starf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nán- ast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildis- hlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökku- manna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mik- ilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skól- anna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsend- um kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skóla- stjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grund- vallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skiln- ingi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreyti- leika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkj- una og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunveru- legu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Verald- legt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífs- skoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Verald- legt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val? Trúfrelsi eða trúræði? Verða frekari mannaskipti? Brennheitu máli skaut upp á Fréttastofu RÚV skömmu fyrir jólahlé Alþingis sem sagt var geta fellt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Var talinn meiri hluti í Þinginu fyrir til- lögu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrv. forsætisráð- herra, fyrir Landsdómi, vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis Geirs í aðdraganda Bankahruns- ins í október 2008.(Þskj. 573 á 140. löggjafarþingi.) Forseti Alþingis, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttur, náði að forða Alþingi frá allsherjar- málastrandi fyrir jólahlé enda var ákveðið að tillaga Bjarna formanns yrði tekin á dag- skrá Alþingis 20. janúar 2012. Ekki var eindrægni um þá niðurstöðu. Ýmsir töldu að í sam- þykkt tillögunnar fælust ótæk afskipti löggjafans af dómsvald- inu og um leið brot gegn þrískipt- ingu allsherjarvaldsins. Ónafn- greindir lögfræðingar, innan Þings og utan, höfðu talið tillög- una þingtæka, þrátt fyrir að þrír helstu stjórnlagafræðingar lýð- veldisins, Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunn- ar G. Schram, hefðu áður talið að Alþingi gæti ekki afturkallað mál, sem búið væri að leggja fyrir Landsdóm. Þremenningarnir rök- studdu ekki niðurstöðu sína. Hafa væntanlega talið rökstuðning óþarfan þar sem afturköllunar- rétti Alþingis fylgdi stöðvunar- og stýringarréttur sem færði æðsta ákæruvaldið í Landsdómsmáli frá saksóknara til Alþingis sjálfs. Tvennt felst í Landsdómsmálinu Aðalatriði málsóknarinnar er rannsókn á atvikum og mögu- legri sök æðsta embættismanns lýðveldisins, Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, í aðdraganda Bankahrunsins. Þar er möguleg niðurstaða að hann hafi staðið forsvaranlega að verkum niður í að alvarleg mistök og eða að mis- ferli hafi átt sér stað. Þá er enn mögulegt að rannsóknin leiði fram sakir annarra, sem valda ættu öðrum málsóknum, jafnvel fyrir Landsdómi. Líta verður til gífurlegs tjóns af völdum Banka- hrunsins, beins taps innlendra og erlendra aðila, svo nemi a.m.k. fimmfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga, stórfellds óbeins taps, atvinnumissis margra og skerðingar tekna, brottflutn- ings a.m.k. sex þúsunda manna frá Íslandi, umfram aðflutta, á síðustu þremur árum, hækkun- ar skatta og skertrar opinberrar þjónustu. Málsóknin fyrir Landsdómi er eina úrræðið til að rannsaka að nokkru marki mögulegar sakir ráðherra. Íslendingar hafa því ríkar ástæður og skyldur til að ljúka rannsókninni faglega og undanbragðalaust. Það gagnast fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í mörgum fræðigrein- um, til nýrra ályktana og framþró- unar. Að hinu leytinu jafnast ekk- ert á við það skipbrot að hætta málsókninni. Hinn þáttur málsins, sá veiga- minni, er að ákvarða Geir refs- ingu, fyrir möguleg brot í opin- beru starfi. Engum ærlegum manni, hvorki samherja eða and- stæðingi Geirs í stjórnmálum, getur verið fagnaðarefni að sak- fella hann samkvæmt afgömlum Landsdómslögum, aðeins þung skylda. Óvænt tillaga og þakkarverð Tillaga Bjarna, formanns, er óvænt þar eð sá hluti Alþingis, sem vill fella ríkisstjórnina, virð- ist ekki vilja láta sína menn sæta opinberu eftirliti, rannsóknum og dómum, sem allar aðrar stéttir verða að sæta. Gengur það? Varla verða fílabeinsturnar varanleg- ustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórnmálum? Tillagan er þakkarverð þar sem hún afhjúpar hvar menn standa í þjóðmálabaráttunni og skerpir línur stjórnmálanna. Dómsmál Tómas Gunnarsson lögfræðingur Varla verða fílabeinsturnar varanlegustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórn- málum? Trúmál Bjarni Jónsson varaformaður Siðmenntar Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trú- boð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.