Fréttablaðið - 07.12.2015, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi
er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök.
Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með
tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa
alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins
– einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við
leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll
verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri
stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutn-
ingsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa.
Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi
um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfs-
eininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð
verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis
sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga.
Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu
okkar.
Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir
stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann
telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli
ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofn-
unin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta
yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunar-
samvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfs-
menn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga
með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður
og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki.
Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka
upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þver-
pólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri
fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkis-
málanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja
sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í
stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna
Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð
á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka
í útrétta sáttahönd.
Bréf til Gunnars Braga og
Hönnu Birnu
Össur
Skarphéðinsson,
Óttar Proppé,
Birgitta
Jónsdóttir,
Steinunn Þóra
Árnadóttir,
fulltrúar í utan-
ríkismálanefnd
Alþingis
Hér er gull-
vægt tækifæri
fyrir ráð-
herrann til að
taka upp
merki forvera
sinna sem
allir lögðu
kapp á
þverpólitíska
sátt um
þróunarsam-
vinnu.
K jartan Atli Kjartansson, blaðamaður og umsjónarmaður þáttarins Körfubolta-kvöld á Stöð 2 Sport, lét áhorfendur á körfuboltavellinum heyra það all hraust-lega í þættinum síðastliðið föstudags-kvöld. Tilefnið var ærið þar sem Kjartan
Atli gerði að umfjöllunarefni framkomu stuðnings-
manna körfuboltaliða víða um land sem virðist því
miður ekki vera í anda góðra mannasiða og mannvirð-
ingar. Hámarkinu var svo náð þegar sjálfskipaðar raddir
réttlætisins lögðu á sig að standa fyrir utan heimili
þjálfara og hrópa þar ókvæðisorð, en félag viðkomandi
stuðningsmanna baðst að sjálfsögðu afsökunar á því
framferði. Annað hvort væri nú.
Þessi dapurlega hegðun áhorfenda og stuðnings-
manna í körfunni er því miður ekkert einsdæmi. Langt
frá því enda orðbragðið og ofsinn í öðrum íþrótta-
greinum jafnvel hálfu verri. Í knattspyrnunni er það
til að mynda svo slæmt að KSÍ þarf að leggja í sérstaka
herferð til þess að reyna að fá fólk til þess að haga sér
skikkanlega og sýna aðgát í nærveru barnssála. Ekki er
það gæfulegt.
Það skal tekið fram að undirritaður hefur ekki alltaf
verið sjálfum sér til sóma í þessum efnum og á að baki
sín svörtu augnablik en hefur á liðnum árum reynt að
sýna bæði bót og betrun. Hér með eru þeir sem einhvern
tíma hafa orðið fyrir flónsku viðkomandi beðnir vel-
virðingar.
Þessi ruddafengna hegðun bæði karla og kvenna í
kringum íþróttakappleiki er þó fjarri því að vera eitt-
hvert einsdæmi. Málið er að þessi hegðun okkar, orðfæri
og ofsi gegnsýrir í raun íslenskt samfélag. Við vöðum
áfram í málæði, skoðanaskiptum, yfirlýsingum og síðast
en ekki síst hinum víðfrægu kommentum á netinu eins
og enginn sé morgundagurinn og að við þurfum aldrei
að taka ábyrgð á orðum okkar og æði.
Stjórnmálaumræðan í landinu virðist til að mynda
fara að stórum hluta fram með þessum hætti. Þannig er
eins og mörgum virðist að gífuryrði séu einhvers konar
fullvissa fyrir réttmæti og að hnjóðsyrði séu staðfesting
á sannleiksgildi. Hvort tveggja er alrangt en þeim mun
útbreiddara ólán engu að síður. Í þessu tilviki er ekki til
góðs að vera að tilgreina dæmi og benda fingri á þennan
eða hinn pólitíkusinn, hvorki leiðtoga né liðsmenn, eða
aðra boðbera sannleika og réttlætis.
Það væri aðeins til þess að æra óstöðugan og því miklu
nær að biðja alla sem hafa vilja til þess að lyfta allri orð-
ræðu á hærra og vitsmunalegra plan að líta í eigin barm
og leggja sitt af mörkum. Því ekki veitir af fyrir íslenskt
samfélag að við reynum öll að bæta okkur eða „hætta
þessu kjaftæði“ eins og Kjartan Atli segir svo afdráttar-
laust. Því við eigum það öll inni hvert hjá öðru að komast
upp úr þessum hjólförum skítkasts og sleggjudóma og
vonandi á okkur eftir að takast vel upp. Góðar stundir.
Hættum þessu
kjaftæði
Því við eigum
það öll inni
hvert hjá öðru
að komast
upp úr
þessum
hjólförum
skítkasts og
sleggjudóma
og vonandi á
okkur eftir að
takast vel upp.
Tvær flugur í einu höggi
Meirihluti fjárlaganefndar hefur
lagt fram breytingartillögu sínar
við fjárlagafrumvarpið 2016. Bætt
er í marga málaflokka en Vigdís
Hauksdóttir, formaður fjárlaga-
nefndar, ræddi breytingartil-
lögurnar í Eyjunni á Stöð 2 í gær.
„Samgöngumálin, heilbrigðis-
kerfið og skólana, menntamálin,“
sagði Vigdís að væru þeir mála-
flokkar sem gert væri vel við. Þó
er það athyglisvert að samkvæmt
tillögunni á að skera niður framlög
til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna um nærri hálfan milljarð.
Formaður samtaka íslenskra
námsmanna erlendis hefur
áhyggjur af þessu og segir náms-
menn erlendis til dæmis treysta á
danska ríkisstyrki til að halda sér
uppi. Þarna hefur fjárlaganefnd
auðvitað slegið tvær flugur í einu
höggi með að spara íslenskum
skattgreiðendum uppihald náms-
manna og úthýst þeim til danskra
skattgreiðenda. Snilldin ein!
Fjárlaga- og fagurfræðinefnd
Alþingis
Þá er það athyglisvert að meiri-
hlutinn segir í áliti sínu að 75 millj-
ónir verði veittar til undirbúnings
á viðbyggingu Alþingis. Í álitinu
segir að húsið skuli taka mið af
teikningu Guðjóns Samúelssonar.
Gísli Marteinn Baldursson fjöl-
miðlamaður vekur athygli á þessu
á Twitter: „Hvað hefur komið fyrir
fjárlaganefnd? Er það virkilega
hlutverk hennar að ákveða útlit
húsa sem ríkið reisir?“
stefanrafn@frettabladid.is
7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN