Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 40
 Það má finna sér ýmislegt til dundurs á eyjunni svo sem að sigla, kafa niður að skipsflökum og læra á brimbretti og seglbretti. Auk þess eru þar góðar gönguleiðir og hægt að heimsækja hina ýmsu sögu­ legu staði. Uppgönguleiðin var brött og við gengum í línu, með jöklabrodda og ísexi. Mér fannst erfiðast að ganga í línunni. Skemmtilegast og það besta við gönguna var sigurgleðin þegar við kom­ umst á toppinn. Aron Freyr Stefánsson Tortóla er stærst Bresku Jómfrúa- eyja og hefur flesta íbúa þeirra en er þrátt fyrir það alls ekki stór, tæplega tuttugu kílómetra löng og fimm kílómetrar á breidd. Þar búa tæplega 24 þúsund manns og þar af búa 9.400 í Road Town sem er stærsti bærinn. Tortóla er eld- fjallaeyja og er hæsti tindur henn- ar Mount Sage sem er 530 metrar. Vægir jarðskjálftar eru þar tíðir. Á norðurströnd eyjarinnar eru bestu baðstrendurnar, þar á meðal Smuggler’s Cove, Long Bay, Cane Garden Bay, Brewer’s Bay, Josiah’s Bay og Lambert-strönd. Auk þess að liggja og flatmaga á ströndinni má finna sér ýmislegt til dundurs á eyjunni Tortóla svo sem að sigla, kafa niður að skipsflökum og læra á brimbretti og seglbretti. Þar eru góðar gönguleiðir og hægt að heim- sækja hina ýmsu sögulegu staði. Á vefsíðu Lonely Planet er tal- inn upp fjöldi staða sem blaðamenn hennar telja þess verða að heim- sækja og hér eru nokkrir þeirra áhugaverðustu. Sage Mountain National Park Þjóðgarður sem liggur í kringum hæsta tind eyjunnar. Skógurinn er ekki eiginlegur regnskógur þar sem þar rignir ekki nógu mikið til að hann flokkist sem slíkur en samt sem áður hefur svæðið mörg ein- kenni alvöru regnskógar. Skógur- inn er svalur og rakur og þar má finna hinar ýmsu frosk- og eðluteg- undir. Gestir skógarins ættu að líta sérstaklega eftir háum burknum, mahónítrjám og öðrum plöntum sem hafa ekki breyst frá tímum risaeðlanna. Callwood-rommverksmiðjan Elstu starfandi áfengisgerð í Aust- ur Karíbahafi má finna í vestur- hluta Cane Garden Bay þar sem Callwood-fjölskyldan hefur brugg- að Arundel-romm í meira en þrjú hundruð ár. Í lítilli verslun fæst þessi ljúffengi drykkur heima- manna en þar má einnig smakka afurðina og fara í skoðunarferð. Aragorn’s Studio Í bænum Trellis Bay stofnaði heimamaðurinn og málmlistamað- urinn Aragorn Dick-Read fyrir nokkru stúdíó sitt sem stækkaði jafnt og þétt. Í dag er stúdíóið orðið að listamiðstöð þar sem sjá má leir- listamenn og batíkgerðarfólk að störfum. Aragorn heldur einnig fjölskylduvæn teiti á fullu tungli. JR O’Neal grasagarðurinn Garðurinn er þægilegt athvarf frá umferð, hávaða og hita Road Town. Þar er hægt að tylla sér á bekki inni á milli framandi hitabeltispl- antna en þar er líka að finna tjörn alsetta vatnaliljum, lítinn regn- skóg, kaktus lund og kryddjurta- garð. Government House Þetta hvítkalkaða setur sem stend- ur við enda aðalgötu Road Town eins og tákn um heimsveldið er klassískt dæmi um breskan ný- lendustíl í arkitektúr. Áður var húsið heimili ensks ríkisstjóra yfir Bresku Jómfrúaeyjum en er í dag lítið safn með húsgögnum og öðrum gripum frá tímabilinu. North Shore Shell Museum Skeljasafn norðurstrandarinnar er frekar alþýðugallerí eða skranbúð en safn, en það er töff sama hvaða nafni það er kallað. Það er opið á ýmsum tímum, allt eftir því hve- nær eigandinn, Egbert Don ovan, er á svæðinu til að sýna gestum safnið. Hann mun svo að öllum líkindum líka hvetja gestina til að kaupa sér eitthvað eða fá sér að snæða á veitingastaðnum á efri hæðinni. Siglingar, sól og sandur á Tortóla Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur heyrt minnst á Tortóla. Flestir tengja staðinn við skattaskjól og vita kannski að Tortóla er ein af Bresku Jómfrúaeyjunum en lengra nær þekkingin varla. Það er því ekki úr vegi að kynna eyjuna margumtöluðu betur fyrir lesendum. Það eru margar fallegar baðstrendur á Tortóla eins og þessi í Long Bay. NORDIC PHOTO/GETTY Í Sage Mountain National Park er margt að sjá, til dæmis plöntur frá þeim tíma þegar risaeðlur voru uppi. Það er hægt að finna sér margt til afþreyingar á Tortóla, meðal annars brimbretta­ námskeið. Gangan gekk bara vel, við rúlluð- um þessu upp,“ segja mæðginin Hanna Gréta Pálsdóttir og Aron Freyr Stefánsson en þau gerðu sér lítið fyrir og gengu á Snæ- fellsjökul um síðustu helgi. Gang- an tók tíu tíma en Hanna Gréta og Aron hafa undirbúið sig í nokk- urn tíma. Þau eru bæði miklir útivistargarpar og ganga reglu- lega með hópnum Fyrsta skrefið í Ferðafélagi Íslands. Í hópnum sem gekk á jökulinn voru þrjátíu og níu manns. „Þessi hópur, Fyrsta skrefið, hefur verið að ganga einu sinni til tvisvar í viku saman frá því í janúar. Eins og nafnið á hópnum bendir til voru margir að byrja að ganga á fjöll í janúar,“ segir Hanna Gréta. „Við Aron höfum stefnt að því að ganga á Snæfells- jökul í tæplega ár og höfum verið að ganga að minnsta kosti einu sinni í viku. Ætli við séum ekki búin að ganga á um það bil tutt- ugu fjöll frá því í janúar. Í vik- unni fyrir ferðina fórum við upp í Bláfjöll að æfa okkur í að ganga á broddum og í línu. Við æfðum okkur meðal annars í að stoppa okkur með ísexinni í brekku,“ út- skýrir Hanna og Aron segir að Sigurgleðin á toppnum það besta Mæðginin Hanna Gréta Pálsdóttir og Aron Freyr Stefánsson ganga reglulega á fjöll saman með Ferðafélagi Íslands. Frá því í janúar hafa þau gengið á tuttugu fjöll. Um liðna helgi gengu þau á Snæfellsjökul með hópi fólks, vopnuð ísöxum og broddum. Aron Freyr er mikill göngugarpur og hefur gengið á tæplega tuttugu fjöll í vetur með mömmu sinni. Mæðginin í upphafi göngunnar á Snæfellsjökul en þau gengu í 39 manna hópi Ferðafélags Íslands á jökulinn um liðna helgi. MYNDIR/HANNA GRÉTA PÁLSDÓTTIR það að ganga í línu hafi verið það sem mest reyndi á í ferðinni. „Það var gott veður til að byrja með en um ellefuleytið dró fyrir sólu og fór að blása. Þá varð frek- ar kalt. Uppgönguleiðin var brött og við gengum í línu, með jökla- brodda og ísexi. Mér fannst erf- iðast að ganga í línunni. Skemmti- legast og það besta við gönguna var sigurgleðin þegar við kom- umst á toppinn,“ segir Aron og mamma hans tekur undir það. „Við erum afar stolt yfir því að hafa klárað þetta. Í sumar ætlum við svo í góða útilegu á litla hús- bílnum okkar og elta góða veðr- ið. Það verða pottþétt farnar ein- hverjar gönguferðir. Við ætlum til dæmis að ganga Fimmvörðuháls- inn og svo ætla ég sjálf að ganga á Snæfell,“ segir Hanna Gréta. FERÐIR Kynningarblað 7. maí 20164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.