Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 53
| ATVINNA | LAUGARDAGUR 7. maí 2016 7 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing Veiðieftirlitsmenn í Hafnarfirði, Stykkishólmi og Ísafirði Eftirlitsmaður á Ísafirði verður í miklu samstarfi við aðra eftirlitsmenn s.s. í Stykkishólmi og Hafnarfirði en jafnframt mun starfsmaður á skrifstofu aðstoða eftirlitsmann á Ísafirði við viss störf. Skrifstofustarf á Ísafirði Deildarstjóri sjóeftirlits á Akureyri Fiskistofa óskar eftir að ráða árangursdrifna og jákvæða einstaklinga í fimm laus störf hjá stofnuninni, um 100% störf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og leiðir til að gera góðan vinnustað betri. Helstu verkefni: • Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með afla- samsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. • Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu og skilum afladagbóka. Eftirlit með löndunum erlendra skipa og úttektir á afurðum vinnsluskipa ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur haldgóða reynslu af störfum í sjávarútvegi. • Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin. • Gott líkamlegt atgervi. • Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. • Sanngirni og háttvísi. • Góð hæfni í samskiptum. • Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnarréttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg. Helstu verkefni: • Útgáfa á vinnsluvottorðum og utanumhald á veiði- og vinnsluvottorðum. • Móttaka og frágangur á gögnum inn í vigtar- og ráðstöfunargrunn Fiskistofu. • Eftirfylgni og utanumhald vegna skila á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum. • Aðstoð við störf veiðieftirlitsmanns. • Afleysing við símsvörun. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi. • Mjög góð tölugleggni og marktæk reynsla af vinnu með tölur. • Góð þekking og reynsla af að hagnýta upplýsingatækni í starfi. • Góð ritfærni á íslensku nauðsynleg og góð enskukunnátta kostur. • Góð hæfni í samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum nauðsynleg. • Metnaður, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun nauðsynleg. • Haldbær þekking á sjávarútvegi kostur. Helstu verkefni: • Yfirmaður starfstöðva veiðieftirlits Fiskistofu á Akureyri, Stykkishólmi og Ísafirði og ber ábyrgð á sjóeftirliti við Ísland. • Ber ábyrgð á stjórnun og starfsþróun veiðieftirlitsmanna varðandi sjóeftirlit. • Umsjón með gerð áætlana um verkefni eftirlitsmanna í sjóeftirliti. • Umsjón með söfnun, varðveislu og skráningu upplýsinga og gagna varðandi starfsemi sjóeftirlits og störf eftirlitsmanna um borð í skipum. Sinnir framþróun sjóeftirlits í samráði við sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs. • Ábyrgð á að sjóeftirlit taki m.a. mið af greiningum og áhættumati þar sem kostur er. • Gerð gæðaferla fyrir sjóeftirlit og þátttaka í umbótastarfi á veiðieftirlitssviði skv. CAF líkaninu. • Tekur þátt í erlendum samskiptum varðandi veiðieftirlit. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Þekking og árangursrík reynsla af stjórnun kostur. • Góð hæfni í samskiptum, jákvætt viðhorf og þjónustulipurð nauðsynleg. • Góð greiningarhæfni og rík þörf til að ná árangri. • Góð tölvuþekking skilyrði og reynsla að nýta upplýsingatækni til aukins árangurs. • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. • Haldbær þekking á sjávarútvegi skilyrði. Viltu slást í hóp öflugra starfsmanna Fiskistofu? Nánari upplýsingar um störfin veitir Hildur Ösp Gylfadóttir mannauðs- og fjármálastjóri í síma 5697900. Umsóknir sem hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað sem máli kann að skipta sendist á netfangið starf@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar því starfi sem um ræðir s.s.: „Veiðieftirlitsmaður Hafnarfirði“ „ Skrifstofustarf Ísafirði“. Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2016. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.