Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 34

Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 34
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is Ég vona að allt gangi vel og öllum heilsist vel. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari með landsliðinu á EM. snorri steinn guðjónsson landsliðsmaður Allt um leiki gærkvöldsins er að finna á hAnDboltI „Það er ekkert að ger- ast og við bíðum bara eftir því sem koma skal,“ sagði leikstjór- nandi íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, en hann er staddur í Danmörku á meðan landsliðið undirbýr sig fyrir EM hér heima. Ástæðan fyrir fjarveru Snorra er skiljanleg en unnusta hans, Marín Sörens Madsen, er ólétt og bíða skötuhjúin komu fjórða fjöl- skyldumeðlimsins. Marín átti að eiga annan í jólum en barnið ætlar að láta bíða eftir sér. Eigi hún ekki í vikunni verður hún væntanlega gangsett um næstu helgi. „EM er mér ekkert efst í huga sem stendur. Ég held að það væri nú hjá fæstum í minni stöðu. Ég er að reyna að sinna konunni og svo eigum við barn fyrir þannig að það er nóg að gera. Ég reyni samt að æfa og halda mér í formi þessa daga,“ sagði Snorri Steinn en hann æfir daglega með styrktarþjálfara síns félags, AG í Kaupmannahöfn, þannig að hann verði eins klár í slaginn og hægt er ef hann getur tekið þátt á EM. Fer á eM ef allt gengur upp „Þegar þetta er yfirstaðið tek ég síðan stöðuna á hlutunum. Hvort öllum heilsist ekki vel og svona. Ef það gengur allt upp þá stefni ég á að taka þátt í mótinu. Tengda- mamma kemur og verður konunni minni innan handar þannig að þetta á að geta gengið upp.“ Leikstjórnandinn viðurkennir engu að síður að það verði talsvert skrítið að fara svo snemma frá nýfæddu barni á stórmót í Serbíu. „Það verður örugglega mjög erfitt og skrítið. Þetta er engin óskastaða. Ég hefði kannski getað planað þetta betur,“ sagði Snorri léttur og hló við. „Það er hvorki gott fyrir mig né liðið að ég missi af undirbúningnum og æfinga- leikjunum sem eru fram undan. Þetta er engu að síður staðan sem er uppi og hana verður að tækla.“ Eins og Snorri segir verður það erfitt og skrítið fyrir hann að fara frá fjölskyldunni á þessum tíma en hefur hann eitthvað íhugað að hreinlega sleppa mótinu? „Kannski ekki beint. Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að ég yrði að taka stöðuna þegar barn- ið kemur. Ég hef alltaf reiknað með og búist við að fara á EM. Það hefur ekki hvarflað að mér að hringja í Gumma þjálfara og segjast ætla að taka mér frí. Ég vona að allt gangi vel og öllum heilsist vel. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari þó svo að það verði óneitanlega skrítið.“ Landsliðið má mjög illa við því að missa Snorra Stein úr liðinu enda hefur hann verið algjör lykilmaður í liðinu undanfarin ár þar sem landsliðið hefur verið að ná sínum besta árangri í sögunni. Snorri hefur verið í verulega góðu formi í vetur og farið mik- inn í ofurliði AG sem er efst í Dan- mörku og staðið sig vel í Meistara- deildinni. „Ég hef verið mjög ánægður með veturinn hjá mér og verið í fínu formi. Þetta er búið að vera flott tímabil bæði hjá mér og liðinu,“ sagði Snorri en hann hefur feng- ið að spila meira eftir að Magnus Andersson tók við liðinu en einnig spilar fleira inn í. „Arnór [Atlason] hefur líka verið svolítið meiddur þannig að við höfum ekki verið að skipta þessu á milli okkar.“ Snorri segir að landsliðsþjálfar- inn, Guðmundur Þórður Guðmunds- son, sé pollrólegur yfir stöðunni og sé ekki sífellt að athuga með það hvort barnið sé komið í heiminn. „Gummi heyrir eðlilega í mér reglulega sem þjálfari og er að athuga stöðuna. Hann hefur að sjálfsögðu fullan skilning á stöð- unni sem er uppi. Við förum svo yfir málin þegar barnið kemur í heiminn.“ henry@frettabladid.is EM ekki efst í huga mér núna Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er í þeirri sérkennilegu aðstöðu að geta ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að verða faðir í annað sinn. Snorri segir að eðlilega gangi fjölskyldan fyrir á þessari stund en gangi allt vel stefnir hann að því að fara með á EM. ákveðinn leikstjórnandi snorri steinn hefur stýrt leik landsliðsins af miklum myndarskap undanfarin ár. Hann er hér í leik gegn Króatíu sem er einmitt fyrsti andstæðingur Íslands á Em. fréttablaðið/valli KöRfUboltI Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Krist- jánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Banda- ríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu. „Þetta er ekki kjörstaða og ekki það sem lagt var upp með,“ segir Hrafn. Sencanski er 198 cm þriggja stiga skytta, Brown er 187 cm bakvörður og Ferguson er 203 cm kraftframherji. „Ég býst alveg við því að þetta verði svolítið stirt hjá okkur á fimmtu- daginn. Vonandi erum við að stefna í hraðari leik- stíl og um leið leikstíl sem við höfum viljað vera að spi la í a l l a n vetur,“ segir Hrafn. KR sat í 7. sæti deildar- innar yfir hátíðarnar og Íslands- meistararnir voru ekki að hrífa marga í síðustu leikjum sínum fyrir jól. „Við erum ekkert að missa okkur því það eru bara fjögur stig í annað sætið. Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur á mánudaginn,“ segir Hrafn og er þar að tala um bikarleik á móti toppliði Grindavíkur. „Hann skipt- ir gríðarlega miklu máli varðandi það að gefa okkur smá vinnufrið til þess að kýla liðið saman fyrir lokaátökin. Við erum ekki í þessu til þess bara að vera með. Við telj- um okkur vera að taka skref til þess að verja titilinn og það eru öll önnur lið að því,“ segir Hrafn sem býst við breytingum hjá mörg- um liðum í Iceland Express-deildinni. „Það kæmi mér ekk- ert á óvart þó að það væri kominn inn auka- maður hjá helmingi liða deildarinnar ef ekki meira,“ sagði Hrafn að lokum. -óój KR teflir fram þremur nýjum útlendingum á nýju ári: Hrafn vill meiri hraða Frakkar eru núverandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar og eiga nú möguleika á því að vinna fimmtu gullverðlaunin í röð á EM í Serbíu. Frakkar urðu Ólympíumeistarar í Peking 2008, heimsmeistarar í Króatíu 2009, Evrópumeistarar í Austurríki 2010 og heimsmeistarar í Svíþjóð 2011. Franska liðið hefur aðeins tapað 1 af 36 leikjum sínum (31 sigur, 4 jafntefli) á þessum fjórum stórmótum. eM í handbolta 2012 12 dagar Enska úrvalsdeildin tottenham - West brom 1-0 1-0 Jermain defoe (63.) Wigan - Sunderland 1-4 0-1 Craig Gardner (45.+4), 0-2 James mcClean (55.), 1-2 Hugo rodallega (62.), 1-3 stéphane sessegnon (73.), 1-4 david vaughan (80.) Manchester City - liverpool 3-0 1-0 sergio agüero (10.), 2-0 Yaya touré (33.), 3-0 James milner, víti (73.) staðan í deildinni: Man. City 20 15 3 2 56-16 48 man. united 19 14 3 2 49-17 45 tottenham 19 13 3 3 36-20 42 Chelsea 20 11 4 5 39-25 37 arsenal 20 11 3 6 36-28 36 liverpool 20 9 7 4 24-18 34 newcastle 19 8 6 5 26-25 30 stoke 20 8 5 7 22-31 29 norwich 20 6 7 7 30-35 25 sunderland 20 6 6 8 27-23 24 everton 18 7 3 8 19-20 24 swansea 20 5 8 7 20-23 23 aston villa 20 5 8 7 22-26 23 fulham 20 5 8 7 22-26 23 West Brom 20 6 4 10 19-28 22 Wolves 20 4 5 11 22-36 17 QPr 20 4 5 11 19-35 17 Wigan 20 3 6 11 18-41 15 Blackburn 20 3 5 12 29-43 14 bolton 19 4 1 14 23-42 13 leikir klukkan 20.00 í kvöld: newcastle - Man.united stöð 2 sport 2 Everton - bolton stöð 2 sport 3 úrslitin í gær KöRfUboltI Jaleesa Butler, leik- maður Keflavíkur, og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarð- víkur, voru valin best í fyrri umferð Iceland Express-deildar kvenna en valið var tilkynnt í gær. Jaleesa Butler hefur spilað frábærlega með Keflavíkurlið- inu sem er á toppi deildarinn- ar en liðsfélagi hennar, Pálína Gunnlaugsdóttir, var einnig í úrvalsliðinu. Butler var með 21,5 stig, 15,0 fráköst, 4,2 stoð- sendingar og 4,2 varin skot að meðaltali í leik. Aðrar í úrvalsliðinu voru Hild- ur Sigurðardóttir hjá Snæfelli, Petrúnella Skúladóttir hjá Njarð- vík og Sigrún Ámundadóttir hjá KR en þær hafa allar slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili hjá nýju félagi. Sverrir Þór stýrði Njarðvíkur- liðinu til sigurs í 10 af 14 leikjum sínum í fyrri hlutanum og þar á meðal var 41 stigs sigur á topp- liði Keflavíkur. Njarðvík er í 2. sæti en var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið. Íris Sverrisdótt- ir hjá Haukum var síðan valin dugnaðarforkur deildarinnar. Fimmtánda umferðin fer öll fram í kvöld og þá mætast Kefla- vík-Fjölnir, Snæfell-Valur, Njarð- vík-Haukar og Hamar-KR. - óój Iceland Express-deild kvenna: Butler og Sverrir Þór valin best jaleesa Butler Í aðalhlutverki hjá efsta liði deildarinnar. fréttablaðið/anton fótboltI Liverpool tilkynnti í gær að félagið ætli ekki að áfrýja átta leikja banni sem enska sam- bandið dæmdi Luis Suárez í fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra hjá Man. United. Liverpool gaf frá sér yfirlýsingu þar sem félagið telur best fyrir alla að ljúka málinu, horfa til fram- tíðar og sameinast í baráttunni við að að útrýma kynþáttafordómum innan sem utan vallar. Luis Suárez var ekki með á móti Manchester City í gær en ætti að snúa aftur í deildarleik á móti Tottenham 6. febrúar. Hann missir af fimm deildarleikjum og þremur bikar- leikjum, þar af báðum undanúr- slitaleikjunum á móti City í enska deildabikarnum. - óój Luis Suárez byrjaði í átta leikja banninu í gær: Liverpool áfrýjaði ekki þriggja stiga Forysta sergio aguero fagnar hér marki sínu í gær. nordiCpHotos/GEttY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.