Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 24

Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 24
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Pamela J. Woods brautskráðist fyrst doktorsnema með sameiginlega gráðu frá Háskóla Íslands og Washington- háskóla í Seattle fyrir áramót. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem dokt- orsnemandi brautskráist sameiginlega frá Washington-háskóla og erlendum háskóla. „Þeim í Washington leist nú upphaf- lega ekkert sérstaklega á þetta fyrir- komulag þar sem það átti sér enga hlið- stæðu innan skólans. En eftir miklar bréfaskriftir og bollaleggingar sáu skólayfirvöld sig loks um hönd og féllust á þennan ráðahag,“ viðurkennir Pamela fyrir blaðamanni og hlær. „Þannig að ég varð tilraunaverkefni sem heppnaðist og kem til með að verða notuð sem fordæmi í sambærilegum málum.“ Pamela hóf doktorsnám sitt í líffræði í upphafi árs 2008, fyrst við Hólaskóla og Háskóla Íslands og loks Washington- háskóla en tveir síðarnefndu skólarnir hafa um árabil átt í margvíslegu sam- starfi. Doktorsvörn Pamelu fór fram í Banda- ríkjunum 22. nóvember og ber doktors- verkefnið heitið Vistfræðilegur breyti- leiki og fjölbrigðni í bleikju. „Í stuttu máli sagt rannsakaði ég hvaða áhrif umhverfi og fæða getur haft á útlit bleikju sem reyndist afar ólíkt milli svæða,“ útskýrir hún og segir Ísland ákjósanlegan rannsóknarvettvang vegna þess hversu algeng og fjölbreytt fersk- vatnsbúkerfi séu hér fyrir hendi. Auk þess sé öflugt og vandað rannsóknar- starf unnið í háskólum landsins. Spurð hvers vegna hún hafi valið sér þetta viðfangsefni, segist Pamela einmitt hafa viljað rannsaka hvernig lífverur þróast með tilkomu ytri skilyrða. „Nið- urstöðurnar, það er hversu ólík bleikja reyndist eftir svæðum, sýna fram á hversu erfitt getur verið að alhæfa eitt- hvað um einstakar fisktegundir. Þannig sýna þær jafnframt að tillit þarf að taka til fjölbrigðni fisktegunda eins og bleikju og umgangast þær af varkárni viljum við ekki að þær verði fyrir slæmum áhrifum af völdum veiða.“ Pamela er fædd og uppalin í bænum Ledyard í Connecticut. Hún segist hafa vitað sáralítið um land og þjóð áður en hún flutti hingað frá Seattle fyrir fjórum árum. Í raun hafi þar hálfgerð tilviljun ráðið för. „Kunningi sem vissi hvað ég ætlaði að rannsaka benti mér á að hafa samband við Skúla Skúlason, rektor við Hólaskóla, en hann varð seinna leiðbein- andi doktorsverkefnisins ásamt Sig- urði Snorrasyni prófessor við Háskóla Ísland og Thomas P. Quinn prófessor við Washington-háskóla. Eftir símtal við Skúla „gúglaði“ ég Ísland og varð svo hugfangin af myndunum að áður en ég vissi af hafði ég pantað farmiða til lands- ins,“ rifjar hún upp og segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ísland er yndislegt land og flest fell- ur mér í geð, mér finnst meira að segja veðrið frábært!“ segir hún og hlær. „Nú er bara vonandi að mér gefist færi á að stunda áfram rannsóknir hérna. Svo væri gaman að ná betri tökum á tungumálinu en ég skráði mig einmitt í íslensku í vor.“ roald@frettabladid.is Pamela J. woods: fyrsti doktorsneminn frá HÍ og UH Notuð sem fordæmi Stolt „Vissulega var flókið að stýra rannsókn frá tveimur löndum en við það fékk ég góða reynslu sem á eftir að nýtast vel,“ segir Pamela J. woods um rannsókn sína. fréttablaðið/anton afmæli Davíð Schev- ing thor- SteinSSon athafnamaður er 82 ára. gunnar þórðarSon tónlistarmað- ur er 67 ára. Steingrímur guðmunDS- Son tónlistar- maður er 54 ára. Páll axel vilbergSSon körfuknatt- leiksmaður er 34 ára. breSka leikkonan Julia ormonD er 47 ára. „Ef maður fæst við það sama of lengi fer það að skorta ögrun og verður of auðvelt, en slíkt jafnast á við koss dauðans.“ 47 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Eggertsdóttir Árskógum 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 24. des. sl., verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag 4. jan. kl. 13.00. Björgvin J. Jóhannsson Sigríður Þórsdóttir Eggert Þ. Jóhannsson Valborg Harðardóttir Hörður Jóhannsson Anne Malene Skåberg Herdís Jóhannsdóttir Ingvar J. Jóhannsson Árborg Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Dr. Med.dent. Eyjólfur Þór Busk lést mánudaginn 26. desember. Jarðsetning fór fram í kyrrþey í Þýskalandi. Gisela, Henning, Jens, Alexander og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega sonar, föður, tengdaföður, unnusta, bróður og vinar, Ragnars Leifs Þrúðmarssonar Hoffelli, Hornafirði. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Leifsdóttir Þrúðmar Sigurðsson Snæbjörn Sölvi Ragnarsson Þrúðmar Kári Ragnarsson Waraporn Chanse Hildur Björg Ragnarsdóttir Heiðar Ingi Eggertsson Gunnþóra Gunnarsdóttir Þrúðmar Þrúðmarsson Ingibjörg Steinsdóttir Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir Sigurbjartur Pálsson Rúnar Þrúðmarsson Erna Hlín Þórðardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Erna Þorsteinsdóttir lést á hjartadeild Landspítalans 2. janúar. Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 14. janúar kl. 14. Gunnar Ólafur Eiríksson Guðríður Hilmarsdóttir Gísli Guðni Sveinsson Guðmundur Þórarinn Tómasson Sigurveig Birgisdóttir Lilja Þorsteina Tómasdóttir Jón Guðbrandsson Ásdís Steinunn Tómasdóttir Sigfús Gunnar Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Steinn Guðmundsson Boðaþingi 5, áður Háaleitisbraut 31, sem lést miðvikudaginn 28. desember, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Anna Þorvaldsdóttir Dóra Steinsdóttir Páll Guðbergsson Ásta Steinsdóttir Jörgen Pétur Guðjónsson Guðmundur Steinsson Þorvaldur Steinsson Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Gréta Þorbjörg Steinþórsdóttir Freyjugötu 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar klukkan 13.00. Ragnar Bragason Þorsteinn Bragason Ólöf Örnólfsdóttir Kristín Bragadóttir Karl Einarsson Steinþór Bragason Hildur Þorbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Ingibjörg Jónasdóttir Hverfisgötu 3, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði, fimmtudaginn 29. desember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Jónas Jónsson Jónsteinn Jónsson Ari Jónsson Jóhanna Jónsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.