Fréttablaðið - 07.12.2015, Side 4

Fréttablaðið - 07.12.2015, Side 4
Heildarverðmæti vinninga í desember er 107 milljónir króna ÍS LE N SK A/ SI A. IS D AS 7 74 17 1 2/ 15 dregið í hverri viku! Verður 30 milljóna króna íbúð í jólapakkanum? Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757. Alþingi Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var tekið úr fjárlaganefnd um helgina. Frumvarpið er því til- búið til annarrar umræðu með breytingartillögum og nefndaráliti. Umræður fara fram á morgun, þriðjudag. Með nýjustu breytingar- tillögunum er gert ráð fyrir að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði mun minni en þeir 15,3 milljarðar sem gert var ráð fyrir í upphafi. Lagðir eru nokkrir fjármunir í eflingu innviða vítt og breitt um landið. Breytingartillögur meiri- hlutans eru á þriðja hundrað talsins og því líklegast að umræður í þing- inu verði fjörlegar og þær muni taka nokkurn tíma. Vigdís Hauksdóttir er ánægð með þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að þessu sinni. Í heildina leggur nefndin til fjárútlát upp á 8,8 millj- arða króna. „Mér líst vel á þessar breytingar. Hér erum við að for- gangsraða í grunnstoðir samfélags- ins og ég tel að þingmenn geti verið ánægðir með hvernig til hefur tekist. Enn gerum við ráð fyrir hallalausum fjárlögum sem skiptir sköpum í að lækka skuldir ríkissjóðs,“ segir Vig- dís en telur líklegt að frumvarpið verði rætt í þaula. „Ég sem formaður fjárlaganefndar vona að allir þing- menn taki til máls í þessu mikil- vægasta máli þingsins á hverju ári, sem fjárlögin eru.“ Oddný Harðardóttir, sem situr í minnihluta fjárlaganefndar, segir sárvanta fjármagn til Landspítala og til aldraðra. „Það sker í augu að ekki er gert ráð fyrir hækkun á kjörum eldri borgara frá 1. maí 2015 eins og lægstu laun gerðu. Þannig sitja aldr- aðir eftir. Það er líka áberandi að það skorti fé til Landspítalans. Ekki eru gerðar tillögur til að bæta við fé vegna fjölgunar sjúklinga. Það þýðir í raun niðurskurð sem því nemur. Við þurfum engar greiningar til að sýna okkur þá stöðu, hún er aug- ljós,“ segir Oddný. Í greinargerð meirihlutans er gerð grein fyrir útgjaldaþróun nokkurra eftirlitsstofnana. Kemur í ljós að útgjaldaaukning stofnana frá árinu 2007 til 2016 er 60 prósent; var rúmir 8,2 milljarðar árið 2007 en er nú 13,1 milljarður króna. sveinn@frettabladid.is Breytingartillögur meirihlutans eru á þriðja hundrað talsins Meirihluti fjárlaganefndar hefur skilað breytingartillögum við frumvarp fjármálaráðherra til fjárlaga 2016. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir vanta fé til Landspítala og kjarabóta fyrir eldri borgara. Dæmi um breytingatillögur: Hér gefur að líta nokkrar af þeim rúmlega 200 breytingartillögum við fjárlagafrumvarp ársins 2016 sem meirihluti fjárlaganefndar leggur fram. Tölur sem á eftir koma vísa ekki til heildarfjárhæðar í hverjum málaflokki heldur er um að ræða hækkun eða lækkun á þeim fjár- veitingum sem lagðar voru til í fjár- lagafrumvarpinu í september. Lagt er til í breytingartillögunum að Húsameistari ríkisins þurfi um 178 milljónir fyrir árið 2016 LÍN – lánasjóður íslenskra námsmanna: 490 milljónir Lagt er til að framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna lækki um 490 milljónir króna vegna endurmats á fjárþörf sjóðsins. RÚV: 94 milljónir Lagt er til í breytingum meirihlutans að Ríkisútvarpið fái 94 milljónum meira en gert var ráð fyrir í upphaf­ legri útgáfu frumvarpsins. Þróunarhjálp: 500 milljónir Lagt er til tímabundið framlag til stuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: 490 milljónir Lagt er til að Fram­ kvæmdasjóður ferðamannastaða fái tímabundna fjárheimild í eitt ár til uppbyggingar á innviðum ferðamannastaða. Ráðuneytið taldi upphaflega þurfa mun meira fjármagn en þær 490 milljónir sem meirihluti fjárlaganefndar vill setja í málaflokkinn. Rannsóknir ferðamála: 150 milljónir Tímabundið framlag í eitt ár til að efla rannsóknir á sviði ferðamála. Gert er ráð fyrir að gerðir verði samningar um ráðstöfun þessara fjármuna til samræmis við forgangsröðun Stjórn­ stöðvar ferðamála. Útlendingastofnun: 95 milljónir Aukið framlag til að mæta auknum fjölda hælisleitenda og uppfylla kröfur um málshraða. Fangelsismálastofnun: 30 milljónir Gerð er tillaga um hækkun á fjárheimild Fangelsismálastofn­ unar ríkisins til að mæta veikleikum í starfsemi fangelsa. Vegagerðin: 100 milljónir Hækkun framlags til að styrkja al­ menningssamgöngur á höfuðborgar­ svæðinu. Fjarðarheiðargöng: 80 milljónir. Tímabundið framlag til Vegagerðar­ innar til áframhaldandi rannsókna á jarðgöngum undir Fjarðarheiði. Vegagerð í dreifðum byggðum: 235 milljónir Tímabundið framlag til vegagerðar í dreifðum byggðum. Víða á lands­ byggðinni er brýnt vegna umferðar­ öryggis og byggðamála að reyna að hraða sem mest framkvæmdum á tengivegum. Uppbygging Hafna: 400 milljónir. Tímabundið framlag í Hafnabóta­ sjóð til endurnýjunar á bryggjum og dýpkunar í lönd­ unar­ höfnum. Flugvellir á landsbyggðinni: 400 milljónir Tímabundið framlag til að koma til móts við uppsafnaða þörf fyrir uppbyggingu á flugvöllum á lands­ byggðinni og rekstur innanlands­ flugs. Fjarskiptauppbygging á landsbyggðinni: 200 milljónir Tímabundið framlag til Fjarskipta­ sjóðs til viðbótar við þær 315,3 milljónir króna sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu til þess að hraða upp­ byggingu fjarskiptainnviða. Tannlækningar lífeyrisþega: 200 milljónir Gerð er tillaga um við­ bótarheimild til tann­ lækninga. Mikil aukning hefur verið í tannlækn­ ingum lífeyrisþega milli ára og fjölgaði þeim um 26 prósent á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil 2014. Grynnka á biðlistum eftir aðgerðum: 840 milljónir. Fjárheimild næstu þrjú ár vegna átaks til að stytta biðlista eftir auga­ steinsaðgerðum, gerviliðaaðgerðum á hné, gerviliðaaðgerðum á mjöðm og kransæðaþræðingum. Fæðingarorlofssjóður: 360 milljónir. Gerð er tillaga um 200 milljóna króna hækkun á fjárheimild Fæðingarorlofssjóðs til að mæta áhrifum nýgerðra kjarasamninga. Einnig 160 milljóna hækkun á fjár­ heimild sjóðsins í ljósi endurskoð­ aðrar áætlunar um útgjöld á árinu 2015. Húsameistari ríkisins: 178,7 milljónir Löggæsla: 400 milljónir Við greiningu á lög­ regluembættum landsins hafa komið fram veikleikar í starfseminni sem brýnt er sagt að mæta. Einn þeirra er hlutverk lögreglu við að tryggja öryggi ferðamanna. þjóðgArðAr Þingvallanefnd hefur samþykkt að hefja strax undirbúning að veitinga- og móttökuhúsi á Hakinu. „Í húsinu verði fullbúið og vandað veitingahús þar sem í boði verði úrvals matur og góð þjónusta, þar verði auk þess salur til veislu- og fundarhalda. Húsið rísi suðvestan við núverandi gestastofu þar sem víðsýni og fegurð Þingvalla og fjallahringsins nýtur sín,“ segir í fundargerð Þingvallanefndar þar sem þessi ákvörðun er gerð kunn og sagt að nú verði gerð „frumathugun og þarfagreining“ í samstarfi við Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Fram kemur að rekstur nýja húss- ins og aðkoma gesta eigi að nýta bíla- stæði og aðkomuleiðir sem þegar séu fyrir hendi á Hakinu. „Göngustígar og útsýnisstaðir í grenndinni tengist kerfi gönguleiða fram á brún Haksins og niður í Hestagjár, Hallsins, gamla Valhallarplans og bakka Öxarár,“ segir áfram um málið. Með þessari ákvörðun virðist ljóst að ekki verður byggð nýtt Hótel Val- höll á reitnum þar sem hótelið stóð þar til það gjöreyðilagðist í eldsvoða í júlí 2009. – gar Veitinghús á Hakinu fær samþykki Á Hakinu er nú þegar þjónustuhús, salernisaðstaða og starfsmannahús. FRéTTabLaðið/PjeTUR EfnAhAgsmál Heildarfjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári gæti farið í 1.307 þúsund, samkvæmt áætlun Samtaka ferðaþjónustunnar. Fram kemur í tilkynningu að það sem af er ári hafi ferðamönnum fjölgað um 30 prósent frá fyrra ári. Ferðir Íslendinga til útlanda eru um þrefalt færri en útlendinga hingað, eða 448 þúsund. Til saman- burðar má nefna að á tíunda ára- tugnum komu árlega að meðaltali um 380 þúsund ferðamenn á sama tíma og um 225 þúsund Íslendingar lögðu land undir fót. Gert er ráð fyrir að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu haldi áfram að vaxa á síðasta árs- fjórðungi ársins og nemi í ár um 368 milljörðum króna. – gló Heildarfjöldi ferðamanna um 1,3 milljónir 7 . d E s E m b E r 2 0 1 5 m á n U d A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.